Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2014, Qupperneq 42

Læknablaðið - 01.01.2014, Qupperneq 42
varð ekki hjá því komist. „Allt varð að komast yfir á íslensku. Íðorðasafnið var auðvitað ómetanlegt hjálpargagn við þessa vinnu,“ segir hann. Útgáfan er sérlega gagnleg fyrir þær sakir að ensku heitin standa ávallt and- spænis þeim íslensku og hún nýtist því vel þeim sem lært hafa ensku heitin eingöngu, svo sem þeim sem stundað hafa sérnám erlendis. Hið sama má einnig segja um Líffæraheitin, Fósturfræðiheitin og Vefjafræði- heitin sem komu út ári fyrr (1995). Þar eru birt samhliða íslensku þýðingunni hin al- þjóðlegu heiti auk þess sem latnesk-íslensk og íslensk-latnesk orðaskrá fylgja á eftir. Málstol upphaf orðarunu Um mikilvægi íslenskra íðorða í læknis- fræði þarf ekki að fjölyrða. Magnús tekur heilshugar undir þau orð Jóhanns Heiðars Jóhannssonar að sjálfsögð krafa sé að læknir noti íslensk læknisfræðiorð í sam- tölum við sjúklinga sína eða í fræðsluefni fyrir almenning (Læknablaðið 2013; 99: 522- 4). „Það er í rauninni tilgangurinn á bak- við þetta starf að til séu orð á íslensku yfir flestallt það sem læknar fást við í störfum sínum. Þetta á að sjálfsögðu við um annað heilbrigðisstarfsfólk líka, því ýmsar fleiri stéttir en læknar læra líffærafræði, fóstur- fræði og sjúkdómaheiti svo eitthvað sé nefnt. Hvað læknana varðar er þetta sér- lega mikilvægt þegar haft er í huga að þeir stunda sérnám víða um heim og koma til baka með sérgreinaorðaforðann þaðan og þannig getur ýmis misskilningur eða skortur á skilningi orðið til.“ Magnús segir að áhugi læknastéttar- innar á íslensku íðorðasafni hafi birst með margvíslegum hætti. „Þetta er í fyrsta lagi það sérhæft mál að áhuginn er ein- staklingsbundinn fremur en að hann fari eftir sérgreinum eða kynslóðum. Ég hef fundið áhugasama einstaklinga í öllum sérgreinum og á öllum aldri. Það voru kannski ekki mjög margir einstaklingar sem höfðu samband við okkur meðan á útgáfu Íðorðasafnsins stóð en þeir sem gáfu sig fram voru margir hverjir ágætlega öflugir. Einnig fengum við góð viðbrögð frá mörgum þegar leitað var til sérgreina- félaganna vegna útgáfu ICD-10. Síðan er allstór hópur sem lætur sér nægja að fylgj- ast með og lætur ánægju sína í ljós þegar tækifæri gefst. Einhverjir höfðu sjálfsagt efasemdir um fyrirtækið en ég varð ekki mikið var við það.“ Aðspurður um hvað honum sé minn- isstæðast frá starfinu fyrir Orðanefnd læknafélaganna segir Magnús að það sé vissulega ýmislegt en upp í hugann komi glíma við þýðingu orðsins abasia sem hafi þvælst fyrir honum lengi vel. „Þetta orð táknar missi hæfileikans til að ganga vegna bilunar í miðtaugakerfinu þótt ganglimir séu alheilir. Ekki sýndist mér auðvelt að finna orð í íslensku yfir það. Eftir heilmiklar vangaveltur skaut upp orðinu gangstol en það var hið gamla og gróna orð málstol sem vísaði veginn. En það var eins og við manninn mælt að þegar þetta var komið til þá opnuðust margar dyr þar sem hægt var að nota orðið stol með ýmsum forliðum. Þetta lýsir íðorðasmíðinni kannski ágætlega þegar orð og orðstofnar verða uppspretta heilla flokka eða kerfa með ýmsum for- og við- skeytum.“ Það er ekki úr vegi að spyrja Magnús hvort hann sé ekki með fróðari mönnum um hugtök læknisfræðinnar eftir 12 ára starf að íðorðasmíðinni. „Ég hafði nú einhvern tíma á orði við Örn Bjarnason þegar hinar ýmsu stéttir voru að bæta orðinu fræðingur í starfsheiti sitt að ég gæti kannski farið að titla mig læknisfræðing eftir þetta. En ætli ég haldi ekki áfram að vera málfræðingur þótt íðorðastarfið með læknum hafi vissulega verið skemmtilegt og fræðandi.” 42 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Öldungar á nýju ári Miðvikudaginn 8. janúar Páll Theodórsson eðlisfræðingur: Moldin geymir sögu landnáms – Íslendingabók ara fróða geymir forn minni Fyrir um fjórum áratugum sýndu um 30 kolefni-14 aldursgreiningar að búseta hófst í Kvosinni í Reykjavík skömmu eftir aldamótin 700 e. Kr. Þessum traustu niðurstöðum var og er enn hafnað af fornleifafræðingum sem telja aldurinn alltof háan. Frá síðustu aldamótum hefur mátt finna í skýrslum þeirra margar niðurstöður sem staðfesta aldursgreiningarnar. Rit fornleifafræðinga sýna þó að þeir trúa enn á tímatal Ara fróða. Utanlandsferð Utanlandsferðin í ár verður dagana 14.-22. maí til eyjunnar Manar þar sem gist verður í þrjár nætur, síðan farið til Írlands og gist eina nótt í Down Patrick, eina nótt í Limerick og þrjár nætur í Dublin. Í lokin verður tekin ferja til Wales, ekið til London og flogið heim sama dag. Fararstjóri og leiðsögumaður verður vinur okkar, Magnús Jónsson sagnfræðingur. Skráning hefst 10. janúar. Meira um það síðar. Fundir Öldungadeildar eru í Hlíðasmára 8 og hefjast kl. 16, en kaffi er reitt fram kl. 15.30. Stjórn Öldungadeildarinnar óskar svo öllum læknum og mökum þeirra árs og friðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.