Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 78

Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR: UM 70% KOMA VEGNA NÁTTÚRUNNAR „Það hafa verið miklar umræður um um hverfismál frá því Samtök ferða þjón­ ust unnar voru stofnuð árið 1998,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri sam­ takanna. „Umhverfisnefnd hefur verið starf andi og sett meðal annars stefnu fyrir sam tökin. Fyrirtækin innan samtakanna sýna umhverfismálum mikinn áhuga og hafa nokkur þeirra nú þegar fengið vottun svo sem ISO­vottun, Green Globe – sem nú heitir reyndar Earth Check – og Svaninn. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið að kynningu á vottunum meðal fyrirtækjanna.“ Aðspurð hvernig hún meti umhverfis­ stefnu hvað varðar ferðaþjónustuna segir Erna að stærsta verkefnið síðustu miss­ eri hafi verið vinna við rammaáætlun ríkisstjórnarinnar um vernd og nýtingu nátt úrusvæða. „Mikilvægt er að hagsmuna ferðaþjónustunnar sé gætt varðandi aðgengi að verðmætum svæðum. Íslensk náttúra er helsta aðdráttaraflið í ferðaþjónustunni og því mikið í húfi að hennar sé gætt. Samkvæmt könnunum sækja 70% erlendra ferðamanna til Íslands vegna hennar. Annað stórt verkefni á þessu sviði er að innleiða hér á landi gæða­ og umhverfiskerfi sem snýr að fyrirtækjunum í greininni og er sá undirbúningur kominn vel á veg. Kerfi sem þetta hefur verið notað á Nýja­Sjálandi og eru íslensk fyrirtæki mjög áhugasöm um að taka þátt í slíku starfi svo hægt sé að markaðssetja íslenska ferðaþjónustu sem umhverfisvæna gæðaþjónustu.“ Erna segir að ferðamenn sæki í síauknum mæli í umhverfisvæna ferðaþjónustu og vilji ferð ast um óröskuð svæði og svæði sem hlúð er að með vistvænum hætti. „Margir kjósa að versla fyrst og fremst við fyrirtæki sem hafa einhvers konar umhverfisvottun. Það er því mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustu til fram­ tíðar að stunda vistvæna ferðaþjónustu. Hjá SORPU er meðal annars lögð á hersla á að tryggja stöðugar úrbætur í um ­ hverfis stjórnun og mengunarvörnum, setja sér mæl anleg markmið í um hverfis­ málum, leitast við að nota innlenda og endurnýjanlega orkugjafa, lág marka notkun spilliefna og há marka endurvinnslu og endurnotkun innan fyrirtækisins. „Við viljum tryggja að við séum að vinna í sátt við umhverfið,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri SORPU. „SORPA er með gæðastefnu en unnið er að vottun gæðakerfisins. Við hyggjumst ná markmiðum gæðakerfisins með góðu innra starfi.“ Á meðal áherslna í gæðastefnunni er að vera í fararbroddi á Íslandi í meðhöndlun úrgangs og skuldbinda sig til að starfsemi fyrirtækisins sé ávallt í sátt við umhverfið eins og þegar hefur verið bent á, að vera leiðandi í öflun og miðlun þekkingar, ný sköpun og innleiðingu bestu aðferða, að efla jákvæða ímynd fyrirtækisins með arðbærum rekstri, markvissri þjónustu, frumkvæði, trausti og trúverðugleika, uppfylla kröfur stjórnvalda og fylgja vott­ uðu gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 og vinna að stöðugum umbótum á því. Björn segir að fólk sé almennt á þeirri línu að vernda umhverfið með réttri umgengni við úrgang þótt til séu undan ­ tekningar. „Íbúar eru duglegir að koma með flokkaðan úr gang á endur vinnslu­ stöðvar SORPU en það er búið að kenna landanum ýmislegt á þeim tæpu 20 árum sem liðin eru síðan fyrir tækið var stofnað. Ég lít björtum augum til framtíðar og endur vinnsluiðnaður er eitt af því sem á eftir að blómstra. Vonandi finnast íslens­ kar leiðir sem við getum nýtt okkur til framtíðar.“ Eitt af markmiðunum hjá fyrirtækinu er að draga úr urðun á lífrænum úrgangi og eitt verkefnið sem stefnt er að er að byggja gasgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang en þá yrði metan framleitt fyrir samgöngutæki. „Það myndi spara gjaldeyri, draga úr út ­ streymi gróður húsalofttegunda, draga úr mengun, auka orkuöryggi og yrði okkur til góðs í framtíðinni. Stefnt er að því að árið 2013 verði farið að framleiða metan í verksmiðju hér á landi.“ Erna Hauksdóttir. „Fyrirtækin innan samtakanna sýna umhverfismálum mikinn áhuga og hafa nokkur þeirra nú þegar fengið vottun svo sem ISO-vottun, Green Globe – sem nú heitir reyndar Earth Check – og Svaninn eða eru að undirbúa sig fyrir slíkar vottanir.“ BJÖRN H. HALLDÓRSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SORPU: GASGERÐARSTÖÐVAR STEFNT AÐ OPNUN Björn H. Halldórsson: „SORPA er með gæðastefnu en unnið er að vottun gæðakerfisins. Við hyggjumst ná markmiðum gæðakerfisins með góðu innra starfi.“ GRÆNA HLIÐIN UPP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.