Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ Einar Benediktsson Jákvætt hugarfar bætir lífsgæði okkar allra. Sjaldan eða aldrei hefur verið mikilvægara að hafa jákvæðni að leiðarljósi. Rannsóknir sýna að fólk sem er jákvætt sér fleiri möguleika og tækifæri, er opnara fyrir nýjungum og sköpunargleði þess eykst. Með því að vera jákvæð náum við betri árangri í starfi, aukum andlega vellíðan og eflum starfsánægju okkar og þeirra sem við störfum með. Verum jákvæð. Frelsið er okkur Íslendingum mikilvægt og það er fjöregg til að koma hlutum af stað, t.d. hvati til að fólk stofni fyrirtæki og hrindi hugmyndum að sprotafyrirtækjum í framkvæmd. Við lítum á frelsið sem kost. Á meðan finnst öðrum þjóðum þetta ekki vera frelsi heldur líta svo á að við séum óöguð. En frelsi og fram takssemi er ríkjandi menning á Íslandi. Víða í Evrópu er fólk oft meira njörv að niður í milljónasamfélögum. Því líður vel í vinn­ unni, hefur það þokkalegt og leggur upp úr frítímanum. Frumkvæði til að stofna fyrir tæki eða hrinda hugmyndum í framkvæmd er oft minna hjá þessum þjóðum. Við eigum að líta á viðhorf okkar til frelsis sem eitt af fjöreggjunum.“ Hjörleifur sagði að fjöregg Össurar væru mörg. Vörur eins og RHEO­hnéð væru eitt þeirra. Það væri fyrsta ör ­ gjörvastýrða hnéð sem hefði gervigreind. Með fullkomn ustu tækni á sviði lífverkfræði lagar hnéð sig sjálfkrafa að göngulagi notandans sem og aðstæðum hverju sinni. „Fjöregg Íslendinga eru falin í skýrri sýn, heil brigð um gildum, ják væðu við horfi, sterkum stoðum og út flutn ings atvinnu veg um og þátttöku fólksins, þ.e. viljanum til að vera virkur í um hverfi frelsis. Taka þátt. Þannig rís Ísland upp aftur,“ sagði Hjörleifur. FRIÐRIK PÁLSSON Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, hóf ræðu sína á glataða fjöregginu og vísaði þar í erindi séra Þór halls Heimis sonar sem sagði frá sögunni um skessurnar sem köstuðu á milli sín fjör eggj un um. „Í mínum huga er fjöreggið aðeins eitt – í hverju okkar,“ sagði Friðrik. Hann ræddi um stjórnvísi og sagði að það væri það hyggjuvit sem hverju okkar væri gefið til að stjórna lífi okkar – og/eða annarra. Hann sagði að fyrir fjármálaævintýrið hefði íslenskt þjófélag verið í góðum gangi og atvinnurekstur á góðu róli. Fjármálageirinn var í örum vexti. „En við sáumst ekki fyrir og fórum ekki eftir hyggjuvitinu.“ „Við gleymdum fjöregginu í sjálfum okkur. Gleymdum eldri dyggðum. Dönsuðum í kringum gullkálfinn. Menn misstu sýn. En núna veltur allt á við horfinu til okkar sjálfra, dugnaði og kjarki okkar sjálfra til að rífa okkur upp.“ Friðrik sagði að gulleggin væru mennt unin, hyggjuvitið, reynsl­ an og kjarkurinn til að rífa þjóðina upp úr stöðnun og aftur för. „Gulleggið býr innra með okkur en við þurfum að klekja því út.“ Hann sagði að framtíðin væri ekki eins og hún hefði verið vön að vera – en það væri for tíðin heldur ekki. „Við þurfum stöðugt að endurmeta og læra af fortíðinni.“ Hann spurði næst hvert þjóðin væri að fara. „Erum við aftur farin að horfa á gömlu gildin; góðan rekstur og eðlilega starfsemi?“ Friðrik sagði að fyrir fjármálaævintýrið hefði vonin verið fólgin í sjávarútveginum, grunnstarfseminni, vöruþróuninni, markaðs setn­ ingunni og sprotafyrir tækj um eins og Marel og Össuri. „Fyrirtæki eins og Marel féll í skuggann af bönkunum. Eim skip, Sjóvá og SH urðu hallærisleg. Hagnaður þeirra var „bara“ nokkur hund ruð milljónir.“ Friðrik sagði að þrátt fyrir hrunið ættum við enn mjög sterkar stoðir í þessu þjóðfélagi: Sjávarútveginn, ferðaþjónustuna, orkuna, iðnaðinn, sprotafyrirtækin, menninguna, menntunina og innviðina. „Það eru ótal möguleikar í sjávarútvegi; úr hafinu og öðrum fiski. En ferðaþjónustan hefur varla slitið barnsskónum. Þar verða til fleiri störf en í sjávarútvegi en arðsemin er ekki eins mikil; ég lít á sjávarútveginn sem fyrstu stoðina.“ Friðrik sagði að stoðirnar væru í útflutningsatvinnuvegunum og þar væru að verða til ný störf og ný tækifæri vegna aukinna tekna með gengisfalli krónunnar. „Ég vil ekki að gengi krónunnar styrkist neitt á næstunni.“ Hann sagði mikilvægt að forgangsraða og breyta um hugsun. Í sjávarútvegi hefði á árum áður mest verið hugsað um magn (veiða sem mest), svo verð og gæði. „Eftir það varð áherslan í sjávarútvegi á gæði, magn og verð. Loks varð hún á gæði, þjónustu, magn, ný ­ sköp un, vöruþróun og verð.“ En hvernig viljum við hafa forgangsröðunina? spurði Friðrik og svaraði sjálfur: „Öfluga vöruþróun, sjálfsögð gæði, sjálfsagða úrvalsþjónustu og hagstætt verð.“ Um ferðaþjónustuna sagði Friðrik að hún væri ný grein sem þyrfti öfluga vöruþróun, aukin gæði, bætta þjónustu og meiri arð semi. „Ég vil ekki milljón ferðamenn á næstu árum sem við ráðum ekkert við að taka á móti. Við þurfum aukin gæði og hærra verð frekar en meira magn í ferðaþjónustunni.“ Hann sagði að fjöregg þjóðarinnar fælist í því að gera það sem hún kynni best – og gera það enn betur. „Við plöntum græðlingum þar sem jarðvegurinn er frjóastur. Við hlúum að þeim sprotum sem við teljum líf væn lega. Við sáum fræjum plantna sem við teljum að skili okkur fram á veginn og uppskerum … gullegg. Ísland er ævintýraeyja,“ sagði Friðrik Pálsson. Við gleymdum fjöregginu í sjálfum okkur. Gleymdum eldri dyggðum. Dönsuðum í kringum gullkálfinn. Menn misstu sýn, bæði á vita og vörður. En núna veltur allt á viðhorfinu til okkar sjálfra, dugnaði og kjarki okkar sjálfra til að rífa okkur upp. – Friðrik Pálsson. Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.