Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Side 25

Frjáls verslun - 01.11.2009, Side 25
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 25 einföldu sniði þar sem vörunum var stillt upp með sem minnstum til- kostnaði í kössunum á brettum, járnhillum og öðrum sambærilegum innréttingum. Allt var gert til þess að hægt væri að halda álagningu í lágmarki. „Ég sagði bara já við því, sá fram á að þá hefði ég bara aðeins meira að gera. En ég ætlaði að aldrei að fara að standa í einhverju búðar- veseni. Datt það ekki einu sinni í hug! Við leigðum 150 fermetra hús- næði á Trönuhrauninu og komum því sameiginlega í stand. Við opn- uðum í júlí 1973 og strax fyrsta föstudaginn var búðin troðfull. Hún hefur eiginlega verið full síðan. Það varð bara sprenging.“ Sigurbergur talar hlýlega og með þakklæti um samstarf þeirra Bjarna Blomsterberg. Bjarni hætti fyrir 16 árum. „Hann ákvað bara að þarna væri komið gott af þessu og bauð okkur hlut sinn til kaups. Við þáðum það eftir mikla umhugsun og talsverðar áhyggjur af ákveðnum þáttum,“ segir Sigurbergur. En hann sér ekki eftir því í dag. Fjarðarkaup alltaf verið fjölskyldufyrirtæki Skondin saga er til frá upphafsárum Fjarðarkaupa þegar Gísli Þór, yngsta barn þeirra Sigurbergs og Ingibjargar, var að bardúsa í búð- inni þá rétt um átta ára aldurinn. Þá kom að máli við þau hjónin sterk undirstaða er mikilvæg til að standa undir áframhaldandi uppbyggingu. sigurbergur er orðheldinn, hann er maður orða sinna og þau standa. Hann vill kryfja öll mál til mergjar og leita svara. sigurbergur er góður skák- maður og nýtir sér þekkingu þaðan í reksturinn, hugsar um leikinn fram í tímann. spilar ekki af sér fyrir stundargróða heldur hugsar leikinn til enda. sigurbergur nýtur sín í góðra vina hópi. sigurbergur er víðles- inn og er skemmtilegur ferða- félagi, hann hefur frá miklu að segja og miðla til samferða- manna sinna. sigurbergur er íhaldssamur og hleypur ekki eftir nýjungum nema þær hafi náð að sanna sig. sem dæmi um það minnist ég sölumanns frá tölvufyrirtæki sem fyrir all- mörgum árum var að reyna að selja þeim feðgum strika- merkjakerfi sem var mjög dýrt. sölumaðurinn mælti eindregið með þessu því þá gætu þeir bara setið inn á skrifstofu og fylgst með öllu; hreyfingu á lager, hvað þyrfti að panta af vörum o. s. frv. og þar að auki væru nú allar stóru verslunar- keðjurnar að kaupa svona tölvukerfi. okkur yngri mönn- unum þótti þetta mjög sniðugt en Beggi svaraði að bragði að hann þyrfti enga tölvu til að segja sér hversu mikil mjólk eða þurrmatur seldist í versl- uninni á degi hverjum, það væri hlutur sem hann hefði þegar á hreinu. óþarfi væri að kaupa eitthvað sem hann væri með á hreinu fyrir og hefði gott vald á. Nýjungunum var þó ekki hafnað um ókomna framtíð því svona kerfi var síðar keypt – þá án allra þeirra vankanta sem fylgir óreyndum kerfum.“ stráklingur á aldur við Gísla og spurði: „Hvað þarf maður að borga mikið fyrir að vinna hérna?“ Þeir bræður, Sveinn og Gísli, hafa starfað við verslunina frá upphafi að meira eða minna leyti. Sveinn hefur þó verið þar lengur í fullu starfi eða frá 1985. Hann er verslunarstjóri. Gísli kom til fullra starfa tíu árum síðar og hefur starfsheitið verðlagsstjóri. Það er þó einkenni á rekstrinum að titlatog er þar látið liggja milli hluta. Sjálfir hafa þeir feðgar lýst því þannig að í Fjarðarkaupum starfi 80 verslunarstjórar enda valddreifing hluti af hugmynda- fræðinni frá upphafi. Byggingarmáti nýju verslunarinnar vakti athygli þegar eigendur Fjarðarkaupa byggðu nýtt hús undir starfsemi sína að Hólshrauni 1 eftir að húsnæðið á Trönuhrauni nægði ekki lengur. Húsið var byggt úr stálgrind og á það festar yleiningar, framleiddar í Berki í Hafnarfirði. „Hugmyndin var að hafa allt með sem minnstum til- kostnaði og Barkareiningar á stálgrind var það ódýrasta sem fékkst. Og það tók skamman tíma að koma húsinu upp. Mig minnir að húsið, vélar og allt tilheyrandi hafi kostað um sjö milljónir. Það þætti ekki stórt kúlulán í dag,“ segir Sigurbergur og hlær við. Sem minnir á að kaupmenn í Fjarðarkaupum hafa aldrei tekið lán. „Nei, aldrei,“ svarar Sigurbergur. Og er það kolahagfræðin? „Já, það er kolahagfræðin,“ svarar hann að bragði og þá ber á góma að orðið sjálft um þessa grunnhugmyndafræði í rekstri Fjarðarkaupa sé tiltölulega nýtilkomið þótt fræðin sjálf hafi fylgt fjölskyldunni frá upphafi. Enda segir Sigurbergur að undanfarin ár hafi það að vera „kolahagfræðingur“ í verslunarrekstri jafngilt því að vera „Gísli á Uppsölum“ í landbúnaði. „Það var enginn maður með mönnum nema skulda 10 milljarða. Það mátti ekki minna vera og það var allt í þeim dúr.“ Margir hafa viljað kaupa Fjarðarkaup Margir hafa boðið í Fjarðarkaup en ekki fengið. Sigurbergur segir viðræður aldrei hafa komist á það stig, aðspurður um hvort ein- hver tilboðanna hafi ekki verið freistandi. „Ef ég sit hérna svona kolahagfræðilegur þá líst mönnum ekkert á mig.“ Hann rifjar í framhaldi af þessu upp að gólfflísarnar á nýja og fína verslun fyrir austan fjall hafi á sínum tíma kostað svipað og Fjarðarkaup „komplett“. „Ég hef reyndar séð eftir því að hafa ekki haft varanlegra á gólfunum,“ segir hann og hlær við. Gólfin eru nefnilega máluð. En þau þurfa bara að vera þrifaleg. „Þetta passar vel inn í ástandið í dag, ... svona kreppugólf!“ Nú berst talið að því hvernig orðspor verður til og er við haldið. „Ef orðsporið er orðið þokkalegt þá er eins og það gildi,“ segir Sig- urbergur. „Þú bætir það ekki með einhverjum auglýsingum hér og þar. Það sem gildir er það sem fólk talar sín á milli. – Orðstír deyr aldrei, hveim sér góðan getur, segir einhvers staðar.“ Þið hafið heldur ekki stokkið á nýjungar eins og strikamerk- ingar eða greiðslukort? „Nei, þetta með strikamerkingarnar var til dæmis bara þróun sem þurfti að eiga sér stað. Við sáum ekki ástæðu til að gerast frumkvöðlar í þessu enda var búið að naga af því mestu agnúana þegar við tókum það upp. Þá var það nokkurn veginn tilbúið. Við vorum þó á undan í einu. Það voru tvívirkir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.