Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 28
156 LÆKNAblaðið 2014/100
S A G A L Æ K N I S F R Æ Ð I N N A R
gaf út Læknanemann frá árinu 1941 og er þar að finna gríðarlega
miklar upplýsingar um starf læknadeildar.
Nám og vinna
Víða kemur þó fram í viðtölum, frásögnum og æviminningum að
menn fara snemma að vinna við lækningar og bera meiri ábyrgð
en stallbræður þeirra og systur í öðrum löndum. Frásagnir eru
um læknanema sem eru fengnir á ferðalagi til að hjálpa konum í
barnsnauð eða aðstoða reynda héraðslækna við uppskurði.
Kannski má segja að þetta hafi verið eitt helsta einkenni lækna-
kennslu á Íslandi. Menn fara fyrr að vinna og bera meiri ábyrgð en
annars staðar og öðlast þannig reynslu og læra að taka ákvarðanir.
Íslenskir læknar hafa yfirleitt staðið sig ágætlega úti í hinum
stóra heimi. Ég hef um árabil unnið í Svíþjóð og haft mikið með
sænska lækna að gera. Það bregst ekki að flestallir sænskir læknar
hafa einhverja sögu að segja af íslenskum lækni sem þeir hafa
unnið með. Þessar sögur eru venjulega jákvæðar og fullar af að-
dáun.
Ég held að þessir íslensku læknar hafi staðið sig með slíkum
ágætum ekki vegna þess að þeir menntuðust í læknadeild Háskóla
Íslands heldur þrátt fyrir þá staðreynd.
Ólafur Ólafsson læknir staðfestir þetta: „Ef marka má af því
hvernig menn stóðu sig sem fóru utan til framhaldsnáms að loknu
námi í læknadeildinni hér heima held ég að fullyrða megi að
deildin hafi verið allgóð. Menn töluðu hins vegar mikið um það á
tímabili að hún væri slæm. Skömmu eftir að ég var orðinn land-
læknir rakst ég á grein sem birst hafði í hinu virta læknatímariti
Lancet og var síðan endurbirt í norrænu læknatímariti þar sem
gerð var úttekt á því hvernig læknar frá ýmsum þjóðum sem
tækju próf til að öðlast læknisréttindi í Bandaríkjunum stæðu sig.
Þar kom fram að þrjár þjóðir skæru sig úr, það er að segja Bretar,
Írar og Íslendingar. Yfir 90% lækna frá þessum þjóðum stæðust
prófið og var lagt til að læknum þaðan yrði sleppt við að taka
það. Sumir hörðustu gagnrýnendurnir urðu ærið langleitir við að
heyra þetta.“
Kannski má segja að stefna deildarinnar hafi verið sú að
mennta menn ágætlega á bókina í kenningum og meðferð læknis-
fræðinnar og kasta þeim svo útí lífið og vona að þeir hefðu skyn-
semi og dómgreind til að nýta sér þá menntun sem þeir höfðu
fengið. Sem betur fer hefur þetta gengið upp í langflestum til-
vikum og íslenskir læknakandídatar hafa haldið út í heim með
höfuðið fullt af læknisfræðifróðleik sem þeim hefur tekist að nýta
sér við mismunandi aðstæður.
Helstu heimildir
Pálsson S. Æfisaga Bjarna Pálssonar. Árni Bjarnarson, Akureyri 1944.
Blöndal LH, Jónsson V. Læknar á Íslandi. Fyrra bindi. Reykjavík 1970.
Jónsson JH. Læknakennsla á Íslandi. Læknaneminn 1966; 19: 42-6.
Sigurjónsson H. Læknir í blíðu og stríðu. Æviminningar Páls Gíslasonar yfirlæknis og skáta-
höfðingja. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri 2010.
Schram GG. Héraðslæknir fyrir hálfri öld: Bjarni Snæbjörnsson læknir í Hafnarfirði segir frá.
Læknar segja frá. Setberg, Reykjavík 1970.
Kolka PVG. Hálf öld. Vísindin efla alla dáð: afmæliskveðja til Háskóla Íslands 1961 / gefið
út af Bandalagi háskólamanna; [ritnefnd Kristján Eldjárn, Ólafur Bjarnason, Sigurður
Þórarinsson]. Hlaðbúð, Reykjavík 1961.
Gröndal G. Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis. Setberg, Reykjavík 1982.
Magnússon S. Endurminningar læknis. Iðunn, Reykjavík 1985.
Sæmundsson MV. Minningar barnalæknis. Lífssaga Björns Guðbrandssonar. Forlagið,
Reykjavík 1987.
Þorsteinsson E. Æviminningar Erlings Þorsteinssonar læknis. Iðunn, Reykjavík 1990.
Kristinsson VG. Ólafur landlæknir, endurminningar. Vaka-Helgafell, Reykjavík 1999.
Læknaneminn 1941-1970.
Læknablaðið 1915-
Myndin er tekin 1908 við Reykjavikurtjörn. Matthías Einarsson læknir og Ellen
Ludvika Einarsson konan hans með barnavagn á Tjarnargötunni.
Ljósmyndari: Magnús Ólafsson.
Staðfest sem 1. valkostur til viðhaldsmeðferðar. Við LLT á öllum stigum
®HEFJIÐ MEÐFERÐ MEÐ SPIRIVA (TÍÓTRÓPÍUM)
2��milljónir�sjúklingaára�
**1
��me��Spiriva
ÞAÐ Á AÐ LIFA LÍFINU
SPIRIVA: Langverkandi andkólínvirkt lyf til viðhaldsmeðferðar við LLT einu sinni á dag.
SPIRIVA TÍÓTRÓPÍUM
16%
FÆKKUN
2DAUÐSFALLA
P< 0,05
• •
• •
• •
• •
Minnkar viðvarandi
3.4.*
andnauð
Minnkar marktækt hættu
5,6,*,+á versnun LLT
Eykur marktækt lífsgæði
5,7,8,#.+
hjá LLT-sjúklingum
Eykur marktækt líkamlegt
4,9,10,#
úthald
# Upplýsingarnar sem koma fram vísa
til meðferðar með SPIRIVA 18 míkróg
®einu sinni á dag með HandiHaler
+ SPIRIVA breytti ekki skerðingarhraða
lungnastarfsemi. Aukaendapunktur
í UPLIFT sýnir að meðferðin leiðir til
meiri bóta á lungnastarfsemi saman-
borið við lyfleysu
S
p
i-
1
3
-0
1
-1
0
m
aj
2
0
1
3
Andkólínvirkt lyf með
fyrirliggjandi upplýsingar
um dauðsföll
*Ábendingin: Tíótrópíum er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð
til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT).
** Í heiminum.
Heimildir: 1. Yohannes, A.M. et al, Ten years of tiotropium: clinical impact and patient perspectives, International Journal of COPD
2013;8:117-125. 2. Samantekt á eiginleikum Spiriva innöndunardufti í hylkjum, samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku 19. júní
2012. „Lyfhrif: Í rannsókn sem stóð yfir í 4 ár sást bati á lungnastarfsemi (FEV1). Batinn hélst stöðugar öll 4 árin. Á meðferðartímanum
sást 16% minnkun hættu á dauðsfalli.“ 3. Casaburi R et al. A long-term evaluation of once-daily inhaled tiotropium in chronic obstructive
pulmonary disease. Eur Respir J 2002;19:217-224. 4. O'Donnell DE et al. Effects of tiotropium on lung hyperinflation, dyspnoea and
exercise tolerance in COPD. Eur Respir J 2004;23:832-840. 5. Tashkin DP et al; for the UPLIFT® Study Investigators. A 4-year trial of
tiotropium in chronic obstructive pulmonary disease. N Engl J Med 2008;359:1543-54. 6. Vogelmeier C et al; for the POET-COPD
Investigators. Tiotropium versus salmeterol for the prevention of exacerbations of COPD. N Engl J Med 2011;364:1093-1103. 7.
Troosters T et al; for the UPLIFT® Study Investigators. Tiotropium as a first maintenance drug in COPD: secondary analysis of the UPLIFT®
trial. Eur Respir J 2010;36:65-73. 8. Tonnel AB et al; for the TIPHON study group. Effect of tiotropium on health-related quality of life as a
primary efficacy endpoint in COPD. Int J Chron Obstruct Pulmon Dis 2008;3:301-310. 9. Casaburi R et al. Improvement in Exercise
Tolerance With the Combination of Tiotropium and Pulmonary Rehabilitation in Patients With COPD. Chest 2005;127:809-817. 10.
Maltais F et al. Improvements in Symptom-Limited Exercise Performance Over 8 h With Once-Daily Tiotropium in Patients With COPD.
Chest 2005;128:1168-1178.