Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 68

Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 ICELANDAIR FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA ICELANDAIR „Í viðskiptasöludeildinni er starfsfólk sem hefur gríðar mikla reynslu af að skipuleggja ferðir.“ Þeir viðskiptavinir Icelandair sem gera fyrir­ tækjasamning njóta strax góðs af sérstöku af sláttarfyrirkomulagi sem nær til flughluta Icelandair. Að sögn Sigríðar Björnsdóttur, verk efna­ stjóra fyrirtækjasölu, tekur afslátturinn mið af heildarfargjaldanotkun fyrirtækisins og reiknast á þriggja mánaða tímabili. Ekki er gerð krafa um lágmarksupphæð og afslátt­ urinn reiknast strax frá fyrsta flugi eftir undirritun samningsins. Sparar dýrmætan vinnutíma „Þessi þjónusta er búin að vera í boði síðan 2003 og hefur fengið mjög góðan hljóm­ grunn,“ segir Sigríður Björnsdóttir, verk­ efna stjóri fyrirtækjasölu Icelandair. „Við­ skipta vinir eru sérstaklega ánægðir með að fá eigin þjónustufulltrúa, það hefur sýnt sig. Þótt þeir hafi ákveðinn tengilið geta þeir samt sem áður bókað sjálfir á netinu – ef þeir kjósa það. Í viðskiptasöludeildinni er starfsfólk sem hefur gríðarmikla reynslu af að skipuleggja ferðir. Fyrirtæki geta því bæði sparað sér tíma og fyrirhöfn. Við höfum t.d. heyrt af fólki sem eyðir heilu og hálfu dögunum í að finna ferðir og dýrmætur tími fyrirtækisins fer til spillis á meðan.“ Aðgangur að neyðarsímaþjónustu allan sólarhringinn „Við gerð samnings fá fyrirtækin tengilið, eða ferðaráðgjafa í viðskiptasöludeild, sem annast öll ferðamál fyrirtækisins. Ferðaráðgjafinn sér um að finna bestu ferða­ áætlun og hagstæðustu fargjöld hverju sinni og heldur utan um allar upplýsingar sem nauðsynlegt er að gefa upp við bókun. Þeim fyrirtækjum sem gera samning við Icelandair fyrir starfsmenn á sínum vegum stendur til boða beinn aðgangur að afmörkuðu vef ­ svæði. Þar er allt af hægt að nálgast upp lýs­ ingar með yfirliti yfir flugleiðir, ferða daga og nöfn starfsfólks sem ferðast á vegum fyrirtækisins á hverjum tíma. Icelandair býður fyrirtækjum með fyrir ­ tækjasamning upp á aðgang að sólar hrings­ neyðarsímaþjónustu. Ef við skipta vinur þarfnast aðstoðar utan almenns afgreiðslu­ tíma á Íslandi (9:00­17:00 alla virka daga) getur hann hringt í neyðar sím ann og fengið aðstoð.“ fyrirtaeki@icelandair.is www.icelandair.is/fyrirtaeki Sigríður Björnsdóttir, verkefnastjóri fyrirtækjasölu.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.