Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 29

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 29
breyttum lífsstíl til frambúðar. Þyngdartap var kynnt sem árangur af að breyta lífsstíl og borða eftir „venjulegu leiðinni“ sem þjálfun svengdarvitundar leggur áherslu á. Hvorki voru þátttakendur beðnir að telja hitaeiningar né settar strangar reglur um mat heldur var áhersla á að skrá svengd og seddu. Meðferðin fór fram í 14 hóptímum og þremur einstaklingstím- um. Hverjum hóptíma var skipt upp í hópefli/spjall, fræðslu, fyrir- lögn heimavinnu og hreyfingu (mynd 2) en í einstaklingstímum voru framkvæmdar mælingar og markmið sett. Eftirfarandi mælingar voru framkvæmdar fyrir, eftir meðferð og við eftirfylgd: hæð, þyngd, blóðþrýstingur, fituhlutfall og fitu- magn. Einnig voru tekin blóðsýni og kólesteról, þríglýseríð, HDL og 25(OH)D mælt í sermi. Einkenni kvíða, þunglyndis og lífs- gæði voru mæld og tvær síðarnefndu mælingarnar ásamt þyngd mældar reglulega á meðferðartímanum. Rannsakendur bjuggu til spurningalista með lýðfræðilegum upplýsingum sem þátttakendur svöruðu í upphafi og í lok rann- sóknar voru þeir beðnir að meta meðferðina „Njóttu þess að borða“ með 9 atriða kvarða. Líkamlegar mælingar Við hæðarmælingu var notuð veggföst mælistika (Ka-We) með stöðluðum kvarða. Þátttakendur sneru baki í vegg, hælar, sitjandi og herðar snertu vegg og handleggir hafðir slakir. Hæð var skráð með 0,1 sm nákvæmni. Þátttakendur voru vigtaðir í léttum fatnaði á tölvuvog (Seca). Líkamsþyngdarstuðull (kg/m²) var reiknaður út frá hæð og þyngd. Við blóðþrýstingsmælingu var notaður kvikasilfursblóðþrýst- ingsmælir (Standby®). Notuð var viðeigandi armbandsstærð eftir mælingu á upphandlegg þátttakenda. Lesið var af mælinum með 5 mm nákvæmni en mældur var þrýstingur á báðum handleggjum og hærra gildi skráð. Fituhlutfall og fitumagn voru mæld með rafleiðnitæki (Biodyna- mics) en tækið mælir viðnám gegn leiðni rafstraums í líkama og út frá því er reiknað vatns- og fitumagn líkamans. Lífeindafræðingar frá rannsóknastofu Landspítala tóku og mældu blóðsýni. Sálfræðilegar mælingar Þunglyndis- og kvíðaeinkenni voru metin með þunglyndis- og kvíðakvörðum Becks (BDI-II, BAI). Báðir eru 21 atriða sjálfs- matskvarðar og heildarstig hvors geta verið á bilinu 0-63, þeir hafa verið þýddir og staðlaðir hér á landi og teljast áreiðanlegir og rétt- mætir.25,26 Almenn lífsgæði voru metin með margreyndum stöðluðum sjálfsmatskvarða fyrir almenna heilsu og byrði langvinnra sjúk- dóma og nefnist „Könnun á heilsufari“ SF-36v1®. Reiknuð eru meðalstig fyrir andlega (mental component summary; MCS) og lík- amlega (physical component summary; PCS) heilsu28 á bilinu 0-100 þar sem 50 stig eru talin endurspegla eðlilegt ástand, en fleiri stig vísbending um meiri lífsgæði. Innri áreiðanleiki spurninga- listans mældist góður í samanburðarrannsókn í 11 löndum.27 Upp- lýsingar um lífsgæði tengd offituvanda fengust með OP-kvarða, sem er sænskur sjálfsmatskvarði með 8 spurningum um daglegar athafnir metnar á fjögurra punkta kvarða.28 Stig eru á bilinu 0-100 og há einkunn bendir til minni lífsgæða. OP er stuttur og áreiðan- legur kvarði og talinn gagnlegur í klínískri vinnu til að skima fyrir sálfélagslegu ójafnvægi.28 Leyfi Vísindasiðanefnd veitti leyfi (VSN 10-019-S1) fyrir rannsókninni og Persónuvernd var tilkynnt um hana. Leyfi fékkst hjá framkvæmda- stjóra lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og yfirlæknum heilsugæslustöðvanna þriggja. Tölfræði Gögn voru greind með tölfræðiforritunum Excel 2010 og SPSS 19.0 (SPSS, Chicago, IL. USA). Lýsandi tölfræði var beitt og meðaltöl og staðalfrávik fundin. Dreifing var skoðuð með Kolmogorov- Smirnov prófi. Þar sem úrtak var ekki normaldreift var notast við stikalaust próf (non-parametric) (Wilcoxon) til að meta árangur námskeiðs. Til að bera saman íhlutunarhóp og samanburðarhóp voru hópmeðaltöl borin saman með stikalausu prófi (Mann-Whit- ney). Miðað var við 5% marktektarkröfu (p≤0,05). Niðurstöður Greint er frá niðurstöðum fyrir og eftir meðferð hjá hópunum A (n=9) og B (n=9), þeir eru síðan sameinaðir (A+B) og breytingar skoðaðar hjá öllum þátttakendum (N=18). Breytingar hjá hópunum bentu í sömu átt en með sameiningu þeirra náðist meiri styrkur við tölfræðilega úrvinnslu. Átján af 20 konum luku námskeiðinu og komu í 6 mánaða eftirfylgd. Sautján mættu í 12 mánaða eftirfylgd. Að lokinni eftirfylgd þurfti að útiloka barnshafandi konu og aðra sem fór í magaminnkun. Eftir stóðu 15 í lokaútreikningum og mættu 11 í loka blóðsýnatöku en 9 í blóðsýnatöku í fyrri eftirfylgd. Hóparnir voru svipaðir með tilliti til bakgrunnsbreyta (tafla I). Í hópi B voru fleiri með háskólamenntun (78%) samanborið við hóp A (33%) og færri með læknisfræðilega greiningu eða tóku lyf (37%) miðað við hóp A (67%). Ekki reyndist marktækur munur á neinum breytum hópanna í upphafi, fyrir utan einkenni þunglyndis sem voru marktækt fleiri (p=0,04) í hópi A. Líkamlegar mælingar Meðalþyngdartap þátttakenda (N=18) var 3,7 kg (p=0,001) (tafla II) og spönn -10,4 til +2 kg. Hópur A (n=9) léttist að meðaltali um 3,0 kg við meðferð (p=0,03) en samanburðarhópur um 0,5 kg (p=0,42). Hópur B (áður samanburðarhópur) léttist að meðaltali um 4,4 kg (p=0,01) við meðferð. Við eftirfylgd breyttist meðalþyngd þátttakenda (N=15) lít- ið (tafla III), sjö héldu áfram að léttast, tveir stóðu í stað og sex þyngdust. Fituhlutfall þátttakenda (N=18) lækkaði að meðaltali um 1,2% (p=0,01) og meira hjá hópi A, 1,6% (p=0,04), en hjá hópi B 0,7% (p=0,37). Fitumagnið minnkaði að meðaltali um 2,6 kg (p=0,002) (tafla II). Árangur hélst við eftirfylgd (tafla III). Að meðaltali lækkuðu efri mörk blóðþrýstings um 2mmHg (p=0,37) og neðri mörk um 3mmHg (p=0,01) hjá báðum hópum. Eftir námskeið varð LÆKNAblaðið 2014/100 29 R a n n S Ó k n

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.