Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 74

Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 Á stofnfundi Samtaka fyrirtækja í grænni tækni, Clean Tech Iceland, sem haldinn var 1. júní sl., var kosin stjórn og er myndin tekin af stjórninni við það tækifæri, talið frá vinstri: Eiríkur Sveinn Hrafnsson, Greenqloud, Freyr Hólm Ketilsson, ReMake Electric, Ásbjörn Torfason, Vistvænni orku, Guðný Reimarsdóttir, Ecoprocess Nord, Jón Ágúst Þorsteinsson, Marorku, sem er formaður samtakanna, Ingvar Kristinsson, Fjölblendi, og K.C. Tran, Carbon Recycling International. GRÆN TÆKNI SAMTÖK IÐNAÐARINS Innan Samtaka iðnaðarins hafa verið stofnuð sa­20Það er kallað eftir um ­hverfis vænni tækni á öllum sviðum. Margar þjóðir líta á það sem nauðsyn að leggja fé í tækni og þróun á þessu sviði, til að sitja ekki eftir í nýrri tækni bylgju. Ríki heims keppast við að byggja upp hjá sér nýja tækni, sérstaklega á sviði nýrra orkugjafa. Endur nýjanlegir orkugjafar eru áberandi, enda ljóst að ef markmið um minni losun gróðurhúsalofttegunda eiga að nást verður að gera breytingar í orkumálum. Innan Samtaka iðnaðarins er unnið að þessum málum og í um eitt ár hefur verið hugað að stofnun samtaka fyrirtækja í orku­ og umhverfistækni og var stofnfundurinn 1. júní sl. Til fundarins var boðið aðilum sem starfa við fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni. Bryndís Skúladóttir er forstöðumaður um hverfismála hjá Sam tökum iðnaðar ins og hefur unnið að undirbúningi samtakanna sem hlotið hafa nafnið Samtök fyrirtækja í grænni tækni, Clean Tech Iceland. „Í löndunum í kringum okkur hafa orðið til samtök í kringum fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni, en með grænni tækni er átt við tækni sem bætir framleiðsluferla, framleiðni eða nýtni og minnkar um leið hráefnanotkun, orkunotkun, úrgang eða mengun. Við höfum fundið fyrir því að þörf er á slíkum samtökum hér á landi þar sem vettvangur er að koma saman og bera saman bækur sínar og læra hvert af öðru, byggja tengslanet og nýta sér tengslanet hvert annars um leið og mótuð er skýr ásýnd á græn fyrirtæki hér á landi. Það eru fyrirtæki í Sam tök um iðnaðarins sem vinna undir þessum for­ merkjum og svo höfum við haft samband við fyrirtæki sem við vitum að eru að vinna

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.