Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Jákvætt hugarfar bætir lífsgæði okkar allra. Sjaldan eða aldrei hefur verið mikilvægara að hafa jákvæðni að leiðarljósi. Rannsóknir sýna að fólk sem er jákvætt sér fleiri möguleika og tækifæri, er opnara fyrir nýjungum og sköpunargleði þess eykst. Með því að vera jákvæð náum við betri árangri í starfi, aukum andlega vellíðan og eflum starfsánægju okkar og þeirra sem við störfum með. Verum jákvæð. Einar Benediktsson „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ Þegar fyrirtækið stendur frammi fyrir tvíræðum upplýsingum og ákvörðunum sem hafa mögulega mjög alvarlega eða slæma ókosti líta stjórnendur jákvætt á upplýsingarnar og taka óþarflega mikla áhættu. Á þessu stigi er líka merkjanlega minna rætt um hlutina auk þess sem gæði umræðna og ákvarðana dala. Meiri áhersla er lögð á sam­ hljóða álit eða harðstjórn en heilbrigð skoðanaskipti. Frekar en að axla fulla ábyrgð á mótlæti og mistökum kenna stjórnendur ytri þáttum eða öðru fólki um. Frekar en að takast á við harðan raunveruleikann fer fyrirtækið í endurskipulagningu, sem gerir það að verkum að starfsfólkið er uppteknara af innri málum en ytri aðstæðum. Fólkið í valdastöðum verður hrokafyllra og fjarlægist aðra. Stöðu­ tákn og sporslur alls konar auka enn á fjarlægðina; glæsilegar nýjar höfuðstöðvar aftengja stjórnendur frá daglegu lífi. Íslenskir ráðamenn sváfu á verðinum og virtu að vettugi varn aðar­ orð að utan, m.a. hrakspá höfunda skýrslunnar Danske Bank frá árinu 2006, um að verulegur hagvaxtarsamdráttur væri í vænd um. Haldið var fram að skýrslan væri fyrst og fremst harka legt samkeppnisviðbragð vegna þess að einhverjir sæju stöðu sinni hugsanlega ógnað.Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Danmörku á þeim tíma, sagði m.a. að það væri „óvenju harkalega vegið að Íslandi í sumum af þessum skrifum. Það sýnir líklega að dönskum fyrirtækjum finnst að sér þrengt og að íslenskum fyrirtækjum sé að takast ætlunarverk sitt að sækja fram á dönskum markaði“. Viðbrögðin við skýrslunni voru m.a. þau að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Geir Haarde fóru ásamt forsetanum um heimsbyggðina til að mæla íslenska efna hags­ undrinu bót. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur m.a. fram að lítið hafi verið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppuna sem hófst undir lok sumars 2007 og ágerðist eftir því sem á leið. Þar til bankakerfið riðaði til falls í október 2008 voru þó ýmis teikn á lofti: neikvæð um fjöllun hafði birst bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlun, krónan hafði veikst verulega og skuldatryggingarálagið farið hækkandi. FJÓRÐA STIGIÐ: ÖRVÆNTINGARFULLAR TILRAUNIR TIL BJÖRGUNAR Á fjórða stiginu er tilhneiging hjá stjórnendum að ráðast í stórar og afdrifaríkar aðgerðir eins og breytingu á stefnu eða menningu, samruna, kaup á keppinautum eða spennandi nýjungar sem tilraun til að bylta hlutunum hratt. Stjórn fyrirtækisins bregst við ógnunum og mótlæti með því að leita að leiðtoga gæddum persónutöfrum og/ eða utanað kom andibjargvætti. Tungumál byltingarinnar og róttækra breytinga einkennir nýja tímabilið: Nýjar áætlanir! Ný menning! Ný stefna! Stjórnendur taka þátt í fárinu og eyða mikilli orku í að reyna að stilla fólkiðsaman og hvetja það áfram og nota til þess alls konar slagorð. Í fyrstu er oft um að ræða uppsveiflu og jákvæðar niðurstöður en fljótlega kemur í ljós að árangurinn varir ekki. Fólk á erfitt með að átta sig á því hvað fyrirtækið stendur fyrir. Kjarnagildin hafa veðrast og virðast ekki lengur skipta miklu máli. Fyrirtækið er orðið staður þar sem maður vinnur, staður til að fá laun, og fólk missir trú á getu sinni til að ná sigrum og hafa betur. Traust dvínar og fólk lítur á framtíðarsýnina og gildin sem markaðs­ tæki og orðagjálfur. Björgunartilraunirnar þurrka upp fjármagnið og tekjustreymið minnkar. Fyrirtækið fer í gegnum endurtekna endurskipulagningu, valkostirnir verða færri og stefnumótandi ákvarðanir ráðast af tilviljun. Íslensku bankarnir fóru í stórfelldar björgunaraðgerðir bæði á árinu 2007 og 2008 og stofnaði Landsbankinn Icesave til að fjár­ magna lausafjárstöðu sína. Þessi „snilld“ var síðan verðlaunuð sem besta viðskiptahugmynd ársins 2006. Þegar Icesave opnaði svo í Hollandi í apríl 2008 var orðið lokað fyrir lánamöguleika íslensku bankanna að utan og því ákveðið að endurtaka leikinn í Hollandi. Hlutafjárkaup bankanna í sjálfum sér voru einnig liður í björgunar­ aðgerðum þeirra. Ausið var fé í þá frekar fáu aðila sem höfðu ofurtök á bankakerfinu sökum ofurlána til þeirra. FIMMTA STIGIÐ: ENDALOK MEÐ DAUÐA EÐA ÞVÍ AÐ SKIPTA EKKI LENGUR MÁLI Yfirleitt er hægt að sjá tvær útgáfur af stigi fimm. Annars vegar sannfærast þeir sem fara með valdið um það að betra er að gefast upp en halda áfram að berjast. Hins vegar halda þeir sem eru í valdastöðum áfram að berjast, en verða uppiskroppa með valkosti og fyrirtækið deyr eða skreppur það mikið saman að það er ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri stærð. Hægt er að sleppa stigi þó að rannsóknirnar gefi til kynna að fyrirtæki séu líkleg til að fara í gegnum stigin í þessari röð. Sum fyrirtæki fara hratt í gegnum þau á meðan önnur veslast upp á mörgum árum eða jafnvel áratugum. Yfirleitt er hægt að snúa þróuninni við á fyrstu stigum. Oft kemur hins vegar í ljós þegar fyrirtæki hafa farið í gegnum fyrstu fjögur stigin að stjórnendur eru úrvinda og niðurdregnir og missa að lokum vonina. Um leið og fyrirtæki nær stigi fimm er hins vegar ekki aftur snúið. Ekki öll fyrirtæki eiga skilið að lifa af. Kannski er stundum betra fyrir samfélagið að vera laust við fyrirtæki sem ekki lengur ná árangri. Ef maður getur ekki svarað spurningunni: „Hvað myndi tapast, og hvers vegna væri heimurinn verri staður ef við hættum að vera til?“ gæti verið skynsamlegra að leggja árarnar í bátinn. Ef fyrirtækið er hins vegar með skýran og hvetjandi tilgang sem byggist á stöndugum kjarnagildum gæti verið göfugt að berjast áfram, snúa hnignuninni við og tendrast á ný. Ekki öll fyrirtæki eiga skilið að lifa af. Kannski er stundum betra fyrir samfélagið að vera laust við fyrirtæki sem ekki lengur ná árangri. S T J Ó R N U N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.