Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Page 89

Frjáls verslun - 01.11.2009, Page 89
um áramótHvað segja þau ? F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 89 Hvað stóð upp úr hjá þínu fyrirtæki á árinu þrátt fyrir kreppuna? Baráttuandi og stemning meðal starfsmanna sem hafa skilað frábæru starfi þrátt fyrir hörku- samkeppni og erfitt árferði. Tekjur Vodafone hafa ekki lækkað milli ára og það er mikill sigur því við höfum lagt áherslu á að hjálpa viðskiptavinum að lækka símkostnað sinn með því að bjóða hagkvæmar þjónustu- leiðir. Á móti höfum við fjölgað viðskiptavinum og nýjar þjón- ustuleiðir hafa verið vinsælar. Í hvaða úrbótum er fyrirtæki þitt nú að vinna? Við höfum verið að hagræða til að mæta erfiðum aðstæðum, en á sama tíma reynum við að gera enn betur í þjónustunni við viðskiptavini. Við erum að gera ýmislegt sem auka mun ánægju þeirra og við ætlum að eiga ánægðustu viðskiptavini á Íslandi. Það verður klárlega okkar sterkasta vopn í harðri baráttu á markaðnum næstu ár. Hvernig metur þú stöðuna á næsta ári? Nýlegar fréttir um hugsanlegan hagvöxt á næsta ári eru mikið fagnaðarefni. Við tökum þeim samt með fyrirvara og búum okkur undir að fyrirtæki og ein- staklingar hafi minna milli hand- anna en áður. Vonandi verður það ekki þannig, en rekstrar- áætlanir Vodafone miða við að árið verði erfitt. Hvaða lærdóm getum við dregið af núverandi krísu? Að reglan sem maður lærði sem barn, að líta til beggja hliða áður en maður gengur yfir götu, er enn í góðu gildi. Margir gleymdu því og lásu umhverfið ekki rétt og þess vegna urðum við fyrir bíl. Ég vona að framvegis verðum við gagnrýnni á umhverfi okkar og tökum meira mark á viðvörunarorðum, jafnvel þótt þau kunni að vera úr takti við almenningsálitið. Er krónan búin að vera sem gjaldmiðill? Ef svo er; hve langt er í evruna? Hvort sem krónan verður okkar framtíðargjaldmiðill eða ekki, þá er ljóst að Íslendingar munu þurfa að nota hana einhvern tíma í viðbót. Stjórnendur fyrir- tækja geta ekki leyft sér að bíða eftir því að krónunni verði skipt út fyrir annan gjaldmiðil. Þeirra hlutverk er að reka sín fyrirtæki vel, sýna aðhald í rekstrinum og gera kröfur á sjálfa sig og sitt fólk, óháð gjald- miðlinum sem er í notkun hverju sinni. Ef þú ættir að gefa for- sætisráðherra gott ráð, hvert yrði það? Hið opinbera getur árlega sparað hundruð milljóna króna með því að bjóða út fjar- skiptaþjónustu við allar stofn- anir ríkisins og ráðuneyti. Slíkt hefur ekki tíðkast, en nú er lag í ljósi þess mikla niðurskurðar og aðhalds sem blasir við á flestum sviðum. Einnig myndi ég hvetja til þess að farið verði varlega í að íþyngja fyrirtækjum í landinu enn frekar. Svo mætti forsætisráðherra gjarnan verða sterkari kyndilberi jákvæðni og bjartsýni fyrir hönd okkar allra – ekki veitir af. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Árið var mjög eftirminnilegt fyrir mig og nokkuð margt sem stendur upp úr. Ég varð fertugur og ákvað því að koma mér í betra líkamlegt form en ég hef líklega nokkurn tíma áður verið í. Ég hef æft mjög stíft í World Class og fengið ómetanlegan stuðning frá Gillz sjálfum. Svo varð ég nýlega forstjóri Vodafone sem mig grunar að verði bæði skemmtilegur og eftirminnilegur tími. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone Hvet til þess að farið verði varlega í að íþyngja fyrirtækjum í landinu enn frekar Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.