Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 12
140 LÆKNAblaðið 2014/100 um, eða þar sem aðstæður taka mið af því sem gengur og gerist í almennum meðferðaraðstæðum þar sem minni stjórn er höfð á utanaðkomandi þáttum og hefur því verið kallað eftir slíkum rannsóknum.16 Tvær rannsóknir voru framkvæmdar á áhrifum meðferðarinnar í klínískum aðstæðum í Bretlandi. Niðurstöður þeirra rannsókna gáfu til kynna að foreldrar og börn væru sátt við meðferðina en ár- angur var ekki allskostar sambærilegur við niðurstöður Epsteins og félaga.17,18 Lítil forrannsókn á fjölskyldumeðferð Epsteins og félaga var framkvæmd á Barnaspítala Hringsins árin 2005-2007. Sú rannsókn sýndi vænlegan árangur og var árangur mun betri en í Bretlandi. Breytingar á stöðluðum líkamsþyngdarstuðli (LÞS-SFS) í Bretlandi sýndu lækkun um 0,15-0,16 staðalfráviksstig, en niður- stöður forrannsóknarinnar sýndu lækkun um 0,32 staðalfráviks- stig.19 Þar sem úrtakið í forrannsókninni var mjög lítið, var mark- mið þessarar rannsóknar að athuga árangur með stærra úrtaki barna á Barnaspítala Hringsins, og þar sem langtímaárangur er það sem mestu máli skiptir þegar litið er til árangurs meðferðar var þátttakendum fylgt eftir í tvö ár eftir að meðferð lauk. Efniviður og aðferðir Þátttakendur Úrtakið samanstóð af 84 of feitum börnum á aldrinum 8-13 ára (46 drengir og 38 stúlkur), ásamt einu foreldri hvers barns. Offita er skilgreind sem of mikil fitusöfnun í líkamanum og tengist fitusöfn- unin tölfræðilega hærri líkum á ýmsum heilsutengdum vanda.20 Líkamsþyngdarstuðull (LÞS, Body Mass Index BMI) er oftast notað- ur til að skilgreina offitu og er hann reiknaður út frá hæð og þyngd samkvæmt formúlunni þyngd/hæð2 (kg/m2). Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir offitu meðal fullorðinna (18 ára og eldri) út frá líkamsþyngdar- stuðli 30 eða hærri.20 Meðal barna eru sérstakir staðlar fyrir aldur og kyn í samræmi við skilgreiningu á offitu samkvæmt alþjóða- teymi um offitu (International Obesity Taskforce).21 Æskilegur líkamsþyngdarstuðull barna er breytilegur eftir aldri og kyni og því er notast við staðlaðan líkamsþyngdarstuðul eða staðalfráviks- stig líkamsþyngdarstuðuls (LÞS-SFS) við greiningu á offitu barns. LÞS er þá umreiknaður í staðalfráviksstig undir normaldreifingu þar sem meðaltal er 0 og staðalfrávik er 1 og er LÞS barns þá sem samsvarar +2 staðalfráviksstigum sambærilegur við LÞS=30 hjá fullorðnum og flokkast með offitu. Þátttakendur voru valdir í rannsóknina með aðstoð skólahjúkr- unarfræðinga á höfuðborgarsvæðinu og þurftu börnin að hafa staðlaðan líkamsþyngdarstuðul (LÞS-SFS) hærri en 2,0 staðalfrá- viksstig fyrir ofan meðaltal. Náðu öll börn viðmiðum um offitu (LÞS-SFS, meðaltal=3,11 SFS, spönn=2,14–4,59). Meðalaldur barna við upphaf meðferðar var 11,0 ár (Sf=1,4, spönn=7,5-13,6). Meiri- hluti foreldra sem tóku þátt voru mæður (74/84) og var meðalaldur þeirra 40,3 ár (sf=5,4, spönn=28-54). Af þeim foreldrum sem tóku þátt voru 83,4% annaðhvort of þung eða of feit (LÞS fullorðinna ≥25) og 31% foreldra höfðu háskólamenntun en 21,4% höfðu lokið skyldunámi. Einstæðir foreldrar voru 26,2%. Frekari lýsingu á einkennandi þáttum úrtaksins er að finna í grein Þrúðar Gunn- arsdóttur og félaga.22 Leyfi fékkst frá vísindasiðanefnd fyrir rann- sókninni, leyfisnúmer: VSNb2012010028/03.7. Mælingar Veggfastur, stafrænn hæðarmælir, Ulmer stadiometer (Busse Design+Engineering GmbH, Elchingen, Þýskaland) var notaður til að mæla hæð og tölvustýrð vog frá Marel, Type C2 (Marel Reykjavík, Ísland) til að mæla þyngd barna og foreldra. LÞS (kg/ m2) var reiknaður út frá niðurstöðum hæðar- og þyngdarmælinga og miðað var við sænska vaxtarkúrfu fyrir LÞS23 svo hægt væri að finna út staðlaðan LÞS barna (LÞS-SFS) að teknu tilliti til aldurs og kyns. Hæð og þyngd var mæld fyrir og eftir meðferð og við eins og tveggja ára eftirfylgd. Mælingar voru gerðar á daglegri hreyfingu og ávaxta- og grænmetisneyslu barna og foreldra viku áður en meðferð hófst og aftur í síðustu viku meðferðar. Voru börn og foreldrar beðin um að skrá niður alla hreyfingu sem átti sér stað utan skólatíma sem varði lengur en fimm mínútur og krafðist að minnsta kosti miðlungs áreynslu. Meðaltal fyrir daglega hreyfingu var reiknað út frá samanlögðum mínútum af hreyfingu yfir alla vikuna. Til þess að meta réttmæti hreyfingarskráningar áður en meðferð hófst var reiknuð fylgni milli hreyfingar þá viku og fyrstu viku í með- ferð (r=0,39, p<0,01), sem og fylgni milli skráðrar hreyfingar fyrir meðferð og spurningar á spurningalista um þátttöku í íþróttum (r=0,25, p<0,05).22 Öll ávaxta- og grænmetisneysla þátttakenda var skráð og meðaltalsneysla á dag var reiknuð út. Réttmæti þeirrar skráningar hefur ekki verið metið. Mittismál barna var mælt með málbandi (ekki teygjanlegt) með sentimetrakvarða, fyrir og eftir meðferð. Námundað var að heilum og hálfum sentimetra. Blóðþrýstingur barna sem tóku þátt í rannsókninni var mældur fyrir og eftir meðferð með sjálfvirkum blóðþrýstingsmæli af gerð- inni Omron M6 (HEM-7001-E; Omron Healthcare lo., Ltd) og var hann skráður sem meðaltal þriggja mælinga. Fastandi blóðprufur voru framkvæmdar á hluta barnanna fyrir og eftir meðferð (sjálfvalið úrtak: öllum börnum var boðið að fara í blóðprufur og beiðni var afhent en einungis hluti þátttakenda nýtti sér boðið og fór í blóðprufurnar) þar sem mældur var blóð- hagur, CRP, ASAT, ALAT, heildarkólesteról, þríglyseríðar og fast- andi insúlín. Þrír sjálfsmatskvarðar voru fylltir út af börnum (fyrir og eftir meðferð og við eins- og tveggja ára eftirfylgd): þunglyndisein- kenni barna voru metin með Children´s Depression Inventory (CDI),24 Multidimensional Anxiety Scale for Children (MASC)25 var notaður til að meta einkenni kvíða og Piers-Harris Children´s self concept scale (PH)26 til að meta sjálfsmynd. Próffræðilegir eiginleikar CDI og MASC eru taldir ásættanlegir25,27,28 og sama niðurstaða hefur fengist á íslenskri útgáfu kvarðanna.29,30 Áreiðanleiki PH-listans er með ágætum í erlendri útgáfu listans.26 Listinn var þýddur og bak- þýddur fyrir þessa rannsókn en próffræðilegir eiginleikar listans hafa ekki verið kannaðir á Íslandi. The Social Skills Rating System (SSRS) var notaður (fyrir og eftir meðferð) til að meta félagsfærni barna en sá kvarði metur jafn- framt hegðunarvandamál og námsárangur.31 Kvarðinn er fylltur út af börnum, foreldrum og kennara barnsins. Listinn hefur góða próffræðilega eiginleika í enskri útgáfu31 en fyrir þessa rannsókn var listinn þýddur á íslensku og bakþýddur. Próffræðilegir eigin- leikar íslenskrar útgáfu hans hafa ekki verið metnir. The Beck Depression Inventory, Second Edition32 var notaður til að meta möguleg þunglyndiseinkenni hjá foreldrum fyrir og eftir R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.