Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 49

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 49
LÆKNAblaðið 2014/100 49 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R sjálfa og almennt er vilji læknastéttarinnar og lyfjafyrirtækjanna að kynningin sé meira í formi ráðgjafar en í beinni sölu- mennsku. Það er einnig í samræmi við nýlegan samning Læknafélags Íslands og Frumtaka um samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja. Í ár er Vistor aðalstyrktaraðili Lækna- daga og það ríkir gagnkvæmur skilningur á mikilvægi þess stuðnings og hvernig honum skuli háttað. Það er alveg ljóst að án stuðnings lyfjafyrirtækja væru Lækna- dagar ekki í því formi sem þeir eru, þó við reynum að sjálfsögðu að gæta aðhalds í kostnaði á öllum póstum.“ Fræðslukvöld fyrir almenning Ein nýjung er að á miðvikudagskvöldi verða Læknadagar opnaðir almenningi. Haldið verður málþing um lífsstílssjúk- dóma. Þarna gefst almenningi kostur á að fræðast af læknum og öðrum fagmönnum og vonandi mun þetta festa sig í sessi sem jákvæð kynning á störfum heilbrigðis- stétta. Á Læknadögum að þessu sinni verður einnig tekin upp skráning á hádegis- verðarfundi á vegum Fræðslustofnunar. „Síðustu ár hefur Fræðslustofnun boðið upp á hádegismat sem allir gátu fengið sér. Kostnaðurinn við það var orðinn mjög mikill og því nauðsynlegt að takmarka hann bara við þá sem hafa skráð sig á hádegisfundi. Ég vil hvetja alla sem hafa áhuga til að skrá sig tímanlega svo öruggt sé að þeir komist að.“ Spekingaglíma á sínum stað Meðal þess sem Gunnar Bjarni segir að lögð verði aukin áhersla á er að fleiri mál- þing og fyrirlestrar verða tekin upp á myndbönd þannig að þeir sem ekki eiga kost á því að sækja Læknadaga geti kynnt sér efnið á netinu síðar. „Þetta nýtist að sjálfsögðu öllum, líka þeim sem vilja rifja upp tiltekið efni og geta sótt það á netið. Þá erum við einnig með þann möguleika opinn að halda fjarfundi þar sem fyrirles- arar sem okkur þykir fengur í að hafa með okkur en eiga ekki heimangengt á þessum tíma halda fyrirlestur sinn í gegnum fjar- fundabúnað. Þetta var gert í fyrra með góðum árangri en reyndist ekki þörf á í ár. Þá má einnig nefna að sótt hefur verið um að Læknadagar 2014 veiti endurmenntun- arpunkta (CME-punkta). Við erum einnig að vinna þeirri hugmynd brautargengi að innan Læknadaganna verði styttra fræðsluþing fyrir almenna lækna á ensku. Þetta er hugmynd Örnu Guðmundsdóttur forvera míns, og gæti orðið valkostur fyrir erlenda lækna sem eru að leita sér endur- menntunar og vilja heimsækja Ísland í leiðinni. Ég býst helst við að það væri áhugi fyrir þessu á Norðurlöndum og það væri til dæmis mjög gaman ef læknar sem starfa á Grænlandi og í Færeyjum gætu komið. En þetta er allt í mótun og verður að kynna vel. Þetta ræðst að miklu leyti af fjárhagslegum forsendum og áhuga erlendra kollega okkar.“ Gunnar Bjarni segir að ekki verði skilið við dagskrá Læknadaga án þess að nefna lokahófið með sinni hefðbundnu spek- ingaglímu sem margir bíða eftir í ofvæni. „Gunnar Guðmundsson lungnalæknir tilkynnti í fyrra að hann myndi ekki stýra glímunni lengur, en maður kemur í manns stað og Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir tekur við stjórninni. Við leggjum mikla áherslu á vel sé haldið utan um þetta atriði.“ Að lokinni glímu verður svo kokdillir í boði Fræðslustofnunar. Árshátíð Læknafélags Reykjavíkur fer fram í Hörpu á laugardagskvöldið undir veislustjórn Benedikts Sveinssonar. Þar kemur sonur hans, Bergur Ebbi, einnig við sögu og ætla þeir feðgar að halda uppi fjörinu ásamt hljómsveitinni Buffi. Góða skemmtun. „Áhuginn á Læknadögum er mikill og hann fer vaxandi,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson framkvæmdastjóri Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.