Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 9

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 9
R i T S T J Ó R n a R G R E i n LÆKNAblaðið 2014/100 9 Víðast hvar í heiminum er vaxandi eftir- spurn eftir blóðhlutum. Á sama tíma er víða minnkandi framboð. Þetta krefst þess dregið sé úr ónauðsynlegum blóð- hlutagjöfum til sjúklinga. Í þessu tölublaði Læknablaðsins birtist athyglisverð grein um notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítalans á árinu 2010.1 Meginniður- staða höfunda er að fækka megi umtalsvert blóðhlutagjöfum. Rannsókn Karls Erlings Oddasonar og samstarfsmanna leiddi í ljós að á gjörgæsludeildum Landspítala mætti líklega fækka rauðkornagjöfum um 6%, blóðvökvagjöfum um 14% og blóðflögu- gjöfum um þriðjung.1 Rannsóknin var afturskyggn en vonandi verður henni fylgt eftir síðar á framskyggnan hátt. Þær tölur sem greinarhöfundar nefna um mögulega ofnotkun blóðhluta eru svo háar að sú spurning hlýtur að vakna hvernig koma megi þessu máli í betra horf. Blóðhlutagjöf má líkja við lyfjagjöf, jafn- vel líffæragjöf, og mikilvægt er að ekki sé gripið til slíks nema full ástæða sé til. Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga að hluti sjúklinga fær aukaverkanir, stundum al- varlegar og jafnvel lífshættulegar. Sumar rannsóknir benda þar að auki til þess að að- haldssemi við gjöf á blóði geti haft hagstæð áhrif á afdrif ákveðinna sjúklingahópa.2,3 Í öðru lagi er blóð takmörkuð auðlind sem þarf að nýta á eins skynsamlegan hátt og unnt er. Og í þriðja lagi eru blóðhlutar dýrir í framleiðslu, þannig að ofnotkun hefur í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið. Eins og fyrr var nefnt er blóð takmörkuð auðlind í samfélaginu og það er ekki útlit fyrir að gerviblóð eða önnur lyf muni leysa það af hólmi á næstu árum eða áratugum. Í Blóðbankanum eru á ári hverju fram- leiddar um 20.000 einingar af blóði, þar af 15.000 af rauðkornaþykkni, 2000-3000 blóð- flögueiningar og álíka margar blóðvökva- einingar. Þrátt fyrir aukna þörf fyrir blóð hefur virkum blóðgjöfum fækkað undan- farin ár. Með virkum blóðgjöfum er átt við þá sem koma oft og með reglulegu millibili í blóðbanka til að gefa blóð. Árið 2005 voru 7200 virkir blóðgjafar á Íslandi en árið 2012 voru þeir einungis 6500, þeim hafði fækkað um tæplega 10%. Blóðbankinn áætlar nú að það þurfi um 1500 nýja virka blóðgjafa á Íslandi. Fækkun blóðgjafa er verulegt áhyggjuefni þegar þörf fyrir gjafablóð fer vaxandi vegna framfara í læknisfræði og fjölgunar aldraðra.4 Þar á ofan bætist að vegna öryggissjónarmiða eru sífellt meiri kröfur gerðar til heilbrigðis blóðgjafa. Und- anfarin 20 ár hefur Íslendingum fjölgað um 23% og meðaldur þjóðarinnar hefur hækkað umtalsvert. Einstaklingum í elstu aldurshópunum hefur fjölgað hlutfallslega mest og sú þróun mun væntanlega halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð. Það er því hætt við að ójafnvægi geti skapast milli söfnunar og notkunar blóðs ef ekki verður við brugðist. Hvaða lærdóm getum við dregið og hvernig er hægt að bregðast við niður- stöðum þeirrar rannsóknar sem hér er til umræðu? Það vekur óneitanlega athygli við lestur greinarinnar að rauðkornaþykkni var síður ofnotað en bæði blóðflögur og blóðvökvi. Með öðrum orðum, notkun rauðkornaþykknis samrýmdist betur klín- ískum leiðbeiningum og viðmiðum en gjöf blóðvökva og blóðflagna. Það kann að ein- hverju leyti að stafa af því að nú eru 9 ár lið- in frá því að klínískar leiðbeiningar um gjöf rauðkornaþykknis voru fyrst gefnar út á ís- lensku á Landspítalanum en sambærilegar leiðbeiningar fyrir blóðvökva og blóðflögur komu ekki út fyrr en árið 2012.5 Skýrar, ein- faldar og aðgengilegar íslenskar klínískar leiðbeiningar fyrir lækna eru því líklegar til að stuðla að góðum vinnubrögðum og aðhaldssemi við gjöf blóðhluta. Á Land- spítala er nú verið að setja á stofn nefnd um blóðhlutanotkun. Hlutverk hennar verður meðal annars að fylgjast með blóðhluta- notkun, efla fræðslu og stuðla að bættum vinnubrögðum á þessu sviði. Sambærilegar nefndir hafa skilað góðu starfi víða erlendis og við hljótum að binda miklar vonir við starf hennar. Annað sem rannsókn Karls Er- lings og félaga1 leiddi í ljós var að á köflum var skráning ófullnægjandi. Til dæmis má nefna að við gjöf á blóðvökva virðast blóð- storkupróf ýmist ekki hafa verið gerð eða niðurstöður þeirra innan eðlilegra marka í samtals 14% tilvika. Það er allhá tala sem getur bent til að læknar þurfi á stundum að skerpa vinnubrögð sín. Gjöf blóðhluta er ávallt á ábyrgð læknis og byggist á klínísku mati hans hverju sinni. Góðar aðgengilegar klínískar leið- beiningar, bætt skráning á ábendingum blóðhlutagjafa og framskyggnar rannsókn- ir á notkun blóðhluta á Íslandi eru þættir sem stuðlað geta að bættri blóðhlutanotkun hér á landi. Og þar með að því að jafnvægi haldist milli söfnunar blóðs og notkunar í framtíðinni. Heimildir 1. Oddason KE, Guðbjartsson T, Guðmundsson S, Kárason S, Hreinsson K, Sigurðsson GS. Má bæta notkun blóð- hluta á gjörgæsludeildum? Samanburður við klínískar leiðbeiningar. Læknablaðið 2014; 100: 11-7. 2. Retter A, Wyncoll D, Pearse R, Carson D, McKechnie S, Stanworth S, et al. Guidelines on the management of anaemia and red cell transfusion in adult critically ill patients. Br J Haematol 2013; 160: 445-64. 3. Carson JL, Grossman BJ, Kleinman S, Tinmouth AT, Marques MB, Fung MK, et al. Red blood cell transfusion: A clinical practice guideline from the AABB. Ann Int Med 2012; 157: 49-58. 4. Ali A, Auvinen M-K, Rautonen J. The ageing population poses a global challenge for blood services. Transfusion 2010; 50: 584-8. 5. Hreinsson K, Guðmundsson S, Steingrímsdóttir H, Birgisson G, Jóhannesson AJ. Klínískar leiðbeiningar um notkun blóðhluta á Landspítala. landspitali.is/library/ Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/BRUNNURINN/ Kliniskar-leidbeiningar/Blodhlutar/klin_leid_notkun_ blodhluta_sept_2012.pdf – desember 2013. Transfusion and blood collection in iceland Jonsson Th, MD, PhD, Specialist in Immunology and Transfusion Medicine Er gefið of mikið blóð á Íslandi? Þorbjörn Jónsson sérfræðingur í ónæmis- fræði og blóðgjafarfræði og formaður Læknafélags Íslands thorbjor@landspitali.is Bayer A/S. Arne Jacobsens Allé 13. 2300 København S. *svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast. Heimildir 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. Rivaroxaban versus warfarin in nonvalvular atrial fibrillation. N Engl J Med 2011; 365:883-891. Xarelto® (rivaroxaban) – fyrirbyggir heilablóðfall og segarek hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti*1 ♦♦ Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín2 ♦♦ Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga2 ♦♦ Ein tafla á dag1 L. IS .0 4. 20 13 .0 03 3 Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.