Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 51
A-vítamíns á vöxt krabbameinsæxla, fyrst- ur Íslendinga í september 1944. Í Boston fékk Sigrún vinnu á fæðingardeildinni á Boston Lyingin-sjúkrahúsinu. Í millitíðinni höfðu þau eignast annan dreng og í Boston fæddist þeim stúlka. Sigrún hafði ekki lokið sérnámi í barnalækningum. Hún var undir miklu álagi og þráði að flytjast heim til Íslands með börnin. Friðgeir eygði kennslustöðu við Harvardskólann. Hvorugt þeirra átti að neinu vissu að hverfa á Íslandi og atvinnumöguleikar við þeirra hæfi þar takmarkaðir. Nú hillti undir lok heimsstyrjaldarinnar og tök Þjóðverja á Atlantshafinu dvínandi og árásarhætta kafbáta þeirra minnkandi. Þau ákváðu því að flytja heim, þrátt fyrir óvissa atvinnumöguleika. Hinn 15. októ- ber 1944 létu þau úr höfn í New York með Goðafossi í skipalest áleiðis til Skotlands. Ferðin þangað gekk áfallalaust. Þaðan sigldi síðan Goðafoss í fararbroddi lítillar skipalestar áleiðis til Íslands. Fram kom í samræðum skipverja á leiðinni að einni stúlkunni hafði verið spáð því að hún ætti eftir að lenda í alvarlegu sjóslysi en bjargast, og ungum háseta hafði verið sagt í andaglasi ári áður að hann mundi lenda í hryllilegu sjóslysi hinn 10. nóvember og var ráðlagt að hætta til sjós. Við Reykja- nes lentu skipin í óveðri og skipalestin tvístraðist. Að morgni 10. nóvember sigldi Goðafoss, sem kominn var inn á Faxaflóa, fram á enskt olíuskip úr skipalestinni sem orðið hafði fyrir tundurskeyti og stóð í björtu báli. Skipshöfn Goðafoss bjargaði 19 skipverjum, mikið sködduðum og skað- brenndum úr björgunarbátum. Sigrún og Friðgeir hlynntu að þeim eins og kostur var. Skömmu síðar hæfði annað tundur- skeyti Goðafoss og hann liðaðist í sundur og sökk á skömmum tíma úti fyrir Garð- skaga. Því sem þá skeði er vel lýst í bók- inni eftir heimildum þeirra er af komust. Illa gekk að losa björgunarbáta og hjónin lentu í sjónum ásamt börnunum. Allir reyndu að hjálpa hver öðrum og ekki síst börnunum en það tókst ekki. Hafrótið og niðursogið sem fylgdi sökkvandi skipinu hreif þau með sér í hyldýpið. Þannig drukknuðu 24, þar á meðal Sigrún og Frið- geir og börnin þeirra öll. Sú saga komst á kreik að lík bræðranna hefði rekið á fjöru haldandi í hendur. Hið rétta er að þau rak á strönd Snæfellsness í nokkurra metra fjarlægð hvort frá öðru sem má furðulegt kallast. Þeir voru þeir einu sem hafið skilaði aftur. Hin öll hvíla enn í hinni votu gröf sem þeim var búin. Margt í Ferðasögu Sigrúnar og Frið- geirs rifjar upp minningar úr eigin reynsluheimi frá því að ég var við fram- haldsnám í skurðlækningum og við rann- sóknir í Bandaríkjunum tæpum 30 árum síðar. Þá var aukin þekking á ónæmisfræði sem gerði líffæraflutninga mögulega og vonir stóðu til að hún nýttist til að lækna krabbamein og fleiri sjúkdóma. Þá var önnur styrjöld í gangi, Víetnamstríðið. Það er sennilega fyrsta styrjöld sem tapast vegna útsendinga sjónvarps, sem færði heim í stofu myndir af voðaverkum sem unnin voru af báðum aðilum. Þá var her- skylda í Bandaríkjunum og almenningur sem upphaflega var hliðhollur styrjöld- inni, áttaði sig á grimmd og tilgangsleysi stríðsins og snérist öndverður gegn því að senda syni sín á vígvöllinn.Þegar ég vann á Hermannaspítalanum í Minneapolis, kynntist ég áþreifanlega afleiðingum stríðsins á unga menn sem komu illa særðir og oft örkumla af vígvellinum. Varla getur nokkuð verið átakanlegra fyrir foreldra en að horfa á hafið hrifsa til sín börn þeirra án þess að geta rönd við reist, nema ef vera skyldi að sjá þeim mis- þyrmt eða þau drepin í stríðsátökum. Það viðgengst þó enn víða um heim, án þess að mikið sé að gert. Þegar ég flutti heim frá Bandaríkjunum með fjölskyldu og hafurtask, kusum við að fylgja búslóðinni um borð í Fjallfoss, sem var flutningaskip með klefa fyrir farþega. Þetta var ódýrara en flug og ferðin átti að verða hvíld og afslöppun eftir erfiðan tíma. Það fór þó nokkuð á annan veg. Eftir eins dags siglingu frá Norfolk mættu okk- ur borgarísjakar með Grænlandsstraumn- um og við tók niðdimm þoka og hafrót. Skipstjórinn, sem var gamalreyndur, stóð sjálfur við stjórnvölinn og stýrði skipinu milli ísjakanna í þokunni. Á meðan gátum við hjónin vart risið úr rekkju sökum sjóveiki og synirnir þrír léku lausum hala í fylgd skipsáhafnarinnar. En þá var ekkert stríð í gangi og engir kafbátar í hafdjúp- inu, aðeins höfrungar sem fylgdu skipinu. Að lokum létti þokunni og lægði. Í björtu og fögru veðri sigldum við inn Faxaflóann og heilu og höldnu í höfn í Reykjavík. Það fór ekki hjá því að árásin á Goðafoss 31 ári áður og örlög þeirra sem með honum fórust, kæmi upp í hugann. Á slíkum stundum hlýtur maður að þakka almætt- inu og minnast þess að enginn ræður sínum næturstað, hvað þá skapadægri. b Ó k a U M F J Ö l l U n LÆKNAblaðið 2014/100 51 Á góðri stund, hjónin með krakkana sína þrjá og Helga Briem, bróður Sigrúnar. Í texta við myndina segir í bókinni: „Mér þótti mjög gaman að sjá þau, og eru þau bæði einstakar mann- eskjur og eiga tvo svo sæta stráka.“ Helgi Briem í bréfi til móður sinnar, Álfheiðar Helgadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.