Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Page 38

Frjáls verslun - 01.11.2009, Page 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 Forsíðu grein mENN ársiNs Karl faðir minn er einn af stofnendum golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði og ég fór ungur að stunda golf enda gagntók það mig algjörlega.“ Sveinn var um tíma í unglingalandsliðinu og síðar í karlalands- liðinu í golfi og fór margar keppnisferðir með því, meðal annars til Norðurlandanna, Spánar, Þýskalands og Sviss. Hann segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegan tíma en hann hætti keppni árið 2000. Hann hefur setið í stjórn Keilis frá 1989 og tekið virkan þátt í upp- byggingu klúbbsins. Sveinn er með 1,3 í forgjöf. „Ég tel þó að stærsta afrek mitt í golfinu hafi verið að takast að kenna móður minni að spila íþróttina þegar hún var 69 ára gömul. Pabbi er ástríðumaður í golfi og fjölskyldan gaf mömmu golfsett á 67 ára afmælinu hennar. Hún var þó ekkert sérstaklega hrifin af gjöfinni og sagðist aldrei mundu nota settið. Við fórum síðan saman í golfferð til Spánar þegar hún varð 69 ára. Hún ætlaði sér ekki að taka með sér golfsettið, það væri of mikið vesen, svo ég tók það með mér! Fyrstu morgnana fórum við saman á æfingabrautina þar sem ég kenndi mömmu og Guðrúnu vinkonu hennar réttu handtökin. Á þriðja degi var hún mætt á golfvöllinn og spilaði golfið af krafti eftir það,“ segir Sveinn. forgjafarkerfi í veiðinni ,,Fyrir nokkrum árum bauð félagi minn, Björgvin Sigurbergsson, mér í veiði í Þingvallavatni á veiðisvæði sem hann þekkti sérstaklega vel. Við köllum það Steininn. Fljótlega í veiðitúrnum flækti ég línuna en þegar ég var að leysa úr flækjunni var fiskur á. Við lönduðum honum snarlega og ég hef síðan verið forfallinn í veiðinni um leið og ég hef dregið mikið úr golfiðkuninni. Til gamans hef ég búið mér til eins- konar forgjafarkerfi í veiðinni eins og tíðkast í golfinu, byrjaði með 36 í forgjöf en er kominn í 7,5 í dag. Forgjöfin er mæld út frá ýmsum janus Guðlaugsson ,,Fyrstu kynni mín af sveini voru sumarið 1995 en þá hittumst við í fríi erlendis með fjölskyldur okkar. Helsta umræðuefni okkar á þessum tíma var stefnumótun íþróttafélaga og hvernig hægt væri að hámarka árangur í íþróttum. Hann var að hugsa um golfið og Keili en FK var sjálfsagt ekki langt undan. Þarna tókst með okkur vinátta sem hefur haldist og styrkst allar götur síðan. Þeir sem þekkja til golfíþróttarinnar hér á landi vita vel að þar er GK í fremstu röð meðal jafninga og nafn svenna óaðskiljanlegt frá þessum árangri. árangur Fjarðarkaups sem vinsællar og vel rekinnar verslunar kemur því ekki á óvart. Ef ég á að lýsa svenna í stuttu máli, þá hefur hann að geyma sterkan persónuleika, þrátt fyrir að hann virðist oft vera til baka, jafnvel feiminn. styrkur hans felst í næm- leika á það sem stendur honum næst, mik- illi ígrundun og ekki síst því baklandi sem hann vex upp í. Hann er oft alvörugefinn, kemur rólega en vel fyrir og hefur sterkar skoðanir. Hann á til að rista djúpt, sér í lagi ef hann finnur að það sé ekki hlustað á skoðanir hans. Hann er jarðbundinn og lífríki náttúrunnar heillar hann. Hann minnir mig stundum á smala sem vill vera einn til fjalla en á sama augabragði í hóp góðra vina og samstarfsmanna. Hann er ólæknandi af nýjum og ferskum hugmyndum, getur verið ótrúlega skapandi án þess að missa sjónar af því markmiði að gera betur á morgun en í dag. Hann á til að biðja um aðstoð af ýmsum toga, er góður hlustandi en hefur yfirleitt mótað sér skoðanir áður en hann leitar ráða. Það er því ekki alltaf sem hann fer eftir þeim ráðleggingum sem gefnar eru. Þá er hann réttsýnn og rökfastur. Hann er staðfastur sem klettur og því oft erfitt að fá hann til að líta undir steininn. En ef það tekst þá kemur í ljós einstaklega skemmti- legur félagi, blíðlyndur draumóramaður sem þráir að láta íslenska veðráttu leika um sig, sér í lagi ef hann getur haldið á golfkylfu eða veiðistöng í hendi. Hann byggir aðgerðir sínar, traust sitt og trú á gömlum gildum foreldra sinna, þótt hann hafi verið seigur að færa þau í nútímaleg horf. Þessi skjálfti í íslenska samfélaginu hefur því ekki sett hann úr jafnvægi. Þar er FK fyrirmynd. sveinn er hjartahlýr og vinur vina sinna. Hann er mikill fjölskyldumaður og vill leggja öllum lið. Hann tekur því einnig vel þegar talað er af hreinskilni, hvort sem það er um hann sjálfan eða verk hans. Þú breytir samt ekki skoðunum hans svo glatt, þarft að aðlagast þeim eða honum sjálfum fyrst. Hann hefur einstaklega góða nærveru en getur verið fastur fyrir. Hann er íhaldssamur, kann að hrósa öðrum en nýtur þess einnig að honum sé hrósað þó hann láti ekki uppi hvort honum líki við það eða ekki. innst inni nýtur hann þess. Hann á þó til í að breiða yfir vandræði sín með sérstöku atferli. Þá er aðeins eitt til ráða og það er að gera það sem hann myndi sjálfur gera, gefast ekki upp. Hann var að kvarta fyrir nokkuð löngu síðan við mig yfir höfuðverk í lok annasam- rar viku. Þetta var í FK á föstudegi. Ég sagði honum að til að bjarga þessu væri aðeins eitt ráð og það væri að hreyfa sig meira, sér í lagi eftir langa og stranga vinnudaga með stöðugt áreiti af verslunarstarfinu. Ég lagði það til að hann byrjaði á að ganga heim úr vinnunni, þrisvar sinnum í viku, því ekki fékk ég hann í ræktina og lítið um golfleik í nóvember. Hann jánkaði því, e.t.v. væri það góð hugmynd, sagði hann. Hann fékk allar þjálfunarlífeðlisfræðilegar staðreyndir fyrir væntanlegum ávinningi. Viku seinna kom ég aftur til hans og spurði hvernig gengi. Hann reyndi að eyða samtalinu, breiða yfir vandamálið um gönguferðirnar. Næstu viku kom ég því aftur við hjá honum og bað hann að lána mér bílinn, sagði honum að ég væri með minn á verkstæði og þyrfti að kom- ast í reykjavík fyrir lokun. Það var minnsta mál að lána mér bílinn, þótt hann vissi ekki hvað að baki lægi. síðan rétt fyrir sex skil- aði ég lyklunum til hans og fór. um 18:30, þegar búið var að loka í FK og hann sjálf- sagt síðastur út á planið fyrir utan, hringdi Janus Guðlaugsson s AG T u m s VE iN s iG u r B Er G s s O N :
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.