Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 36
164 LÆKNAblaðið 2014/100
S A G A L Æ K N I S F R Æ Ð I N N A R
Mynd 1. Árangursdreifing og fjöldi íslenskra læknanema á nýlegu prófi.
Rammi 3. Framhaldsmenntun lækna á Íslandi (1987).
Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga til að læknadeild Háskóla Íslands geti
tekið að sér og haft yfirumsjón með menntun kandídata.
1. Takast þarf náið samstarf heilbrigðismálaráðuneytis og
menntamálaráðuneytis um framkvæmd.
2. Læknadeild skipuleggi starf kandídata þannig að það nýtist sem best
sem starfsþjálfun og viðhaldsmenntun að loknu embættisprófi.
3. Klínískt nám læknastúdenta verði nátengt postgraduate þjálfun.
4. Stefnt skal að því að ábyrgð kandídata á sjúklingum verði stóraukin undir
tryggu eftirliti sérfræðinga.
5. Breytt verði vinnutillögum á ýmsum deildum sjúkrahúsa til þess að
störf kandídata nýtist þeim til framhaldsþjálfunar. M.a. skuli kannað
hvort breyta þurfi fyrirkomulagi á bráðavöktum til að kandídötum og
stúdentum gefist tækifæri til að fylgja sjúklingum eftir um lengri tíma (auka
continuitet).
Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað nemendur hafa verið
framtakssamir og hversu vel þeim hefur gengið að skipuleggja
námskeið sín og velja sér ábyrgðarmann (handleiðara). Margir
velja verkefni tengd klínísku deildunum á Landspítala eða í
heilsugæslu. Sumir sækja hluta námskeiðsins til útlanda og verja
gjarnan um þriðjungi námstímans erlendis. Þar eru Bandaríkin,
Bretland, Noregur, Svíþjóð, Sviss og Danmörk á lista, en auk
þess Nepal, Indland, Tasmanía, Tansanía, Bahamaeyjar, Úganda,
Nýja-Sjáland, Chile, Mexíkó og Malaví. Þarna skapast sambönd
sem nemendur nýta og má segja að þeir hafi á þennan hátt valið
„Global medicine“ sem deildin myndi ekki hafa haft bolmagn til
að skipuleggja. Fjöldi þeirra sem notuðu valtímabilið undir rann-
sóknaverkefni, ýmist í framhaldi af 3. árs verkefni eða í nýrri þekk-
ingaleit, er einnig umtalsverður.
Comprehensive Clinical Science Examination (CCSE)
CCSE hefur verið haldið frá 2007. Það hefur verið talið nauðsynlegt
fyrir jafn litla deild og læknadeild HÍ að leita eftir viðurkenningu
erlendra aðila. Viðræður kennslustjóra við aðila í Bandaríkjunum
hófust þegar árið 1990, við Educational Commission for Foreign
Medical Graduates (ECFMG) og National Boards of Medical Ex-
aminers (NBME). Eftir síðustu aldamót komst skriður á málið.
Árið 2007 var nemendum á 6. ári í fyrsta sinn gert að gangast
undir bandarískt próf, CCSE, sem deildin keypti frá NBME. Prófið
veitir ekki réttindi til að stunda framhaldsnám í Bandaríkjunum
líkt og USMLE – step 2 (United States Medical Licencing Examina-
tion), en árangur á þessum prófum er hliðstæður. Prófið er nú tekið
á tölvu og hefur læknadeild aðstoðað nemendur við undirbúning
með sérstökum æfingaprófum. Frammistaða íslenskra læknanema
hefur verið með miklum ágætum í samanburði við bandaríska
kollega þeirra (mynd 1). Jafnframt fær deildin yfirlitsupplýsingar
um frammistöðu í einstökum greinum og þótt prófið miði vissu-
lega við bandarískan raunveruleika, hefur það ekki komið að sök.
Þá er í undirbúningi að leggja fyrir í fyrsta skipti samskonar próf
í grunngreinum læknisfræðinnar (Comprehensive Basic Science
Examination) á vormisseri 2014. Tekist hefur ágætt samband við
NBME og hefur stofnunin verið áhugasöm um frekara samstarf,
svo sem um þróun slíkra prófa fyrir evrópska læknaskóla.
Erlend samskipti
Erlend samskipti hafa verið mikil og víðtæk, má þar nefna samskipti
við stofnanir og samtök eins og Nordisk Federation for Medicinsk
Undervisning fram til ársins 1993, og öflun þekkingar og reynslu
til Association for Medical Education in Europe (AMEE) og World
Federation for Medical Education. Í gegnum þessi sambönd og
í gegnum persónuleg sambönd lækna sem hafa farið til bestu
staða í Bandaríkjunum og Evrópu, hafa myndast og haldist tengsl
sem hafa reynst afar verðmæt fyrir þróun læknanemakennslu á
Íslandi. Fyrirhugað er að árið 2023 verði allir læknaskólar komnir
með alþjóðlega viðurkenningu og þarf deildin brátt að fara að
undirbúa slíkt mat. Í viðræðum við ECFMG á síðasta ári kom þó
fram að þeim ráðagerðum er nú ekki beinlínis beint að skólum eins
og þeim íslenska, en það er sjálfsagt að fylgjast með og taka þátt.
Áður en að því kemur verður gerð sérstök úttekt á vegum mennta-
málaráðuneytisins, sennilega á næsta ári.
Klínísk kennsla/nám
Þróun klínískrar kennslu hefur dregið dám af breytingum sem
orðið hafa í heilbrigðisþjónustu. Lítillega voru áður nefndar breyt-
ingar í lyflæknisfræði og handlæknisfræði á 4. og 6. ári. Þar hefur
náðst mikil og góð samvinna milli Landspítala og læknadeildar,
heilsugæslunnar og Sjúkrahússins á Akureyri. Sameiginlegir
starfsmenn Landspítala og Háskóla Íslands hafa dregið vagninn,
aðlagað nám og kennslu að þeim breytingum og skorðum sem
niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur sett kennslu og háskóla-
starfi, til dæmis á Landspítala. Samstarf kennara í lyflækningum
og skurðlækningum, myndgreiningu og meinefnafræði við
endurskipulagningu náms á 4. ári hefur leitt af sér nýjar áherslur,
aukna teymisvinnu, sérstaka þemadaga og þátttöku nemenda
í kennslu. Kennsla á 5. ári, barnalækningar, kvensjúkdómar og
fæðingarhjálp, taugalæknisfræði og geðlæknisfræði, hefur ekki