Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 71

Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 71 b æ k u r Aðstæðurnar sem hlutir eru sagðir í.• Hvernig hlutir eru sagðir (ferlið).• Að taka eftir því þegar hlutirnir verða erf-• iðir. Að fylgjast með vandamálum sem tengjast • örygginu. Að taka eftir hvort aðrir eru að fara í áttina • að þögulli eða ágenginni hegðun. Að fylgjast með eigin viðbrögðum undir • álagi. að skapa öryggi hjá viðmælandanum Þegar viðmælandi notar þögla eða ágenga hegðun er gott að stíga út úr innihaldi samtals- ins tímabundið til að greina hvað er að og hvers vegna. Síðan þarf að skoða ferlið og endurvinna öryggið. Eftirfarandi spurningar geta hjálpað til við það: Gagnkvæm markmið: Trúa aðrir að þú • hugsir um markmið þeirra í samtalinu? Treysta þeir ástæðum þínum? Gagnkvæm virðing: Upplifir fólk virðingu eða virðingarleysi?• Vantraust: Treystir fólk ætlun þinni?• Þegar þú telur líklegt að aðrir munu misskilja tilgang þinn eða ásetn- ing er gagnlegt að stíga út úr samtalinu og skapa öryggi með því að nota færni sem kallast „Að skerpa á ætlun“ og skýra annarsvegar hvað þú ert EKKI að tala um og hinsvegar hvað þú ERT að tala um. Dæmi um þessa aðferð gæti verið: Ég myndi vilja ræða við þig um það sem þú nefndir við mig • áðan. Ég vona að þú takir þessa umræðu EKKI sem svo að ég vilji að • þú hættir í verkefninu, því svo er ekki. HELDUR vil ég ræða við þig um hvernig þú nálgast verkefnið.• að túlka rétt þar sem sagt er Stór hluti árangursins í erfiðum samtölum er að geta stjórnað því hvernig við búum til sögur af því sem við sjáum og heyrum. Sagan sem við búum til vekur upp tilfinningar sem stjórna því hvað við gerum. Með því að vera meðvituð um hvernig við drögum ályktanir getum við stjórnað tilfinningum okkar og þar með erfiðum sam- tölum. Dæmi um hvernig þetta gæti litið út: Í dæminu fyrir ofan væri gott að passa sig á túlkuninni um að nágranninn sé vanþakklátur dóni og ruddalegur. Aðrar skýringar gætu verið betri, t.d. að nágranninn hafi gleymt að þakka fyrir sig. Mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart þremur tegundum af sögutúlkunum, þ.e. ill- mennasögum, fórnarlambasögum og hjálpar- leysissögum. Í illmennasögum leggjum við ofuráherslu á sekt hins aðilans og hunsum mögulegar góðar ástæður eða hlutlausan ásetning hins aðilans: „Þetta er allt þér að kenna! Fórnarlambasögur gera okkur að sak- lausum þolendum: „Þetta er ekki mín sök.“ Þá horfum við framhjá þeirri hlutdeild sem við áttum sjálf í vandamálinu. Í hjálparleysis- sögum gerum við okkur vanmáttug: „Það er ekkert sem ég get gert.“ að segja þína skoðun/hlið á málinu Þegar við þurfum að færa erfið tíðindi eða erum sannfærð um að við höfum á réttu að standa höfum við oft tilhneigingu til að þvinga skoðunum okkar upp á aðra. Eft- irfarandi atriði geta hjálpað til við að höndla jafnvel viðkvæmustu málefnin. Lýstu málinu eða segðu frá staðreyndum. Byrjaðu á því sem er • mest sannfærandi og því sem er minnst umdeilt. Tjáðu skoðun þína en ekki eins og þú hafir „hina einu réttu“.• Spurðu eftir áliti viðmælandans og hvettu hann til að deila bæði • staðreyndum og sögum. Hvettu til skoðanaskipta og gagnlegrar umræðu. Skapaðu • öryggi til að viðmælandinn geti tjáð jafnvel skoðanir sem eru á öndverðum meiði. Vertu heiðarleg/ur og sýndu virðingu og ræddu það sem er • nýlegt og viðeigandi. Fylgstu með vísbendingum um að viðmæl- andinn upplifir óöruggi og sýndu virka hlustun. að ræða/kanna hlið annarra á málinu Til að tryggja frjálst flæði skilnings og hjálpa öðrum við að hætta þög- ulli eða ágengri hegðun er mikilvægt að kanna hlið þeirra á málinu með því að skapa nauðsynlegt öryggi á eftirfarandi hátt: Segðu hvað þú heyrir, sérð eða upplifir: „Ég heyri á spurningu • þinni að þú ert ekki sáttur.“ Spurðu til að fá umræðuna af stað og kryfjaðu málin: „Hvað er • það nákvæmlega sem þú ert ekki sáttur við?“ Endursegðu til að láta vita að þú hafir heyrt og skilið söguna • (speglaðu): „Þú ert m.ö.o. ósátt(ur) vegna þess að….. Er það rétt skilið hjá mér…?“ Ef ekkert gengur, farðu á undan til að örva tjáningu og umræður: „Ég get ímyndað mér að þú sért ekki sáttur við framkvæmdina á verk- efninu. Ég á sjálfur oft í erfiðleikum með það þegar aðrir koma inn í verkefnin mín og vilja breyta.“ Hafandi í huga hversu mikilvægt er að geta höndlað erfið samtöl þá er þetta bók til að mæla með. Bókin Crucial Conversations var ekki að ástæðulausu á toppi metsölulista New York Times. Greinarhöfundurinn, Eyþór Eðvarðsson, er stjórnendaþjálfari hjá Þekkingarmiðlun. aðferðir til árangurs í erfiðum samtölum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.