Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2014, Side 11

Læknablaðið - 01.01.2014, Side 11
R a n n S Ó k n LÆKNAblaðið 2014/100 11 Inngangur Blóðhlutagjöf er mikilvægur hluti af meðferð á gjör- gæslu.1-6 Rauðkornaþykkni, ferskfrosinn blóðvökvi og blóðflögur eru algengustu blóðhlutar sem gefnir eru.1,7,8 Samkvæmt erlendum rannsóknum má gera ráð fyrir að allt að helmingur sjúklinga á gjörgæslu- deildum fái blóðhluta meðan þeir dveljast þar;1-6 í 40% tilfella rauðkorn1,2 og í 15-25% tilfella blóðvökva og/ eða blóðflögur.1,4,7 Þótt ávinningur blóðhlutagjafa sé ótvíræður geta fylgt þeim ýmsar aukaverkanir.5,8 Því er mikilvægt að vega ávinning sjúklings af blóðhlutagjöf á móti áhættu vegna hugsanlegra aukaverkana.8 Ennfremur er mikilvægt að halda niðri kostnaði við heilbrigðis- þjónustu því með skynsamlegri notkun blóðhluta má spara stórar upphæðir.9 Auk þess er blóð af skornum skammti sem fara þarf með af ráðdeild, en með vax- andi fjölda eldra fólks má gera ráð fyrir aukinni eftir- spurn.10 Klínískar leiðbeiningar eru mikilvægur þáttur í því að stuðla að réttri notkun blóðhluta. Þó benda erlendar rannsóknir til þess að klínískum leiðbeiningum sé ekki fylgt nema í 29-48% tilfella við gjöf blóðvökva, í 37-53% tilvika fyrir blóðflögur, og í 2-11% fyrir rauð- kornagjafir.1,7,11,12 Í nýjum leiðbeiningum er líkt og áður lögð áhersla á að horfa ekki á blóðgildi eitt og sér heldur meta ávinning á móti hugsanlegri áhættu blóðhlutagjafa.13-16 Markmið gjafa á rauðkornum er að bæta súr- efnisflutning til vefja.4,13 Almennt er talið að blóðrauði 1Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2skurðlækningadeild Landspítala, 3Blóðbanki Landspítala,4læknadeild Háskóla Íslands. inngangur: Blóðhlutagjöf er mikilvægur hluti gjörgæslumeðferðar, en þar sem aukaverkanir geta fylgt gjöf þeirra er vaxandi áhersla lögð á aðhalds- semi við gjöf blóðhluta. Þessar áherslur endurspeglast í nýlegum klínísk- um leiðbeiningum á Landspítala en upplýsingar um umfang blóðhlutagjafa á gjörgæsludeildum spítalans skortir og einnig hversu vel leiðbeiningum er fylgt. Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítala og fylgni við klínískar leiðbeiningar. aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra fullorðinna sjúklinga sem fengu blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítala á 6 mánaða tímabili 2010. Skráðar voru upplýsingar um blóðhluta ásamt gildi blóðrauða, próþrombíntíma og blóðflagna við blóðhlutagjöf. Niðurstöður voru bornar saman við klínískar leiðbeiningar á Landspítala. niðurstöður: Af 598 gjörgæslusjúklingum fengu 202 (34%) blóðhluta, í rúmlega helmingii tilfella eftir skurðaðgerð. Flestum, eða 179 (30%), var gefið rauðkornaþykkni, 107 (18%) fengu blóðvökva, 51 (9%) blóðflögur en 34 sjúklingar (6%) fengu allar þrjár tegundirnar. Blóðrauði við rauðkorna- gjöf var að meðaltali 87 g/L, en í 6% tilfella mældist hann yfir 100 g/L. Próþrombíntími var að meðaltali 20,4 sekúndur við blóðvökvagjöf en í 9% tilfella var blóðvökvi gefinn þegar próþrombíntími var eðlilegur og blóð- storkugildi var ekki til staðar í 5% tilvika. Blóðflögur við blóðflögugjöf voru að meðaltali 82 þús/μL en í 33% tilfella yfir 100 þús/μL. Ályktanir: Þriðjungi sjúklinga á gjörgæsludeildum Landspítalans voru gefnir blóðhlutar, oftast rauðkornaþykkni. Um 6% rauðkornagjafa og að minnsta kosti 14% blóðvökvagjafa og þriðjungur blóðflögugjafa voru utan viðmiða núgildandi leiðbeininga. Ljóst er að fækka má óþarfa blóð- hlutagjöfum á gjörgæsludeildum Landspítala enda þótt niðurstöðum svipi til erlendra rannsókna. ÁGRIp Fyrirspurnir: Gísli H. Sigurðsson gislihs@landspitali.is undir 70 g/L (viðmiðunarmörk 135-171 g/L) sé réttmæt ábending fyrir gjöf rauðkornaþykknis til að tryggja nægjanlegt súrefnisframboð til vefja.5,13 Hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni er miðað við hærra gildi og talið mikilvægt að halda blóðrauðagildi hærra en 80 g/L.5,13 Við blóðrauða á bilinu 70-90 g/L ræður klínískt mat hvort gefa skuli rauðkorn, til dæmis hvort virk blæð- ing sé til staðar með losti, líffæraskaði eða hjartabilun á grunni kransæðasjúkdóms.5,13,17 Blóðþurrðarsjúkdómur í útlimum getur verið ábending fyrir rauðkornagjöf þótt blóðrauðagildi mælist yfir 90 g/L.13 Í öðrum tilfellum er sjaldan ástæða til að gefa sjúklingi með blóðrauða yfir 90 g/L rauðkornaþykkni nema um mikla og virka blæð- ingu sé að ræða, en í slíkum tilvikum er leitast við að halda blóðrauða í kringum 100-110 g/L.13 Blóðvökvi er aðallega gefinn við blæðingar þegar til staðar er blóðstorkutruflun, bráð blóðstorkusótt (dis- seminated intravascular coagulation: DIC) eða lifrarbilun.13 Við gjöf blóðvökva er lögð áhersla á að styðjast við niðurstöður blæðingarprófa samhliða klínísku mati.13,17 Við miklar blæðingar er leitast við að halda blæðingar- prófum innan 50% hækkunar frá viðmiðunargildi.13 Blóðflögur eru oftast gefnar til að fyrirbyggja blæð- ingar þegar framleiðsla blóðflagna er skert, til dæmis við bráða blóðstorkusótt eða krabbameinslyfjameð- ferð.13,17 Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er mælt með því að halda blóðflögugildi yfir 50 þús/μL við skurðaðgerðir nema við aðgerðir á heila og mænu þar sem blóðflögum er oft haldið yfir 100 þús./μL 13,17 og á Greinin barst 5. júní 2013, samþykkt til birtingar 6. nóvember 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Má bæta notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum? Samanburður við klínískar leiðbeiningar Karl Erlingur Oddason1,2,3 læknir, Tómas Guðbjartsson2,4 læknir, Sveinn Guðmundsson2 læknir, Sigurbergur Kárason1,4 læknir, Kári Hreinsson1 læknir, Gísli H. Sigurðsson1,4 læknir Nemdatine – Lyf við Alzheimers-sjúkdómi Betri boðleiðir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A C TA V IS 3 12 13 1

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.