Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2014, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.01.2014, Qupperneq 20
20 LÆKNAblaðið 2014/100 sínum.22 Alvarlega veikir einstaklingar og þeir sem talið var að ekki myndu lifa 24 klukkustundir frá komu á bráðadeild voru úti- lokaðir. Úrtakið var hentugleikaúrtak og var þátttakenda aflað mest að deginum en einnig að kvöldi á tímabili sem spannaði frá tveimur vikum til tveggja mánaða, mismunandi eftir stöðum; tæpa tvo mánuði á Íslandi. Rannsóknir benda til að einstaklingar eldri en 65 ára sem sækja á bráðadeild séu líklegastir til að koma að morgni og síðdegis.3 Alls tóku 2282 manns þátt í rannsókninni, þar af 202 á Íslandi (sjá töflu I). Aðferð Formlegt mat var framkvæmt af hjúkrunarfræðingum á bráða- deild Landspítala í Fossvogi og sambærilegu fagfólki erlendis. InterRAI-matstækið fyrir bráðadeildir (InterRAI ED) var notað en það er stutt og staðlað matstæki sem er ætlað til skimunar á við- fangsefnum og til stuðnings við ákvörðunartöku um innlögn eða útskrift heim (sjá viðauka). InterRAI-tækið metur færni og getu þess sem metinn er á mörgum lykilsviðum strax við komu á bráða- deild og breytingar á þessum þáttum á síðustu þremur dögum.23 Þó að InterRAI-matstækið hafi ekki verið formlega reynt á bráða- deild fyrr, má ætla að áreiðanleiki þess sé góður, þar sem áreiðan- leiki sömu breyta í InterRAI-fjölskyldu matstækja, þar með talið á bráðasjúkrahúsi, hefur reynst ágætur.24-26 Allir matsaðilar fengu dags námskeið þar sem þeir voru þjálfaðir í notkun tækisins og farið yfir verklagsreglur rannsóknarinnar. Matið var framkvæmt á viðeigandi eyðublaði og slegið inn í rannsóknargagnagrunn. Auk hins staðlaða mats var aflað upplýsinga um vinnugreiningar, tímalengd á bráðadeild, tilvísanir á aðra þjónustu og útskrift frá bráðadeild eða sjúkrahúsi ef einstaklingur hafði verið innlagður. Tímalengd framkvæmdar matsins var skráð. Í lokin voru matsað- ilar beðnir um þeirra skoðun á því hvort þörf væri fyrir víðtækara heildrænt öldrunarmat. Eftirfylgd Öllum þátttakendum var fylgt eftir 28 daga eftir fyrra viðtal. Eftir- fylgdin var þríþætt: símleiðis til sjúklings eða nánasta ættingja, skoðun á rafrænni sjúkraskrá og könnun á dánarskrá. Á Íslandi var rafræn sjúkraskráning (Sagan) notuð til að skoða einstaklinga sem lögðust inn frá bráðadeild, þá var legutími og afdrif eftir út- skrift skráð. Einnig var aflað upplýsinga um hvort sjúklingur ætti endurkomu á bráðadeild og hver dvalarstaðurinn væri, það er á sjúkrahúsi eða á hjúkrunarheimili. Gagnavinnsla Lýsandi tölfræði var beitt. Eftir því hver dreifing var á breytu var viðeigandi tölfræðisamanburði á meðalgildum beitt fyrir samfelld gögn og Kí kvaðrat-próf var notað fyrir ósamfelld gögn, þar sem p- gildi <0,05 var talið marktækt gildi. Tölfræði var metin í SPSS-for- ritinu, útgáfu 20 (SPSS, Inc., Chicago, IL). Öll hlutföll voru reiknuð sem prósenta af öllum einstaklingum með gögn fyrir viðkomandi breytu. Niðurstöður Lýðfræðilegir þættir íslensku þátttakendanna í samanburði við heildarhópinn eru sýndir í töflu I. Metnir voru 202 einstaklingar. Einn lést innan sólarhrings, tveir á næstu 28 dögum, þannig eru komuupplýsingar skráðar fyrir 201 einstakling og eftirfylgdarupp- lýsingar fyrir 199. Að meðaltali voru þátttakendur 12,5 (±3) klukku- stundir á bráðadeild, allt frá tæpum tveimur klukkustundum og upp í tæpar 24 klukkustundir. Konur í íslenska þýðinu voru 55%, meðalaldur 83,1 ár, og 61% kvennanna bjuggu einar. Karlar voru 45%, meðalaldur þeirra 82,7 ár og 42% bjuggu einir. Margir höfðu á síðustu 90 dögum komið áður á bráðadeild (34%) og sjúkrahús (30%). Hvað 28% einstaklinganna snerti, fann nánasta fjölskylda og vinir fyrir álagseinkennum, svo sem erfiðleikum, reiði og/eða depurð, en í 11% tilvika voru aðstandendur bugaðir af veikindum einstaklingsins. Af heildarhópnum komu 7% af öðrum stofnunum en enginn af íslenska hópnum kom frá öðrum stofnunum, sem gæti skýrt að einhverju leyti mun á íslensku niðurstöðunum miðað við heildarhópinn. Af þeim matsaðilum sem svöruðu töldu 80,9% að nægilegar upplýsingar hefðu fengist með InterRAI-mælitækinu. Færni og einkenni Færni einstaklinganna fyrir og við komu á bráðadeild er lýst í töflu II. Alls voru 59% þeirra með vitræna og/eða færniskerðingu við athafnir daglegs lífs (ADL) við komu á bráðadeild. Af þeim sem voru með færniskerðingu við komu á bráðadeild voru 22% með eina færniskerðingu og 10% með skerðingu á öllum fimm þáttum hvað varðar vitræna og/eða ADL-færniskerðingu. Af þeim sem R a n n S Ó k n Tafla I. Lýsing á þátttakendum. Öll löndin N=2282 (%) Ísland n=202 (%) Land Ástralía 283 (12,4) Belgía 385 (16,9) Kanada 532 (23,3) Þýskaland 549 (24,1) Ísland 202 (8,9) Indland 98 (4,3) Svíþjóð 233 (10,2) Kyn (karlar) 939 (41,2) 90 (44,8) Aldur (meðaltal (stfr)) 83,2 (5,5) 82,7 (4,5) Býr ein(n) 922 (40,6) 96 (47,8) Nánasti aðstandandi undir álagi 378 (18,3) 46 (27,7) Fjölskyldan er buguð vegna veikinda einstaklingsins 366 (17,7) 19 (11,4) Sjúklingur kemur frá annarri stofnun 163 (7,2) 0 (0) Fjöldi koma á bráðadeild Aldrei síðustu 90 daga 1468 (64,5) 132 (65,7) Einu sinni síðustu 90 daga 518 (22,8) 47 (23,4) Tvisvar eða oftar síðustu 90 daga 290 (12,7) 22 (10,9) Fjöldi daga frá síðustu sjúkrahúslegu Aldrei síðustu 90 daga 1649 (72,5) 140 (69,6) 31-90 dagar síðan 293 (12,9) 26 (12,9) Innan síðustu 30 daga 331 (14,6) 34 (16,9) * stfr=staðalfrávik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.