Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 98

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 FJÓLA BJÖRK KARLSDÓTTIR framkvæmda- og verkefnastjóri Samráðs Samráð hefur aðstoðað bæði frum-kvöðla og fyrirtæki við að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri en þjónustuframboð Samráðs er breitt og hannað til þess að veita viðskiptavinum heildar þjónustu á sviði markaðsmála. Starfs- menn með mismunandi reynslu, mennt un og þekkingu að baki vinna fjöl breytt verkefni hverju sinni á sviði mark aðs ráðgjafar, graf- ískrar hönnunar, heimasíðugerðar og vef- markaðssetningar. „Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs og hefur reksturinn gengið vonum framar,“ segir framkvæmda- og verkefnastjórinn Fjóla Björk Karlsdóttir, en hún er jafnframt annar eigandi fyrirtækisins. „Við sáum fram á tækifæri fyrir fyrirtæki sem byði upp á áskriftarleiðir fyrir fyrirtæki og frum kvöðla á sviði markaðsmála og hönn unar. Áskriftar- leið ir Samráðs eru fjórar talsins og henta frumkvöðlum og bæði litlum og stórum fyrir tækjum sem vilja fá nýjar hugmyndir, aðra sýn og aðstoð við fram kvæmd mark- aðs málefna. Innihald áskriftar leiðanna og verð er misjafnt enda þær hugsaðar frá því að vera viðbót við markaðsfólk fyrirtækjanna upp í það að Samráð sé þeirra markaðsdeild.“ Starfsemi Samráðs er þó ekki eingöngu á sviði áskriftarleiða en um helmingur verk- efna fyrirtækisins eru stök verkefni, eins og gerð markaðs- og birtingaráætlana, hönn un á vörumerkjum, kynningarefni og heimasíðugerð. „Við bjóðum upp á frían kynningarfund fyrir aðila sem hafa áhuga á að koma í viðskipti og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa.“ Fjóla er alin upp í Kópavogi og á Akureyri og á því sterk tengsl til beggja staða og nágrennis. „Sem barn ólst ég upp í Kópa vogi og á marga góða vini þaðan en hef búið á Akureyri frá því ég var unglingur og fór í Menntaskólann á Akureyri en þaðan koma flestir mínir vinir og kunningjar í dag. Eiginmaður minn er aftur á móti Akur eyringur og hefur búið hér alla tíð og unnið á sama vinnustaðnum nú í 18 ár. Saman eigum við tvær dætur, sjö ára og eins árs, hund og kött. Það er því oft fjör á heimilinu.“ Eftir stúdentspróf fór Fjóla beint í nám við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan af viðskiptafræðibraut með BS-gráðu með áherslu á markaðsmál. Eftir nám vann hún fyrst sem markaðsfulltrúi hjá Sparisjóði Norðlendinga og síðar Byr en einnig við fræðsluefnisgerð á vegum Sambands ís lenskra sparisjóða um árabil. Samhliða vinnu hefur Fjóla lagt stund á meistaranám í alþjóðaviðskiptum og fjármálum og út skrif ast með MS-gráðu næsta vor. „Með lítil börn og nýtt fyrirtæki er ekki mikið um frítíma, en ég tek þó oft í prjóna á kvöldin og horfi á uppáhaldsþættina mína í sjónvarpinu. Mér finnst einnig mjög gaman að rýna í auglýsingar fyrirtækja, umfjallanir um þau og ímynd sem skapast í kringum þau og velta fyrir mér hvað sé vel gert og hvað megi betur fara. Nýjasta útspilið sem ég var að kynna mér er myndband Besta flokksins sem hefur slegið í gegn á Netinu, en það myndband hefur skilað flokknum ótrúlegu fylgi á undanförnum dögum. Áhugamál fjölskyldunnar eru mikið tengd íþróttum og útivist og fer fjölskyldan á skíði á veturna og notar hjólin mikið á sumrin.“ Nafn: Fjóla Björk Karlsdóttir Fæðingarstaður: Akureyri, 2. febrúar 1981 Foreldrar: Karl Guðmundsson og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir Maki: Elvar Óskarsson Börn: Ásta Þórunn, sjö ára, og Ellý Sveinbjörg, eins árs Menntun: BS í viðskiptafræði með áherslu á markaðsmál og er að vinna að lokaritgerð í MS á sviði alþjóðaviðskipta og fjármála. Fjóla Björk Karlsdóttir. „Með lítil börn og nýtt fyrirtæki er ekki mikið um frítíma, en ég tek þó oft í prjóna á kvöldin og horfi á uppá­ haldsþættina mína í sjónvarpinu.“ Fólk F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ Einar Benediktsson Jákvætt hugarfar bætir lífsgæði okkar allra. Sjaldan eða aldrei hefur verið mikilvægara að hafa jákvæðni að leiðarljósi. Rannsóknir sýna að fólk sem er jákvætt sér fleiri möguleika og tækifæri, er opnara fyrir nýjungum og sköpunargleði þess eykst. Með því að vera jákvæð náum við betri árangri í starfi, aukum andlega vellíðan og eflum starfsánægju okkar og þeirra sem við störfum með. Verum jákvæð.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.