Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 53

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 53
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 53 S T J Ó R N U N einstöku einstaklinga sem tapa aldrei áhuga á að læra eitthvað nýtt, alveg burtséð frá því hversu miklum árangri þeir ná. Gert er lítið úr heppni: Í stað þess að viðurkenna að heppni og heppilegir atburðir gætu hafa spilað hjálplegt hlutverkályktar fólk að velgengnin sé eingöngu tilkomin vegna æðri eiginleika fyrirtækisins og stjórnenda þess.Fólk telur sér trú um að velgengninni séu engin takmörk sett. Viðhorfið er: „Við erum svo frábær, við getum gert hvað sem er!“Hrokinn verður áberandi. Víða má sjá dæmi um hrokann eftir að Íslendingar hófu að klífa upp á efstu tinda í alþjóðavæddum fyrirtækjarekstri. Í skýrslu við­ skipta ráðs um samkeppnishæfni Íslands sem kom út 2006 segir t.d. orðrétt: „Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum. Ísland ætti þess í stað að bera sig saman við þau ríki sem standa hvað fremst á hverju sviði fyrir sig.“ Forsætisráðuneytið gaf út ímyndarskýrslu í mars 2008 þar sem var fjallað um sérstaka eðliseiginleika „sem aðgreini Íslendinga frá öðrum þjóðum“ og geri þeim kleift að skara framúr á alþjóðavettvangi. Skýrslu­ höfundar segja m.a. að mikilvægt sé „að tryggja að Ísland verði áfram „best í heimi““. Forsetinn freistaði þess í ræðu sem hann hélt í London árið 2005 að útskýra fyrir útlendingum sérstaka hæfileika útrásarvíkinganna, merkilegasta kynstofns jarðarinnar, sem hefði alla burði til að taka yfir heiminn.Ræðuna endaði hann á ummælunum fleygu: „You ain’t seen nothing yet!“ ANNAÐ STIGIÐ: ÓÖGUÐ SÓKN EFTIR MEIRU OG MEIRU (GRÆÐGI) Á þessu stigi eru fyrirtæki oft heltekin af óöguðum vexti. Þau vilja meira vægi, meiri vöxt, meira lof, meira af því sem þau skilgreina sem velgengni. Velgengnin á fyrsta stiginu skapar pressu til að vaxa meira, sem skapar síðan hættulega hringrás væntinga; þetta veldur spennu hjá fólkinu, í fyrirtækjamenningunni og skipulaginu þangað til fyrirtækið verður komið að hættumörkum og ekki lengur í stakk búið til að sýna stöðuga og snjalla yfirburði. Óöguð og slitrótt stökk einkenna oft fyrirtæki á þessu stigi. Þau láta til skarar skríða á tilþrifamikinn hátt. Fyrirtækið upplifir fækkun á rétta fólkinu í lykilstöðum vegna þess að það hættir störfum eða þá að fyrirtækið nær ekki að virkja nógu marga til að framfylgja örum vexti. Fyrirtækið bregst við auknum kostnaði með því að hækka verðið og tekjurnar frekar en að auka agann. Fyrirtækið lendir í vandræðum með arftakastjórnun, annaðhvort vegna þess að það gleymist að hugsa um arftakana í tæka tíð eða rækta góða leiðtoga innan frá en einnig vegna pólitískrar togstreitu, óheppni eða óskynsamlegs vals á arftökum. Fólk í áhrifastöðum skammtar sér meiri peninga, forréttindi, frægð, meira af ránsfeng velgengninnar. Markmiðið er að hagnast eins mikið og hægt er á sem skemmstum tíma frekar en að fjárfesta aðallega í framtíðarárangri. Ekki þarf að leita langt að dæmum um óagaða sókn og græðgi. Vöxtur íslensku bankanna var mjög ör eftir einkavæðinguna. Útlánavöxtur móðurfélaga bankanna var aðmeðaltali tæp 50% frá upphafi árs 2004 fram að falli þeirra. Vöxturinn var mestur og stöðugastur í útlánum til eignarhaldsfélaga, erlendra aðila og tengdra aðila. Skuldsetning eigenda bankanna fór fram úr öllu hófi. Stjórnendur bankanna skömmtuðu sér pening og hlunnindi. Dýrindis bílar streymdu á bílastæði bankanna ogá kostnað þeirra. Um 300 af boðsgestum Landsbanka Íslands átu risotto með gull­ flögum í ferð til ítölsku borgarinnar Mílanó sem bankinn bauð til í september 2007. Tvær farþegarþotur voru leigðar undir boðs gestina og var gist á einu flottasta hóteli Mílanó. ÞRIÐJA STIGIÐ: AFNEITUN Á ÞVÍ AÐ HÆTTA SÉ FYRIR HENDI Þriðja stigið einkennist m.a. af því að fyrirtækið beinir athyglinni að og magnar hið jákvæða eins og t.d. hrós, verðlaun og umfjöllun í blöðunum og virðir að vettugi neikvæðar staðreyndir og varnaðarorð. Ekki öll fyrirtæki eiga skilið að lifa af. Kannski er stundum betra fyrir samfélagið að vera laust við fyrirtæki sem ekki lengur ná árangri.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.