Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 87

Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 87
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 87 Ice landair, Össur, CCP, Eimskip, Promens, Lexus og Bakkavör verið að gera góða hluti hérna og skapað sér gott orðspor.“ Mengun er víða mikil í Kína, sérstaklega í höfuðborginni Peking. En geta Kínverjar eitthvað lært af okkur Íslendingum þegar kemur að umhverfismálum? „Ég held það, umhverfismálin eru eitt af því sem Kín verjar beina sjónum að í æ ríkari mæli. Hu Jintao, forseti Kína, gaf um daginn út yfirlýsingu um að unnið skyldi að því að þróa lausnir á sviði grænnar orku. Hér á heimssýningunni erum við að kynna það sem við höfum fram að færa og vonandi leiðir það til þess að íslenskt hugvit á þessu sviði geti orðið dýrmæt útflutningsvara.“ – Er græna byltingin hafin í umhverfismálum í Kína? „Græna byltingin er að farin af stað í Kína og Kínverjar eru að verða meðvitaðri um umhverfismál. Í tengslum við Ólympíuleikana 2008 og Heimssýninguna núna hefur verið ráðist í margskonar framkvæmdir sem ætlað er að stemma stigu við mengun í Peking og Sjhanghæ, s.s. bættar almenningssamgöngur, nýja byggingastaðla og stækkuð græn svæði innan borganna.“ Hreinn tók við sem framkvæmdastjóri Íslendinga á heims sýn ing ­ unni í september 2008 ásamt öðrum störfum á rekstrarsviði utan ­ ríkisráðuneytisins. Þá hafði hann þegar unnið við rekstrar­, starfs­ manna­, öryggis­ og fjármál í ráðuneytinu í rúm þrjú ár. Áður hafði hann starfað í sendiráði Íslands í Washington D.C. „Síðan um mitt ár 2009 hef ég einungis sinnt heimssýningarþátttökunni og fluttist til Sjanghæ í nóvember síðast­ liðn um til að sinna undirbúningi og uppsetningu á staðnum. Samhliða rekstri heimssýningarverkefnisins sinni ég einnig tímabundið störfum aðalræðismanns Íslands hér í Sjanghæ. Ég er nýorðinn 34 ára og mér er sagt að ég sé yngsti aðalræðismaðurinn af um 70 hér í borginni.“ Hreinn segir að vegna efnahagsástandsins heima hafi verið ákveðið að minnka umfang Íslendinga á sýningunni og gera þátttökuna eins hagkvæma og unnt er. „Við skárum fjárhagsáætlun niður úr 620 milljónum króna í 210 mill jónir króna og minnkuðum skálann úr 1.000 fermetrum í 500 fer ­ metra og breyttum áherslum. Þessi lækkun fjárheimilda reyndist mjög til góðs að mínu mati. Við höfum þurft að vera á tánum með öll útgjöld, finna skapandi og frumlegar lausnir, leita samstarfs við fyrir tæki og einstaklinga auk þess að takast á við mjög krefjandi að stæð ur. Þetta hefur leitt til þess að við erum að gera hluti með nýjum hætti, höfum víkkað út þann hóp sem á hlutdeild í verkefninu og verið frábæru teymi stjórnenda hvatning til að vinna vel og náið saman.“ Það hefur vakið athygli að Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, er kynningarfulltrúi Íslendinga á sýningunni. Hvernig kom það til? „Hluti af samstarfi okkar við Saga Film og Plús arkitekta varðandi hönnun skálans og sýningarinnar var að þeir legðu okkur til úrvals starfsmann. Þeir völdu Unni, sem hefur staðið sig mjög vel og heldur utan um samskipti við kínverska og alþjóðlega fjölmiðla, sér um kynn­ ingu á íslenska skálunum og uppsetningu þeirra menn ingar við burða sem fara fram í tengslum við þátttökuna,“ segir Hreinn Pálsson. Við vinnum með Icelandair og Bláa lóninu, sem eru styrktaraðilar þátttökunnar, við að mark ­ aðssetja áfangastaðinn Ísland hér í Kína. Ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað mjög.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.