Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2014/100 163 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S efnið var í upphafi á vegum Félags um forvarnarstarf læknanema – síðar Ástráður. Gert er ráð fyrir undirbúningi undir það verkefni með sérstöku námskeiði í stundaskrá. Verkefnið fór af stað árið 1999 að undirlagi Reynis Tómasar Geirssonar. Inntökupróf Inntaka í læknadeild hefur verið takmörkunum háð og oftast mjög umdeild. Frá 1982 hafði verið notast við ákveðna tölu við fjölda- takmörkun (numerus clausus). Fjöldinn sem ákveðinn var miðaði við kennslugetu klínísku deildanna, einkum barnadeilda. Í upp- hafi var numerus clausus-prófið tekið að vori eftir 1. ár en á seinni hluta níunda áratugarins færðist það fram í desember. Það var ekki óalgengt að um 200 manns sætu fyrirlestra fyrsta misserið en síðan væri 30-40 læknanemum heimilað að hefja nám á vormisseri, eftir þeim fjöldaviðmiðum sem í gildi voru hverju sinni. Það var því augljóst að mikill fjöldi góðra námsmanna eyddi löngum tíma, jafnvel árum, í það að reyna að komast í gegnum þetta nálarauga. Eftir að prófið færðist yfir í desember dró úr þessari sóun á tíma nemenda, en þó var námstími haustsins í rauninni sem fyrr ónýtur því að nemendur gátu ekki nýtt sér haustmisserið til náms annars staðar. Í kringum 1998 fór umræðan um þessa sóun af stað á nýjan leik. Skipuð var nefnd til að vinna úr því hvernig breyta mætti þessum prófum. Sú nefnd var undir forystu Stefáns B. Sigurðssonar deild- arforseta og þegar kom að framkvæmdum var Björg Þorleifsdóttir, þá lektor í lífeðlisfræði, ráðin í hlutastarf við framkvæmd og um- sjón stærri hluta prófsins (70% hluta) en Kristján Erlendsson hefur séð um skipulagningu hins hlutans (30%). Tillögur um fram- kvæmd prófsins lágu fyrir árið 2000 en framkvæmd var frestað og fyrsta inntökuprófið var ekki haldið fyrr en í júnímánuði 2003. Haft var víðtækt samstarf við skólameistara og kennara í fram- haldsskólum. Áætlunin gekk út á það að minnst 70% af prófinu yrðu byggð á námsefni framhaldsskólanna og voru námskeið tekin út úr aðalnámsskrá framhaldsskóla frá 1999 og sett í reglur læknadeildar um inntökupróf, sjá nánar; www.hi.is/laeknadeild/ inntokuprof. Prófið var sameiginlegt fyrir læknisfræði og sjúkra- þjálfun. Auk áherslu á eðlisfræði, líffræði, efnafræði, ensku og íslensku, sem og stærðfræði, sögu og félagsfræði (70% hluti), voru þrír 10% hlutar um almenna þekkingu, yrta rökfærslu og stuttar ritgerðarspurningar, þar sem nemendur ræddu siðferðileg vandamál út frá sjónarhóli ímyndaðs heilbrigðisstarfsmanns. Upp- bygging þessa prófs hefur svipað um margt til bandaríska MCAT (Medical College Admission Test) prófsins. Próf þetta hefur yfirleitt gengið mjög vel. Það að halda prófið í júní og að niðurstöður liggi þá fyrir snemma í júlímánuði, hefur gert nemendum sem ekki komast inn í deildina það haustið kleift að velja sér aðrar námsbrautir þegar að hausti. Reglum deildarinnar var aftur breytt árið 2013 í þeim tilgangi að mæta væntanlegum breytingum á aðalnámsskrá framhalds- skóla og að gera deildinni kleift að taka þátt í þróun nýs inntöku- prófs sem Námsmatsstofnun vinnur að fyrir háskólastigið. Árið 2013 þreyttu um 380 nemendur inntökuprófið. Valtímabil Árið 2007 var tekið var upp sérstakt valtímabil í læknanámi á vormisseri 6. árs. Til þess að skapa svigrúm fyrir það voru nám- skeið í skurðlæknisfræði og lyflæknisfræði, sem verið höfðu á 4. og 6. ári, sameinuð og höfð í heild sinni á 4. ári. Fyrirlestrum var fækkað um þriðjung og er svo að sjá að kunnátta nemenda í þessum greinum sé vel frambærileg þrátt fyrir þessa breytingu (sjá CCSE). Með valtímabilinu geta nemendur víkkað sjóndeildarhring sinn með því að velja sér greinar/áhugasvið sem þeir vilja kynna sér nánar. Eins ef þeim finnst eitthvað skorta á að þeir hafi kynnst nógsamlega í námi sínu í læknadeild innviðum á þrengri eða öðrum (sér)sviðum en sem þeim býðst í kjarnanámi deildarinnar. Þeir geta fylgt sérfræðingi eða fylgst með ákveðinni starfsemi, eru frjálsari við, mæta eftir samkomulagi við handleiðara eða þegar verkefni bjóðast. Þannig fá nemarnir tækifæri til að skipuleggja eigið nám, bera ábyrgð á því og aðlagast betur þeim raunveru- leika sem þeir munu starfa við í framtíðinni, bæði í framhalds- námi og til að viðhalda menntun sinni og færni að loknu sérnámi. Valnámskeiðið er ekki bundið við klíníska læknisfræði, nem- endur geta tekið þátt í rannsóknarvinnu, sótt námskeið í öðrum deildum í Háskóla Íslands eða í háskólum erlendis. Þannig ætti kandídatsárið og framhald þess að verða markvissara og unglæknar að búa að fjölþættari menntun sem fjölgar möguleikum þeirra til framhaldsnáms. Í lok valtímabils skilar handleiðari matsblaði um stúdent til deildarinnar. Námskeið þetta hefur verið undir stjórn Tómasar Guðbjarts- sonar og Gunnhildar Jóhannsdóttur skifstofustjóra en einnig hafa komið að málum Engilbert Sigurðsson og Runólfur Pálsson. Nám- skeiðið hefur þróast jafnt og þétt og er vinsælt meðal nemenda. Eyþór Örn Jónsson með krökkunum í Malaví.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0023-7213
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
938
Skráðar greinar:
Gefið út:
1915-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Undirtitill frá 59. árg. 1973: The Icelandic medical journal
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.03.2014)
https://timarit.is/issue/380262

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.03.2014)

Aðgerðir: