Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2014/100 161 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S telja sig þess umkomna að segja prófessorum sem kennt hefðu í læknadeild, sumir hverjir jafnvel í áratugi, hvernig ætti að kenna læknanemum. Þótti mörgum sem þær athugasemdir ættu einkar vel við en hver deildarforsetinn á fætur öðrum hefur samt látið það yfir deildina ganga og stutt við breytingar af ráðum og dug! Í lok árs 1988 tók Kristján Erlendsson við starfi kennslustjóra með það sem megináherslu í starfi að ýta ofangreindum samþykktum úr vör. Að koma á breytingum Á árunum 1988 og 1989 voru tekin fyrstu skrefin til að hrinda fyrstu breytingunum í framkvæmd. Fljótlega varð ljóst að ekki var við því að búast að allar tillögur yrðu að veruleika, að minnsta kosti ekki strax. Ákveðið var að fara af stað með breytingar á preklínísku árunum en þó þannig að tryggt væri að þær breyt- ingar sem farið var af stað með myndu ekki stranda á mögulegum óumbreytanleika seinni áranna! Þannig var tekið eitt ár í einu og gekk því heildarbreytingin í gegn á 6 árum. Stúdentar gerðu at- hugasemdir við þetta fyrirkomulag og töldu að vel hefði mátt breyta til dæmis á 4. ári líka. Þegar næsta breyting var gerð árið 2000 var tekið tillit til þessa og komu þá fram athugasemdir um að breytingarnar væru alltof viðamiklar og rétt væri að byrja bara á fyrsta ári og láta breytingarnar ganga hægt í gegn. Öll eru þessi sjónarmið góð og gild og af þessu spratt gagnleg umræða. Í raun er það svo að þær breytingar sem hafa náð í gegn á kennslufyrirkomulagi í deildinni hafa gjarnan farið í gegnum langa og stranga endurskoðun og eru kannski enn í dag ekki orðnar endanlegar. Sumt hefur verið reynt með mikilli fyrirhöfn og verið svo slegið af í lokin. Jafnframt þarf að hafa í huga að rann- sóknir á fyrirbærinu læknakennsla eru erfiðar í framkvæmd og birtar niðurstöður oft óljósar og því erfitt að leggja fram skýrar tillögur um hver er besta leiðin að markinu. Skýrt dæmi um slíkt er staða „vandamiðaðs náms“ (problem based learning). Hér á eftir reifa ég stuttlega umræðu um þætti sem hafa oft ver- ið til skoðunar og sem reynt var að hrinda í framkvæmd, stundum með góðum árangri, stundum ekki. Eðlilega eru í flestum tilfell- um valdir þættir sem flestir eru sammála um að hafi orðið til bóta! Þeir eru ekki endilega taldir upp í réttri tímaröð. Lögð var áhersla á að skipuleggja kennslutíma í deildinni sem um vinnu væri að ræða; vinnudagur hefjist snemma á morgnana, alveg frá fyrstu námsárunum, og byrjað sé á fyrirlestum (undan- teking 1. ár) en verklegt nám eigi sér fremur stað eftir hádegi. Jafnframt var lögð áhersla á að jafna álagi á misseri og vikur. Þá var nám í skyldum greinum samræmt og endurtekningar í námi skipulagðar. Með þessum einföldu ráðstöfunum skapaðist svig- rúm fyrir rannsóknaverkefni á vormisseri 4. árs. Rannsóknarverkefni 4. árs (síðar 3. árs): Til að auka vísindastarf, rannsóknavirkni og gagnrýna hugsun læknanema var komið á rannsóknamisseri á 4. ári. Almennt eru menn á því að sjálfstæð rannsóknavinna nemenda með leiðsögn kennara veki nýjan áhuga og opni augu nemenda fyrir mikilvægi vísindastarfs og þátttöku í nýrri þekkingarsköpun. Þessi nýbreytni við læknadeild var hönnuð að fyrirmynd læknaskóla Yale-háskól- ans í Connecticut í Bandaríkjunum sem tók þetta upp árið 1843! BS- nefnd annaðist undirbúning námskeiðsins á fyrstu árunum undir forystu Guðmundar Þorgeirssonar. Fyrsta rannsókna misserið var haldið árið vorið 1992. Sérstök Rannsóknanámsnefnd var stofnuð til að annast framkvæmd og skipulagningu rannsóknamisseris- ins. Þar komu að málum, auk Guðmundar, Gunnar Sigurðsson sem var fyrsti formaður og svo Helga Ögmundsdóttir sem hefur verið í forystu og þróað starfsemi ráðsins frá 1997. Þá hafa kennslu- stjórarnir Ingibjörg Harðardóttir, Elín Ólafsdóttir og Gunnsteinn Haraldsson skapað festu í starfi nefndarinnar sem hefur fengið stöðugt fleiri verkefni með fjölgun meistara- og doktorsnema. Síðustu fjögur ár hefur starfað sérstök nefnd fyrir rannsóknanám læknanema og hefur Hrefna Guðmundsdóttir veitt henni forystu. Allar götur frá 1985 hefur verið vandamál að koma á farsælli kennslu/menntun í tölfræði og aðferðafræði. Hefur slíkt námskeið verið flutt fram og til baka í náminu á þessu árabili, meðal annars í tengslum við rannsóknarverkefnið. Það var ef til vill fyrst á þessu ári (2014) sem loksins hefur tekist að koma á vönduðum nám- skeiðum í líftölfræði og aðferðafræði í samvinnu við lýðheilsu- vísindamenn læknadeildar. Og spurningin vaknar: af hverju tókst þetta ekki fyrr? Vert er að nefna að kennarar læknadeildar hafa bætt þessu verkefni á sig með miklum glæsibrag; ekki hefur aðeins tekist að manna Rannsóknanámsnefndina úrvals fagmönnum, heldur hefur tekist að sjá stórum hópi læknanema (nú 48 á hverju ári) fyrir alvöru verkefnum, vinna þau og hafa yfirumsjón með rann- sóknadegi í maímánuði ár hvert, sem og að meta ritgerðir þeirra. Það er mál manna að þetta verkefni hafi verið hvati til rann- sókna nemenda og kennara og þáttur í mikilli rannsóknavirkni Landspítala og Háskóla Íslands á síðustu árum. Margir nemendur hafa haldið áfram með sín verkefni, fundið ný og hugmyndir um meistara- og doktorsverkefni hafa sprottið upp. Kennarar hafa fengið hvata til aukinnar rannsóknavirkni og fengið til liðs við sig nýja samstarfsaðila með ferska sýn og nýjar hugmyndir. Samþáttun Þar sem samþáttun var ein af helstu klisjum í skipulagningu læknanáms í upphafi þessa breytingaskeiðs (og er sums staðar enn!) var talið nauðsynlegt að koma á slíku kerfi. Helstu afbrigði samþáttunar eru lóðrétt samþáttun og lárétt samþáttun, innan árs og milli ára. Vissulega höfðu ákveðnir prófessorar gert þetta þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.