Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 47

Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 47 RÁÐGÁTAN Á kjördegi mætti alvaran kjósendum. Þriðjungur þeirra Reykvíkinga sem á annað borð dröttuðust á kjörstað setti krossinn við ráð gátuna Jón Gnarr. Var það í alvöru gert hjá kjósendum? Örugg lega. Var framboðið í alvöru? Já, alveg örugglega. En hvers konar alvara er það? TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON OG ÝMSIR Jón Gnarr – alias Jón Gunnar Kristinsson – hefur í viðtölum dregið upp smámyndir úr lífi sínu. Vinir hans hafa bætt við þessar myndir. Hann er af pönkkynslóðinni og hefur leikið, sungið og ort pönk. Hann flosnaði upp úr skóla 13 ára að eigin sögn og hann hefur lesið Hamskiptin eftir Franz Kafka. Pönkkynslóðin er ef til vill síðasta kynslóðin þar sem það hefur verið látið viðgangast að hluti hvers árgangs hrektist úr skóla. Því var bara tekið eins og hverju öðru hundsbiti. Þó voru gerðar ýmsar tilraunir til betrunarvistar þegar allt var orðið um seinan. Stundum var það hjá hreppstjórum og öðrum góðbændum í sveit en hin seinni ár einkum í hnignandi héraðsskólum úti um land. Uppflosnaður Jón Gnarr lenti á Núpi í Dýrafirði, skóla sem stofnaður var um ungmennfélagshugsjónina og skógrækt og endaði sem hálfgert upptökuheimili fyrir pönkara. Fólk sem kynntist Gnarr á Núpi var aldrei í vafa um að Jón þessi væri klár náungi þótt hann væri villingur og ekki í betri skólum hafandi. Síðari kynslóðum vandræðaunglinga er oftast bjargað frá sjálfum sér í æsku. Landsmenn verða að standa sig vel í alþjóðlegum samanburði í menntun og þá má enginn glatast. Nái skólar okkar langt í PISA­könnunum koma útlendingar og segja að við séum smart og klappa fyrir okkur. Eða er afskólun ráðið til að endurskapa hinn frumlega og óútreiknanlega stjórnmálamann? Jón Gnarr er klárlega sköpunarverk Jóns Gunnars Kristinssonar, sonarsonar Óskars bónda Arinbjarnarsonar á Eyri í Kollafirði. Hann er borgarbarn en samt er alltaf stutt í sveitamennskuna. Bara ein kynslóð á milli. Tilraun En hvernig er þessi andhetja íslenskra stjórnmála orðin til? Taka má líkingu af vísindaskáldskap. Persónur eins og Kóngulóarmaðurinn og The Hulk eiga upphaf sitt í misskildum snillingum sem verða fyrir eitrun eða geislun og breytast í eitthvað allt annað en þeir eru. Í amerískum B­myndum var galni vísindamaðurinn sem gerði tilraunir á sjálfum sér algengt viðfangsefni. Þær tilraunir fóru alltaf úr böndunum. Og hér er ein túlkun á ráðgátunni: Nú hefur Jón Gunnar ákveðið að gera tilraun á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.