Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Síða 41

Læknablaðið - 01.03.2014, Síða 41
LÆKNAblaðið 2014/100 169 þjóðlegar rannsóknir á skaðsemi læknis- verka og rætt um „einföld“ dæmi um tjón sem einstakir sjúklingar verða fyrir, eins og til dæmis þegar gömul kona fær ekki frið til að deyja, eða þegar ungur maður með væg einkenni er sendur í of margar rannsóknir. Þátttakendum verður því- næst boðið að ræða hugsanlega skaðsemi af verkum sem þeir vinna sjálfir, eða aðrir læknar innan sömu sérgreinar, eða tjón af völdum annarrar starfsemi þeirra stofnana sem þátttakendur starfa við. Fjallað verður um orsakir þess tjóns sem hlýst af læknis- verkum og þátttakendur hvattir til að hug- leiða hvað þeir geti sjálfir lagt af mörkum til að draga úr slíku tjóni.“ „Þessar vinnubúðir voru betur sóttar en þær fyrrnefndu, en alls voru þátttakendur 17 talsins,“ segir Stefán. Ofgreining og ofmeðferð Ekki þurfti þó að kvarta yfir fámenni á fyrirlestri Ionu Heath er nefndist Sundr- uðum mistekst okkur, en þar var þétt setinn bekkurinn og greinilegt af viðbrögðum í salnum að efnið kom ýmsum í opna skjöldu. „Til að skýra viðfangsefni fyrirlest- ursins nánar má nefna að hún var einn af aðalfyrirlesurunum á ráðstefnunni „Að hindra ofgreiningu (Preventing overdiag- nosis)“ í Dartmouth í Bandaríkjunum 10.-12. september síðastliðinn og var Iona jafnframt meðal skipuleggjenda ráðstefn- unnar. Ráðstefnan var haldin á vegum British Medical Journal og annarra aðila sem eru uggandi yfir því að skilgreiningar sjúkdóma og áhættuþátta sjúkdóma verða sífellt víðari, með þeim afleiðingum að æ fleiri gangast undir læknismeðferð sem ekki er alltaf til góðs. Sams konar ráðstefna verður haldin í Oxford í september á þessu ári, og að þessu sinni mun Centre for Research in Evidence-Based Practice hýsa hana, og er Iona aftur meðal fyrirlesara og skipuleggjenda,“ segir Stefán Hjörleifsson. Meðal þess sem Heath benti á í fyrir- lestri sínum voru rannsóknir bandaríska barnalæknisins Barböru Starfield (1932- 2011). „Starfield sýndi fram á að banda- ríska heilbrigðiskerfið sýni lakari árangur en í samanburðarlöndum Norður-Evrópu þar sem heilsugæsluþjónusta – grunn- þjónustan – leikur mun stærra hlutverk í heilbrigðiskerfinu en í Bandaríkjunum,“ segir hún. „Niðurstöður úr yfirgripsmiklum rann- sóknum Starfield og annarra á sama sviði eru náttúrlega umdeilanlegar eins og önnur vísindi, og vissulega ögrandi. Mér vitanlega hafa hins vegar ekki verið gerðar U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R „Læknisfræðin hefur flækst inn í samfélagsleg áform um að leita tæknilegra lausna á tilvistarvanda mannsins sem felst í þeirri staðreynd að lífið er endanlegt og að öldrun, missir og dauði eru óhjá- kvæmileg endalok allra,” segir Iona Heath er var gestafyrir- lesari á Læknadögum 2014.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.