Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2014, Qupperneq 41

Læknablaðið - 01.01.2014, Qupperneq 41
LÆKNAblaðið 2014/100 41 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R sé á milli tungumálanna og hægt sé að treysta því að íðorðið samsvari sér á milli þeirra. Það er mikilvægt að átta sig á því að íðorðaforðinn er ekki bundinn þjóð- tungu nema að hálfu leyti, það er hvað útlitið varðar. Fagmál læknisfræðinnar er læknisfræðilegt, en ekki enskt, grískt eða latneskt. Þegar íðorðaforði er fluttur af einu tungumáli yfir á annað er reynt eins og kostur er að skipta eingöngu um útlit en innihald á helst að vera óbreytt. Stund- um er sagt að íðorðasmíð felist að miklu leyti í beinum, ef ekki hráum, þýðingum, einkum úr ensku. Þessi gagnrýni er út í hött því þetta á að vera svona að því gefnu að erlenda heitið sé viðeigandi.“ - Hver var staða læknisfræðiheita á ís- lensku á þessum tíma? „Hún var frekar bág satt að segja. Það voru til tvö orðasöfn Guðmundar Hannessonar, Læknisfræðiheiti og Líffæra- heiti. Það síðarnefnda hafði Jón Steffensen endurskoðað og gefið út aftur. Svo var til orðasafn úr líffræði og annað úr upp- eldis- og sálarfræði en lítið umfram það. Þetta var sem sé viðameira en ég gerði mér grein fyrir í upphafi. Og íðorðasmíð er í rauninni allt annars eðlis en orðasöfnun í almenna orðabók.“ Magnús vísar hér til greinar sem hann birti í Málfregnum (1992; 6: 2) þar sem hann segir eftirfarandi: „Í íðorðastarfinu er ákveðið hvert táknið á að vera og hvernig á að nota það en í almennu orðabókar- starfi þurfa menn að komast það því hver táknin eru og hvernig þau eru notuð.“ Síðar í sömu grein segir Magnús: „Fagmál eru alþjóðleg og tilheyra samfélögum sem eru öðruvísi tilkomin en málsamfélög, það er „samfélögum“ um starfsgrein eða fræðigrein.“ Íðorð eru oft samsett úr tveimur eða fleiri orðstofnum og þá kemur upp sú krafa að merkinguna megi ráða af sam- setningunni; að hið samsetta orð hafi merkinguna fólgna í sér. „Helst viljum við að orðin séu bæði stutt og auðskiljanleg en það er ekki alltaf hægt og samsettu orðin í íðorðafræðunum geta orðið bæði löng og strembin. Samsett og afleidd orð hafa oftast þann kost að orðhlutarnir vísa í eitthvað sem við þekkjum. Stundum geta þau þó verið falskir vinir og haft allt aðra merkingu sem íðorð og þá er ekki hægt að komast hjá því að læra orðin og læknis- fræðilega merkingu þeirra. Þegar rætt er um merkingu íðorða snýst umræðan ekki um íðorðið sjálft, heldur þýðingu þeirrar aðgreiningar sem gerð er í veruleikanum. Formgerðin sem íðorðaforðinn birtir á því að þjóna tæknilegum eða vísindalegum markmiðum. Þekking og skilningur á íðorðaforða krefst því alltaf þekkingar á hlutunum.” ICD-10 útgáfan er langviðamesta orða- safn yfir sjúkdóma og heilbrigðisvanda- mál sem gefið hefur verið út á íslensku til þessa. Verkið unnu auk ritstjórans Magn- úsar, Jóhann Heiðar Jóhannsson og Örn Bjarnason. Útgáfan var þrekvirki á sínum tíma og gerð samkvæmt samningi milli heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins og Orðabókarsjóðs læknafélaganna. Fram að því var að sögn Magnúsar sneitt hjá mjög sjaldgæfum sjúkdómum og læknis- fræðilegum fyrirbærum í íðorðasafninu, ekki var talin ástæða til að þýða eða finna íslensk orð yfir slíkt en við útgáfu ICD-10 „Fagmál eru alþjóðleg og tilheyra samfélögum sem eru öðruvísi tilkomin en málsamfélög,“ segir Magnús Snædal málfræðingur sem ritstýrði Íðorðasafni lækna um árabil.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.