Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 16
144 LÆKNAblaðið 2014/100
hafi jákvæð áhrif á blóðþrýsting. Meiri hreyfing og neysla ávaxta
og grænmetis hjá börnum meðan á meðferð stóð og þyngdartap
hefur þannig að öllum líkindum stuðlað að lægri blóðþrýstingi
þeirra að meðferð lokinni.
Þegar niðurstöður blóðmælinga eru skoðaðar má sjá að umtals-
verður hluti þeirra barna sem komu til meðferðar var með hækk-
un á þeim blóðgildum sem könnuð voru, umfram það sem eðlilegt
telst. Rannsóknir hafa sýnt að offita spáir fyrir um hærri líkur á
sykursýki af tegund II og hjarta- og æðasjúkdómum.43 Einnig hafa
fundist tengsl milli offitu og ýmissa áhættuþátta fyrir hjarta- og
æðasjúkdómum, eins og skert insúlínnæmi og blóðfitubrenglun.44
Í þessari rannsókn voru nokkur börn með hækkað fastandi in-
súlín sem leiðir til aukinnar áhættu á að þróa með sér sykursýki af
tegund II. Umtalsverður hluti var einnig með hækkað heildarkól-
esteról sem hefur sterk tengsl við þróun hjarta- og æðasjúkdóma.44
Þótt fá börn hafi fengist í blóðmælingar fyrir og eftir meðferð
er athyglisvert að sjá að jákvæðar breytingar sjást á blóðgildum
þeirra barna sem fóru í þessar mælingar bæði fyrir og eftir með-
ferð. Þeim börnum sem eru með kólesteról og insúlín yfir viðmið-
unarmörkum fækkar um helming. Þetta eru jákvæð skilaboð um
bætt ástand barnanna en ætti auk þess að vera góður hvati fyrir
foreldra til að halda áfram á réttri braut eftir að fjölskyldumiðaðri
atferlismeðferð lýkur.
Líðan þeirra barna sem luku meðferð var betri í lok meðferðar
en við upphaf hennar samkvæmt matslistum á þunglyndi, kvíða
og sjálfsmynd. Vissulega voru þó skor á matslistum fyrir þung-
lyndis- og kvíðaeinkenni undir klínískum mörkum. Sömuleiðis
jókst félagsfærni barnanna að mati þeirri sjálfra, foreldra þeirra
og kennara. Það er sérstaklega áhugavert að sjálfsmynd barnanna
hélt áfram að styrkjast eftir að meðferð lauk við eins- og tveggja ára
eftirfylgd og má leiða líkur að því að vissir meðferðarþættir hafi
ýtt undir eða aukið færni sem varð til þess að styrkja sjálfsmynd
barnanna áfram eftir að meðferð lauk. Í klínískum úrtökum of
þungra eða of feitra barna er tíðni geðrænna vandamála hærri en
í almennum úrtökum barna sem glíma við ofþyngd eða offitu.3,35
Felst þessi munur meðal annars í hærri tíðni þunglyndis og kvíða
og jafnframt virðast of feit börn að jafnaði hafa minna sjálfstraust
en jafningjar sem eru í kjörþyngd.3 Algengt er að of þung eða of
feit börn verði fyrir stríðni og höfnun sem svo leiðir af sér verri
líðan og námsframmistöðu.22 Þetta er mikilvægt að hafa í huga
þar sem geðrænn vandi getur haft áhrif á árangur barna í offitu-
meðferð.35 Mikilvægt er því að frekari rannsóknir fari fram á því
hvernig hægt er að sníða offitumeðferð að sértækum geðrænum
vanda barna til þess að auka árangur. Í dag eru slíkar rannsóknir
skammt á veg komnar.
Vissar aðferðafræðilegar takmarkanir eru á þessarari rannsókn
og þá sérstaklega að ekki var til staðar samanburðarhópur, svo
erfitt er að meta hvort þær breytingar sem áttu sér stað séu ólíkar
þeim er ef til vill hefðu átt sér stað hjá of þungum og of feitum
börnum sem taka ekki þátt í meðferð miðaðri að þyngdarstjórn-
un. Þó má benda á, eins og áður kom fram, að í forprófun Þrúðar
Gunnarsdóttur og félaga19 var til staðar lítill samanburðarhópur
sem fylgt var eftir í eitt ár og hafði hlotið hefðbundna þjónustu á
Barnaspítala Hringsins. Ekki urðu neinar breytingar á stöðluðum
líkamsþyngdarstuðli fyrir þann hóp. Vert er að taka fram að í
þessari rannsókn var ekki notast við samanburðarhóp, þar sem
rannsakendum þótti ekki siðferðilega rétt að halda börnum frá
meðferð við offitu í þetta langan tíma, þar sem fyrri rannsóknin
á árangri meðferðarinnar hafði sýnt góðan árangur og þar var
samanburðarhópur sem fékk hefðbundna meðferð sem gerði lítið
gagn. Rannsóknir benda jafnframt til þess að börn yfir kjörþyngd
eigi það til að þyngjast yfir tíma37,38 og eru þessar niðurstöður því
hvetjandi.
Að bjóða upp á fjölskyldumiðaða atferlismeðferð Epsteins og
félaga fyrir fjölbreyttan hóp of feitra íslenskra barna virðist lofa
góðu, bæði til skemmri og lengri tíma. Að baki þessa meðferð-
arúrræðis liggja fjölmargar erlendar rannsóknir og hefur þessi
rannsóknarvinna hér á landi stuðlað að því að nú er boðið upp á
gagnreynt úrræði fyrir of feit íslensk börn. Göngudeild fyrir of feit
börn er nú starfandi við Barnaspítala Hringsins á grunni þessara
niðurstaðna þar sem þverfaglegt teymi stýrir meðferð og fylgir
eftir of feitum börnum og fjölskyldum þeirra.
Heimildir
1. Wang Y, Lobstein T. Worldwide trends in childhood
overweight and obesity. Int J Pediatr Obes 2006; 1: 11-25.
2. Brynhildur B. Breytingar á hæð og þyngd 9 ára barna í
Reykjavík 1919-1998. Óbirt MA ritgerð, Kennaraháskóli
Íslands 1999.
3. Wardle J, Cooke L. The impact of obesity on psychological
well-being. Best Pract Res Clin Endocrinol Metab 2005; 19:
421-40.
4. Puder JJ, Munsch S. Psychological correlates of childhood
obesity. Int J Obesity 2010; 34 Suppl 2: S37-43.
5. Pulgaron ER. Childhood obesity: a review of increased
risk for physical and psychological comorbidities. Clin
Therapeutics 2013; 35: A18-32.
6. Reilly JJ, Methven E, McDowell ZC, Hacking B, Alexander
D, Stewart L, et al. Health consequences of obesity. Arch
Dis Childhood 2003; 88: 748-52.
7. Sanderson WC. Why empirically supported psychological
treatments are important. Behav Modif 2003; 27: 290-9.
8. Sackett D, Richardson W, Rosenberg W, Haynes B.
Evidence-based medicine. Churchill Livingstone, London
2000.
9. Chambless DL, Hollon SD. Defining empirically suppor-
ted therapies. J Consult Clin Psychol 1998; 66: 7-18.
10. Epstein LH. Development of evidence-based treatments
for pediatric obesity. In: Kazdin AE WJ, ed., editor.
Evidence-based psychotherapies for children and adoles-
cents: Cambridge University Press; 2003.
11. Epstein LH, Paluch RA, Roemmich JN, Beecher MD.
Family-based obesity treatment, then and now: twenty-
five years of pediatric obesity treatment. Health Psychol
2007; 26: 381-91.
12. Epstein LH, Valoski A , Wing RR, McCurley J. Ten-year
follow-up of behavioral, family-based treatment for obese
children. JAMA 1990; 264: 2519-23.
13. Epstein LH, McCurley J, Wing RR, Valoski A. Five-year
follow-up of family-based behavioral treatments for
childhood obesity. J Consult Clinical Psychol 1990; 58: 661-
4.
14. Jelalian E, Saelens BE. Empirically supported treatments in
pediatric psychology: pediatric obesity. J Pediatr Psychol
1999; 24: 223-48.
15. Epstein LH, Wrotniak BH. Future directions for pediatric
obesity treatment. Obesity (Silver Spring) 2010 Feb;18
Suppl 1:S8-12.
16. Council NaMR. Clinical Practice Guidelines for the
management of overweight and obesity in adults, children
and adolescents including a guide for general practitio-
ners. Commonwealth of Australia, Canberra 2003.
17. Edwards C, Nicholls D, Croker H, Van Zyl S, Viner R,
Wardle J. Family-based behavioural treatment of obesity:
acceptability and effectiveness in the UK. Eur J Clin Nutr
2006; 60: 587-92.
18. Croker H, Viner RM, Nicholls D, Haroun D, Chadwick P,
Edwards C, et al. Family-based behavioural treatment of
childhood obesity in a UK National Health Service setting:
randomized controlled trial. Int J Obesity 2012; 36: 16-26.
19. Gunnarsdottir T, Sigurdardottir ZG, Njardvik U, Olafs-
dottir AS, Bjarnason R. A randomized-controlled pilot
study of Epstein’s family-based behavioural treatment for
childhood obesity in a clinical setting in Iceland. Nordic
Psychology 2011; 63: 6-19.
20. Obesity and overweight. WHO 2006. who.int/media-
centre/factsheets/fs311/en/. - desember 2013.
21. Cole TJ, Bellizzi MC, Flegal KM, Dietz WH. Establishing
a standard definition for child overweight and obesity
worldwide: international survey. BMJ 2000; 320: 1240-3.
R A N N S Ó K N