Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2014, Qupperneq 40

Læknablaðið - 01.01.2014, Qupperneq 40
40 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R „Það mun hafa verið Baldur heitinn Jóns- son prófessor í íslensku sem stakk upp á mér við Örn Bjarnason snemma árs 1984,“ segir Magnús Snædal prófessor í málvísindum sem um 12 ára skeið var ritstjóri Íðorðasafns lækna, Líffæraheita, Fósturfræðiheita, Vefjafræðiheita, og Al- þjóðlegrar tölfræðiflokkunar sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála ICD-10. „Íðorðaþýðingar og nýyrðasmíð var á þeim tíma ekki neitt sérstakt hugðarefni mitt og ég held að Baldur hafi einfald- lega vitað að ég var á lausu og þess vegna stungið upp á mér í þetta starf, sem reyndist síðan töluvert meira umfangs en ég gerði mér grein fyrir í upphafi. Örn Bjarnason var þá byrjaður að undir- búa útgáfu Íðorðasafnsins og hafði farið yfir fyrstu stafkaflana í Goads Medical Dictionary og tínt út það sem honum fannst ástæða til að hafa með og sett þýðingar við ef til voru. Síðan var fundur vikulega ásamt orðanefndinni sem í voru á þeim tíma Bjarni Þjóðleifsson og Magnús Jóhannsson ásamt Erni og við fórum yfir þetta. Þannig var þetta unnið til að byrja með en síðan snerist það við þannig að ég tíndi saman það sem ég fann í öðrum heimildum og Örn fékk það og bætti við eða strikaði út eftir atvikum.“ Hófst um miðjan áttunda áratuginn Í formála að fyrsta útgefna stafkafla Íðorðasafnsins (1985) segir Örn Bjarnason fyrrverandi ritstjóri Læknablaðsins og for- maður Orðanefndar læknafélaganna svo frá aðdraganda útgáfunnar: „Fyrir tæpum áratug (1976) kom það til tals milli ritstjóra Læknablaðsins að nauðsyn bæri til að hefja útgáfu íðorða, að kynna ný orð og hugtök. Við Bjarni Þjóðleifsson tókum því þess vegna fegins hendi, þegar stjórn Læknafélags Íslands, fól okkur, að sækja þing málnefnda sér- greinafélaga og stéttarfélaga sem haldið var á vegum Íslenskrar málnefndar haust- ið 1977 og höfum við sótt þau þing, sem haldin hafa verið á tveggja ára fresti. Síðla árs 1977 var hafist handa um að kanna þann efnivið sem tiltækur var. Í upphafi var ætlunin að vinna að ein- hvers konar bættri Nomina Clinica. Frá því var fljótlega horfið og sá kostur val- inn, að vinna út frá enskum orðaforða, stafkaflanum A og svo skyldi tekinn fyrir stafkaflinn B og síðan koll af kolli. Verkið vannst að sjálfsögðu afar hægt og það var ekki fyrr en á árinu 1983, að það sást fyrir endann á þessum fyrsta áfanga. Frá formlegri stofnun orðanefndar var gengið 1983 og bættist þá í hópinn Magnús Jóhannsson og hefir skipun nefndarinnar verið óbreytt síðan. Fyrsta verk nefndar- innar var að svipast um eftir starfsmanni. Nutum við aðstoðar Baldurs Jónssonar prófessors og fékk starfsemin inni hjá Íslensku málstöðinni. Snemma árs 1984 samþykktu stjórnir LR og LÍ þá ráðagerð, að Magnús Snædal málfræðingur yrði ráð- inn til þess að ritstýra Íðorðasafni lækna.“ „Síðar bættust Eyjólfur Þ. Haraldsson, Guðjón S. Jóhannesson, Helgi Þ. Valdi- marsson og Jóhann Heiðar Jóhannsson í orðanefndina,“ segir Magnús. Læknisfræðilegt fagmál Uppruna læknisfræðiheita má í lang- flestum tilvikum rekja til grísku eða latínu að sögn Magnúsar. „Íðorðafræðin leggja áherslu á samræmi milli tungumála. Ákjósanlegast er að greið leið skilnings Vel heppnuð íðorðasmíð – rætt við Magnús Snædal um starf Orðanefndar læknafélaganna ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson ICD-10 og íðorðasöfnin sem komu út 1995 og 1996 að tilstuðlan Orðabókarsjóðs læknafélaganna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.