Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 23

Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 23
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 23 hann hafði misst ár úr skóla voru þau í sama árgangi. Þetta var árið 1950. Þau stigu dansinn saman í tæp 60 ár, allt þar til Ingibjörg lést nú í desember. Andlát hennar var Sigurbergi, fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki mikið áfall enda var Ingibjörg við góða heilsu, stund- aði útivist, golf og leikfimi, starfaði í versluninni og hélt utan um alla fjölskylduþræði af miklum kærleika og umhyggju allt fram til hinstu stundar. Eftir landspróf í Flensborg fór Sigurbergur í Menntaskólann í Reykjavík. Þetta var árið 1952. Og þá var Ingibjörg ófrísk að fyrsta barni þeirra hjóna, aðeins sautján ára að aldri. Hann hélt áfram í MR og lauk þaðan stúd- entsprófi 1955. Allan tímann bjuggu þau hvort í sínu lagi hjá foreldrum sínum en hún með frumburðinn, Hjördísi, hjá sér. Eftir að Sigurbergur lauk stúdentsprófinu giftu þau sig og stofnuðu heimili í lítilli kjallaraíbúð við Hverfisgötu í Hafnarfirði. „Um þetta leyti gerðist ég slökkviliðsmaður suður á Keflavíkur- flugvelli gegnum kunningsskap við Svein Eiríksson, slökkviliðs- stjóra, sem var kallaður Patton,“ segir Sigurbergur. „Ég stundaði nám í viðskiptafræði með slökkviliðsstarfinu, lauk því kringum 1962. Í slökkviliðinu hætti ég 1968, þá orðinn aðstoðarslökkvil- iðsstjóri.“ Raunar kom það ekki til af góðu að Sigurbergur sagði skilið við slökkviliðið. Hann hafði þá tekið að sér margvísleg verkefni í bókhaldi og skattframtalagerð samhliða starfinu sem aðstoðarslökkviliðsstjóri. Álagið var mikið og gat varla endað nema á einn veg. „Örlögin kipptu þar í taum. Ég fékk stresskast af of miklu álagi, sem varð í raun minn bjargvættur, var fluttur með sjúkrabíl á spítala og var talsvert lengi að jafna mig. Það fór ekki saman að vera í stressvinnu suður frá og stressvinnu hér í Hafnarfirði þannig að ég ákvað að hætta í slökkviliðinu og fara alfarið í bókhaldið. Og þá hitti ég Bjarna.“ Hér er nefndur Bjarni Blomsterberg sem m.a. hafði rekið Hóls- búð við Hringbraut í Hafnarfirði. Sigurbergur hafði þá unnið við bókhaldið fyrir Bjarna þar til hann hætti með búðina. Bjarni kom sem sagt að máli við Sigurberg árið 1973 og spurði: „Eigum við ekki bara að stofna lágvöruverðsverslun?“ Þar átti hann við verslun með Bjarni sagði: „Eigum við ekki bara að stofna lágvöruverðsverslun?“ Sigurbergur Sveinsson, eigandi Fjarðarkaupa. Nafn: sigurbergur sveinsson Fæddur: 15. apríl 1933 Börn: Hjördís sigurbergsdóttir ljósmóðir, fædd 1952, rósa sigurbergsdóttir kennari, fædd 1957. sveinn sigurbergsson verslunarmaður, fæddur 1960 og Gísli sigurbergsson versl- unarmaður, fæddur 1965. Starf: Verslunarmaður í Fjarðarkaupum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.