Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 62

Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 L a x V e I ð I Bankakreppan hefur haft áhrif í laxveiðinni. Þegar kreppan skall á þurrkaðist kaupendahópur dýrustu veiðileyfanna, þ.e. bankar og stórfyrirtæki, svo til út í einu vetfangi á nýliðnu sumri, 2009. Verulegur samdráttur varð sömuleiðis í sölu veiðileyfa á öðrum tímum sumarsins. Þetta kom til að því að bankar og stórfyrirtæki á Íslandi fóru mikinn í góðærinu og keyptu upp nánast alla dýrustu dagana í flestum af bestu ám landsins og ýttu í mörgum tilvikum útlendingum frá bestu og dýrustu dögunum. Bankarnir og stórfyrirtækin yfirbuðu og margar sögur eru til af flottheitum á þeirra vegum við árnar. Með bankahruninu skall á tímabundið myrkur; kaupendahópurinn að dýrustu laxveiðileyfunum hvarf. Við þessu hafa veiðileyfasalar og veiðiréttareigendur orðið að bregðast; sameiginlega. Þeir hafa orðið að lækka verðið á þessum dögum þannig að munurinn er núna tölvuert minni á milli dýrustu daganna og þeirra ódýrustu. Hafi línuritið í góðærinu verið eins og fjallið Baula lítur það núna út frekar eins og Herðubreið eða jafnvel Skjaldbreiður. Þá hafa margir veiðileyfasalar beint sölunni aftur til erlendra veiðimanna við sölu þessara daga og það sýnist hafa gefið góða raun; þeir eru að koma aftur. Verðtryggingu kippt úr sambandi Á veiðileyfamarkaðnum gerðist það sem margir hafa kallað eftir á fjármálamarkaðnum; hann frysti vísitöluna strax eftir hrun og víða var verðtryggingin tekin úr sambandi að öllu leyti eða hluta. Þetta helgast af því að lánskjara- eða vísitala neysluverðs hefur verið notuð í mörgum samningum á milli leigutaka og eigenda ánna, veiðiréttareigenda, undanfarin ár. Leigan hefur hækkað sjálfkrafa á milli ára í takt við vísitölu neysluverðs. Það er liðin tíð. Mjög ósennilegt er að vísitala neysluverðs verði tekin upp aftur. Núna er leitast við að semja um fast verð fyrir árnar og svokölluð skipt áhætta tekin upp í auknum mæli. Í henni felst að veiðiréttareigendur fá aukagreiðslur í samræmi við árangur í sölustarfsemi. Þetta þýðir að „Það hafa orðið mjög miklar breytingar á veiðileyfa- markaðnum á mjög skömmum tíma. Það er ekki langt síðan öll veiðileyfi, jafnt dýr sem ódýr, seldust upp og í raun komust færri að en vildu. Þetta ástand leiddi til verðhækkana á veiðileyfamarkaðnum en það má segja að þeim sama markaði hafi verið snarlega kippt niður á jörðina við efnahagshrunið,“ segir Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags reykjavíkur, SVFr. Að sögn Páls Þórs reyndist nýliðið veiðisumar öllum veiðileyfasölum erfitt. Kaupendahópur dýrustu veiðileyf- anna hrundi eins og spilaborg í kjölfar efnahagshrunsins og íslenskir stangaveiðimenn drógu sömuleiðis úr veiðileyfakaupum. Við þessu þurfti að bregðast. „Ákveðinnar leiðréttingar var þörf. til þess að ná henni fram þurfti Stangaveiðifélag reykjavíkur að ræða við alla sína viðsemjendur í hópi eigenda ánna, veiðiréttareigenda. Sú vinna hefur staðið yfir í rúmt ár. Mikilvægi Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags reykjavíkur: Útlendingarnir að koma aftur Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Verðskrá SVFr í krónum en ekki erlendri mynt styrkir samkeppnisstöðu okkar, segir páll Þór Ármann, fram- kvæmdastjóri SVFr. Útlendingarnir eru að koma aftur til veiða á besta tímanum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.