Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 83

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 83
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 83 „Bláa lónið hefur um árabil unnið að um ­ hverfismálum með heild stæðum og mark ­ vissum hætti og óhætt er að segja að þessi mála flokk ur snerti alla starfsemi okkar,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. „Nálgun við byggingu og hönnun mann virkja Bláa lónsins er gott dæmi en rík áhersla hefur verið lögð á að umgangast umhverfi okkar af virðingu og að sam­ þætta hið manngerða og náttúrulega um hverfi þannig að það myndi eina órjúf­ anlega heild. Bláa lónið hefur flaggað alþjóðlegu um h verfisviðurkenningunni Bláfánanum árlega frá árinu 2003. Bláfáninn er þekkt viður kenn ing og á degi hverjum fær starfsfólk okkar afar jákvæð við brögð gesta við Bláfánanum. Við vinnum einnig að frekari vottunar mál um sem geta styrkt starfsemi okkar enn frekar.“ Grímur bendir á að öll virk efni Blue Lagoon­húðvaranna eru unnin með umhverfisvænum aðferðum og styrkir það sam keppnisstöðu Blue Lagoon á hinum alþjóðlega snyrtivöru markaði. Grímur nefnir sem dæmi áhugavert verkefni í kol­ efnisjöfnun með nýtingu smáþörunga. „Verkefnið, sem er samstarfsverkefni Bláa lónsins og HS Orku hf., felst í því að koldíoxíð frá orkuverinu í Svartsengi er nýtt við ræktun smáþörunga í Rannsókna­ og þró unar setri Bláa lónsins.“ Bláa lónið tekur þátt í heimssýningunni í Shanghai þar sem yfirskriftin er Pure Energy – Healthy Living. Grímur segir að sérstaða Bláa lónsins felist ekki síst í því að brúa bilið milli hreinn ar orku og heilsu og vellíðunar. „Kína er einn mest spenn andi markaðurinn fyrir íslenska ferðaþjónustu þegar horft er til nánustu framtíðar. Kínverskir gestir okkar eru mjög ánægðir með upplifunina og viðbrögð þeirra hafa verið afar jákvæð. Þá er Kína spennandi framtíðarmarkaður fyrir húðvörur fyrir­ tækisins og vöru merkið Blue Lagoon Iceland sem er eitt þekktasta vörumerki landsins. Á síðasta ári heimsóttu um 422.000 gestir Bláa lónið. „Orðspor okkar hefur því borist víða og gestir okkar hafa flestir ákveðnar væntingar fyrir heimsóknina. Það er því afar ánægjulegt að segja frá því að viðbrögð gesta okkar eru afar jákvæð og þeir nota gjarnan hugtök eins og „einstök upplifun“ til að lýsa heimsókninni auk þess sem þeir koma gjarnan oftar en einu sinni til okkar í sömu Íslandsferðinni.“ Grímur Sæmundsen: „Bláa lónið hefur um árabil unnið að umhverfismálum með heildstæðum og markvissum hætti og óhætt er að segja að þessi málaflokkur snerti alla starfsemi okkar.“ GRÍMUR SÆMUNDSEN: UMHVERFISVÆNUM AÐFERÐUM UNNIÐ MEÐ sjávarumhverfið og að allir vinni sam an að því að vernda smáfisk, forðast skað­ leg veiðarfæri og viðkvæm hafsvæði og síðast en ekki síst takmarka heildarafla. Slíkar umræður eiga sér stað og hafa skilað ár angri bæði hér á landi og í kvótakerfum erlendis.“ Ragnar bendir á að sumir fiskstofnar hafi stækkað verulega á dögum kvóta­ kerf isins, svo sem ýsa og síld, en aðrir hafi ekki stækkað að marki svo sem þorsk stofninn. Hann segir óhagstæð nátt­ úruleg skilyrði hafa ráðið mestu um hvað illa gekk að byggja upp þorskstofninn. Nýliðun hafi til að mynda reynst undir meðallagi mörg ár í röð. „Þá hafa verið teknar rangar kvótaákvarðanir og þorsk­ stofninn var ofmetinn. Sé á heildina litið hafa botnfiskstofnar hins vegar stækkað umtalsvert frá 1990. Jafnframt hefur fiskveiðidánartíðnin lækkað um allt að fjórð ung, sem er sterk vísbending um við­ leitni til að byggja upp fiskstofna þótt það hafi ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt. Ekki má gleyma því að kvótakerfið sem slíkt skilar ekki sjálfkrafa stærri fisk­ stofnum þótt það skapi hvata til þess. Það tryggir einungis að leyfilegur heildarafli sé veiddur á eins hagkvæman hátt og unnt er. Framvinda fiskstofna fer eftir öðru, þ.á m. ákvörðun um heildarkvóta.“ Ragnar segir að í hagkvæmum fisk veið­ um, hæfilegum fjölda skipa og skyn sam­ legum veiðiaðferðum felist þegar mikill orkusparnaður miðað við þá ofsókn sem áður tíðkaðist. Á dögum kvótakerfisins hafi stórlega dregið úr sókn og fjöldi fiskiskipa hafi a.m.k. helmingast. Þetta hafi skilað mjög miklum orkusparnaði, sérstaklega í hinum hefðbundnu botnfiskveiðum. „Þá mætti spara orku enn frekar með breyttum veiðiaðferðum. Með stærri fiskstofnum er ekki lengur nauðsynlegt eða hagkvæmt að nota mjög stórtæk veiðarfæri. Botnvarpa og uppsjávarvarpa eru orkufrekar. Orkusparandi veiðiaðferðir eru lagnet, lína og gildrur sem eru ekki notaðar hér við land en væri sennilega unnt að nota í talsverðum mæli.“ Hvað varðar endurnýjanlega orku segir Ragnar að tæknilega væri unnt að nota vetni og metangas í fiskiskipaflotanum. Til að svo gæti orðið þyrfti hins vegar að endurnýja vélakerfi og meta þyrfti hvort það væri hagkvæmt.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.