Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 91

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 91
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 91 að litlum hluta áður en sagan í fyrstu mynd inni hefst en er fyrst og fremst framhald af Shrek the Third. Þegar Skrekkur náði að bjarga Fionu prinsessu í fyrstu myndinni voru foreldrar hennar á mörkum þess að skrifa undir samning við galdramanninn Rum pel stilskin um björgum Fionu. Enginn samn­ ingur er gerður og Rumpelstilskin leggur hatur á Skrekk og hótar hefnd um. Upp úr þessu atviki liggur leiðin í nútíðina þar sem Skrekkur er orðinn hundleiður á að vera í sviðsljósinu og líður illa yfir þeirri vitneskju að hann er ekki ekta tröll lengur. Í leiðindum sínum samþykkir hann að Rum pels­ tils kin geri hann að alvörutrölli í einn dag. Þetta er samningur sem Skrekkur hefði aldrei átt að gera og þegar allt fer á verri veg er gott eiga Asna að. Mike Myers er rödd Skrekks sem fyrr, Eddie Murp hy er Asni og Cameron Diaz Fiona prins essa. Aðrir leikarar sem raddsetja eru Julie Andrews, John Cleese, Antonio Banderas, Jon Hamm og Lake Bell. Leik stjórinn Mike Mitchell hefur ekki áður leikstýrt teikni mynd en hann á að baki gaman myndirnar Deuce Bigalow, Male Gigalo og Surviving Christmas. Vert er að geta að lokum teiknimyndar sem frum­ sýnd verður síðar í sumar, nefnist hún Despicable Me og ef hún nær miklum vin sældum er fastlega búist við framhaldsmyndum. Sögusviðið er fall egt um hverfi í skærum litum og blómum hlaðið, nema eitt hús sem er svart á litinn. Nágrannar vita ekki að húsið er felustaður þar sem Gru, sem vill verða mesti glæpamaður sem uppi hefur verið, heldur sig. Hann er að ráðgera stuld á tungl inu og er með heilan her af alls konar furðu fuglum í kringum sig. Dag einn banka á dyr hjá honum þrjár litlar umkomulausar stelpur sem sjá í honum föður sem þær hafa alltaf leitað að. Það er gamanleikarinn Steve Carell sem talar fyrir Gru, aðrir leikarar eru m.a. Russell Brand, Will Arnett, Jason Segal og Julie Andrews. Ráð gert er að Despicable Me verði tekin til sýn ingar hér á landi á haustmánuðum. KVIKMYNDAFRÉTTIR Vinirnir Skrekkur og Asni þurfa að snúa bökum saman til að verjast galdramanni sem leggur fæð á Skrekk. Jackie Chan kennir karate Margir sem komnir eru á fullorðinsár minnast kvikmyndanna um karate- dreng inn Daniel sem Ralph Macchio lék í þremur kvikmyndum á árunum 1984-1989. Fjórða myndin, The Next Karate Kid, var síðan gerð 1994 en þá var Ralph Macchio orðinn of gamall og hefur lítið spurst til hans síðan. Sagan lifir enn góðu lífi því The Karate Kid hefur verið endurgerð og er verið að taka hana til sýningar í Bandaríkjunum. Hér á landi verður hún sýnd í ágúst. Í þetta sinnið er það Jaden Smith, tólf ára gamall sonur Wills Smiths, sem lærir karate undir handleiðslu Jackies Chans. Myndin gerist í Kína og fjallar um móður sem vegna vinnu sinnar flytur þangað ásamt ungum syni sínum. Jaden Smith er enginn nýliði í kvikmyndum þótt ungur sé; hann lék á móti föður sínum í Pursuit of Happiness og á móti Keanu Reeves í The Day Earth Stood Still. Síðasti dansari Maós Mao’s Last Dancer er áströlsk kvik- mynd sem hefur fengið lof og viður- kenningar á kvikmyndahátíðum þar sem hún hefur verið sýnd og hlotið góða að sókn í Ástralíu. Bruce Beresford leik stýrir myndinni en hann á að baki gæða myndir á borð við Tender Mercies, Crimes of the Heart, Driving Miss Daisy og Paradise Road. Í Mao’s Last Dancer er sögð sönn saga ballettdansarans Lis Cunxins frá því hann var barn að aldri og lærði ballett til þess að hann flýr til Bandaríkjanna og sest loks að í Ástralíu. Ballettdansarinn Chi Cao, sem hefur dansað á Bretlandi frá árinu 1995, leikur Li Cunxin en í öðrum hlut- verkum eru m.a. Kyle MacLachlan, Bruce Greenwood og Joan Chen. A-sveitin The A-Team, sem frumsýnd verður hér á landi 23. júní, er byggð á vinsælli sjónvarpsseríu sem sýnd var á níunda áratugnum. Þar var A-sveitin skipuð fjórum fyrrverandi hermönnum í Víetn- amstríðinu sem lögðu ýmislegt á sig til hjálpar öðrum, oft gegn góðri greiðslu, en þurftu í leiðinni að eiga við herinn sem var á eftir þeim. Víetnamstríðið er orðið fjarlægt í huga Bandaríkjamanna, nú snýst allt um stríðið í Írak og eru fjórmenningarnir í The A-Team fyrr- ver andi hermenn í Íraksstríðinu sem heryfirvöld hafa sakað um glæpi, glæpi sem þeir hafa ekki framið. Í helstu hlutverkum eru Liam Neeson, Bradley Cooper, Sharlto Copley, Quinton „Rampage“ Jackson, Patrick Wilson og Jessica Biel. Jackie Chan kennir Jaden Smith bardagalistina í The Karate Kid. Ballettdansarinn Chi Cao leikur aðal­ hlutverkið í Mao’s Last Dancer. Bradley Cooper, Sharlto Copley, Liam Neeson og Quinton „Rampage“ Jack leika hetjurnar fjórar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.