Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2014/100 19 Inngangur Auknar lífslíkur fólks á Vesturlöndum leiða til þess að eldra fólk er sífellt stærri hluti þeirra sem leita eftir heil- brigðisþjónustu.1,2 Eldra fólk er líklegra til að hafa marga sjúkdóma og stríða við langvinn veikindi sem leiða af sér líkamlegt og vitrænt færnitap, auk skertrar félagslegrar færni. Aukning á komum eldra fólks á bráðadeildir er umfram mannfjöldahlutfall þess og aukningin sést um víða veröld, þrátt fyrir mismunandi bráðadeildalíkön.3,4 Eldra fólk er líklegra til að hafa alvarlega sjúkdóma, að koma í sjúkrabíl og að vera innlagt í kjölfar heimsóknar á bráðadeild.5-8 Hár lífaldur tengist lengri dvöl á bráða- deild og auknum kostnaði við innlögn.1,5,9 Jafnframt er eldra fólk útsettara fyrir aukaverkunum, með hærri tíðni vangreininga, á fleiri endurkomur á bráðadeild og það verða fleiri mistök við lyfjagjafir miðað við yngra fólk með sambærilega sjúkdómsbyrði.10-13 Eftir því sem öldruðum hefur fjölgað á bráðadeildum hefur því verið haldið fram að það þurfi að endurhanna bráðadeildar- húsnæði og verkferla sem kallar á ítarlegan skilning á klínískum og sálfélagslegum þörfum eldra fólks sem sækir bráðadeildir.14-16 Helstu sjúkdómsgreiningum og heilkennum eldra fólks sem sækir á bráðadeild hefur verið lýst en lýsandi rannsóknir á færni og sálfélagslegum þáttum eru tak- markaðar. Þær rannsóknir sem til eru benda til að um fjórðungur eldra fólks hafi breytingar á vitrænni getu, einn sjötti hluti hafi hugsanleg einkenni þunglyndis og tveir þriðju hafi eitthvert færnitap.17-21 Fáar rannsóknir inngangur: Eldra fólki sem sækir bráðadeild sjúkrahúsa fer fjölgandi. Eldra fólk er að jafnaði með útbreiddar aldurstengdar breytingar í líf- færum, marga sjúkdóma og er á fjölda lyfja, auk líkamlegs og/eða vitræns færnitaps. Þjónustuþarfir þessa fólks eru oft flóknar. Markmið rannsókn- arinnar var að lýsa færni og öldrunarheilkennum eldra fólks á bráðadeild Landspítala með samanburði við bráðadeildir í 6 öðrum löndum. Efniviður og aðferð: Notuð var framskyggn lýsandi rannsókn á fólki (>75 ára) sem sótti bráðadeildir í nokkrum löndum, þar með talið á Íslandi. Skimtæki InterRAI fyrir bráðadeildir var nýtt af hjúkrunarfræðingum til að meta einstaklingana. niðurstöður: Metnir voru 202 einstaklingar á bráðadeild Landspítala í Fossvogi, þar af voru 55% konur. Einbúar voru 48% og 34% áttu fyrri komur á bráðadeild innan 90 daga. Við komu á bráðadeild voru 59% með líkamlegt eða vitrænt færnitap; 13% sýndu merki um vitræna skerðingu og 36% voru ógöngufærir án eftirlits. Ættingjar fundu fyrir álagseinkennum í 28% tilvika en 11% upplifðu yfirþyrmandi álag. Í kjölfar komu á bráðadeild lögðust 46% inn á sjúkrahús. Í samanburði við erlendu niðurstöðurnar sést að heldur fleiri af íslensku þátttakendunum bjuggu einir og álagsein- kenni ættingja voru heldur meiri (28% á móti 18%). Hlutfall innlagðra á sjúkradeild var lægra á Íslandi og fleiri fóru í endurhæfingu á Íslandi miðað við heildarhópinn. Ályktun: Öldrunarheilkenni og færnitap hrjáði meirihluta eldra fólks sem leitaði á bráðadeild. Taka þarf tillit til þessa við hönnun á bráðadeildum og þróun verkferla er lúta að þjónustu við eldra fólk svo hámarka megi skilvirkni, öryggi og gæði. ÁGRIp hafa verið gerðar á fleiri en einum stað og engin alþjóð- leg samanburðarrannsókn hefur verið birt. Þessi rannsókn tekur til eldra fólks sem sækir bráða- deildir í nokkrum löndum og er liður InterRAI í því að þróa matstæki sem lýsir þörfum og áhættu þessa hóps. Hér er lýst niðurstöðum rannsóknarinnar á Íslandi með heildarhópinn til viðmiðunar. Efniviður og aðferðir Safnað var fjölþjóðlegu, lýsandi þýði einstaklinga 75 ára og eldri sem leitaði á bráðadeild. Samtals var safnað gögnum frá 13 bráðadeildum í Ástralíu, Belgíu, Kanada, Þýskalandi, Íslandi, Indlandi og Svíþjóð. Til að ná töl- fræðilegri marktækni var það skilyrði sett að þær bráða- deildir sem tækju þátt í rannsókninni yrðu að minnsta kosti að fá 100 einstaklinga úrtak. Leitast var við að velja bráðadeildir sem væru dæmigerðar fyrir viðkomandi land. Bráðadeildirnar voru að mestu staðsettar í þéttbýli með mikinn fjölda heimsókna en fáeinar þeirra voru úr dreifbýli en með mikinn fjölda heimsókna. Rannsóknin var samþykkt af vísindasiðanefnd og Persónuvernd á Íslandi ásamt sambærilegum stofn- unum í öðrum löndum. Aflað var upplýsts samþykkis frá þátttakendum og frá ættingjum þegar það átti við. Aldursmarkið 75 ára og eldri var valið þar sem fyrri rannsóknir hafa sýnt að fólk eldra en 75 ára er í mestri hættu á að fá fylgikvilla og hljóta skaða af veikindum Greinin barst 7. september 2013, samþykkt til birtingar 17. nóvember 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Eldra fólk á bráðadeild: íslenskar niðurstöður úr fjölþjóðarannsókn InterRAI Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir1 læknir, Ólöf Guðný Geirsdóttir1 næringarfræðingur, Inga Dóra Kristjánsdóttir2 hjúkrunarfræðingur, Hjördís Jóhannesdóttir2 hjúkrunarfræðingur, Bára Benediktsdóttir2 hjúkrunarfræðingur, Bryndís Guðjónsdóttir2 hjúkrunarfræðingur, Ingibjörg Magnúsdóttir2 hjúkrunarfræðingur, Sólrún Rúnarsdóttir2 hjúkrunarfræðingur, Pálmi V. Jónsson1,3 læknir fyrir InterRAI ED rannsóknarhópinn4 1Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 2bráðadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4sjá eftirmála. Fyrirspurnir: Pálmi V. Jónsson, palmivj@landspitali.is R a n n S Ó k n Cloxabix (celecoxib) er notað til meðhöndlunar á einkennum slitgigtar, iktsýki, og hryggiktar Góður liðstyrkur til meðferðar við gigt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.