Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 86

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 „Umfangsmesta þátttaka Íslands var á heimssýningunni í Hannover árið 2000 en þá var hannaður og byggður sérstakur íslenskur skáli sem seinna var seldur til Danfoss,“ segir Hreinn. „Á síðustu heimssýningu í Japan, árið 2005, tóku Norðurlöndin sameiginlega þátt. Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög vel var ekki vilji til þess að endurtaka það í Kína þar sem löndin vildu koma fram í eigin nafni hjá gestgjafa sem er vaxandi stórveldi bæði í pólitískum og við skiptalegum skilningi.“ – Hvað hefur komið þér mest á óvart á þessari heimssýningu í Sjanghæ? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem að heimssýningu og viðurkenni að fyrirfram var ég gagnrýninn á svona þátttöku. Oft á tíðum er mest fjallað um menningarsamskiptin sem fylgja heimssýningum sem eru góðra gjalda verð en gefa takmarkaða mynd af því sem hér fer fram. Hún hefur því komið mér á óvart sú mikla aðkoma fyrirtækja sem tengjast heimssýningum og allir þeir vísindalegu viðburðir sem hér fara fram, sjö stórar ráðstefnur um borgarsamfélög.“ Hreinn segir um íslensku þátttökuna að sér hafi komið á mjög á óvart sá mikli áhugi sem fjölmiðlar hafa sýnt íslenska skálanum. „Ég og samstarfsmenn mínir höfum nú þegar gefið um hundrað viðtöl við sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar, blöð og aðra fjölmiðla. Við erum því ekki bara að kynna Ísland og íslenskan málstað fyrir þeim um tveimur milljónum sem heimsækja munu skálann heldur einnig hundruðum milljóna sem fá upplýsingar um okkur gegnum fjölmiðla í Kína og um allan heim.“ Um það hvað sé best heppnaða atriðið á sýningunni segir Hreinn að í sínum huga hljóti það að vera íslenski skálinn, annað komi ekki til greina. „En þar fyrir utan vekja Norðurlöndin mikla lukku hér í Kína auk þess sem spænski skálinn er oft nefndur sem einn sá glæsilegasti – að skála gestgjafanna undanskildum.“ En hvað skyldu gestir íslenska skálans nefna fyrst af öllu þegar þeir koma í skálann? Hvað heillar þá mest? „Þeir eru mjög heillaðir af hinu stórbrotna landslagi sem sýnt er í vídeóhluta sýningarinnar og þeim krafti sem íslensk náttúra býr yfir og kemst vel til skila í verkinu.“ Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur vakið athygli í Kína. „Við höfum nýtt þá athygli til að beina sjónum að þeim mikla krafti sem við virkj­ um í náttúrunni með íslensku hugviti. Þetta hugvit er nú þegar flutt út, m.a. til Kína þar sem Orkuveitan og Geysir Green Energy standa að jarðhitaverkefnum í samstarfi við Sinopec, eitt stærsta orkufyrirtæki Kína.“ – En eru Íslendingar að verða þekktastir í Kína fyrir orkuna? „Jarðhitaverkefnin í Kína hafa gengið vel og ég skynja ekki annað en að mikill áhugi sé hjá Kínverjum á samstarfi við okkur á þessu sviði. Við Íslendingar erum þó einnig þekktir hér fyrir ýmislegt annað. Íslenska vatnið hefur fangað athygli Kínverja, Iceland Spring­vatn er þegar komið á markað hér. Einnig hafa íslensk fyrirtæki eins og t.d. Gestir í íslenska skálanum eru mjög heillaðir af hinu stórbrotna landslagi sem sýnt er í vídeóhluta sýningarinnar og þeim krafti sem íslensk náttúra býr yfir og kemst vel til skila í verkinu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.