Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 32

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 32
32 LÆKNAblaðið 2014/100 R a n n S Ó k n eða engin einkenni“ þunglyndis (BDI-II ≤13). Lækkun á BDI-II kvarða er í samræmi við niðurstöður hliðstæðra rannsókna.5,11,29 Niðurstöður OP-kvarða benda til að meðferðin hafi dregið úr sálfélagslegu álagi, aukið lífsgæði og styrkt sjálfsmynd og eru niðurstöðurnar í samræmi við aðrar rannsóknarniðurstöður.11 Niðurstöðurnar benda til að fleiri þættir en þyngd hafi áhrif á sál- félagslegt álag og lífsgæði hinna of feitu, en rannsóknir hafa sýnt að aukin lífsgæði haldist eftir meðferð þó þátttakendur þyngist.33 Niðurstöður á SF-36 benda til bættra almennra lífsgæða. MCS batnaði marktækt hjá hópi A+B. Þessar niðurstöður eru ekki að öllu leyti í samræmi við fyrri rannsóknir. Áhrif offitu hafa verið talin meiri á líkamlega heilsu34 og tengd undirþáttum PCS.35 Bætt lífsgæði mæld með MCS eftir meðferð gætu skýrst að hluta af slakari andlegri heilsu þátttakenda í upphafi sem batnaði á með- ferðartímanum. Við eftirfylgd 6 og 12 mánuðum eftir að meðferð lauk hélst árangur sem náðst hafði á meðferðartímanum en talið er mikilvægt að meta langtímaáhrif til að meta hvort meðferð skili raunverulegum árangri.24 Rannsóknir sýna að hætt er við að meirihluti þátttakenda þyngist á ný eftir að meðferð lýkur24 og því er helsta áskorun þeirra sem skipuleggja meðferð fyrir fólk sem flokkast með offitu að árangur meðferðar haldist. Niðurstöður rannsóknar eru jákvæð vísbending um árangur meðferðar og í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna.11, 12, 29 Það styrkir rannsóknina að nota samanburðarhóp, beita víxl- rannsóknarsniði og að hafa árs eftirfylgd. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er lítið úrtak og því erfitt að sýna fram á tölfræðilega marktækni eða yfirfæra niðurstöður á stærra þýði. Meðferðaraðilar voru þeir sömu og lögðu fyrir kvarða og því ekki hægt að útiloka þóknunaráhrif. Meðferðartíminn var einnig stuttur og erfitt að meta áhrif annarra þátta í umhverfi þátt- takenda sem hugsanlega geta haft áhrif á árangur þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur ákjósanlegt og hag- kvæmt að bjóða meðferð við offitu í heilsugæslu.1 Rannsóknir benda til þess að of þungar konur hafi áhuga á að mæta í lífs- stílsmeðferð á heilsugæslustöð36 og að heilsugæslan sé góður vett- vangur fyrir meðferð við offitu og ofþyngd.12 Niðurstöður þessar- ar rannsóknar styðja það. Hér er í fyrsta sinn lögð áhersla á þjálfun svengdarvitundar í offitumeðferð hér á landi. Það er ýmislegt fleira en þyngdartap sem hefur áhrif á bætta heilsu og líðan þátt- takenda í offitumeðferð. Það að bæði þyngdartap og bætt andleg líðan héldust í 12 mánaða eftirfylgd er sérstaklega þýðingarmikið. Með því að bjóða meðferðina „Njóttu þess að borða“ í heilsu- gæslunni má leggja lóð á vogaskálarnar til að draga úr offitu og afleiðingum hennar. Meðferðin leiddi til marktækra breytinga á þyngd, líkamsþyngdarstuðli, fituhlutfalli, fitumagni, neðri mörkum blóðþrýstings, gildi D-vítamíns, þunglyndis- og kvíða- einkennum, lífsgæðum mældum með OP og einstökum þáttum lífsgæða mældum með SF-36. Árangur hélst við 6 og 12 mánaða eftirfylgd. Meðferðin lofar góðu sem úrræði fyrir konur sem flokk- ast með offitu og hún virðist vera þátttakendum að skapi og það dregur úr líkum á brottfalli. Mikilvægt er að fylgja rannsókninni eftir með fleiri rannsóknum á árangri meðferðar fyrir stærra og fjölbreyttara þýði. Þakkir Við þökkum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem lánaði okkur húsnæði og tækjabúnað og greiddi kostnað við greiningu blóðsýna. Einnig þökkum við Reykjalundi sem lánaði okkur rafleiðnitæki til fitumælinga. B-hluti Vísindasjóðs íslenskra hjúkrunarfræðinga og Forvarnarsjóður Lýðheilsustöðvar styrktu rannsóknina.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.