Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 14
142 LÆKNAblaðið 2014/100 um 20,8 mínútur á dag frá upphafi til loka meðferðar (t(60)=9,42, p<0,001). Dagleg neysla ávaxta og grænmetis jókst um tæplega einn og hálfan skammt á dag frá upphafi til loka meðferðar (t(60)=7,51, p<0,001). Blóðþrýstingur barnanna (n=60) lækkaði frá upphafi til loka meðferðar (tafla II). Á slagbilsþrýstingi (efri mörkum) má sjá meðaltalslækkun um 2,3 mm/Hg (t(59)=-2,01, p<0,05) og á hlébils- þrýstingi (neðri mörkum) var lækkunin að meðtaltali 4,1 mm/Hg (t(59)=-4,00, p<0,001). Tafla III sýnir breytingar á mælingum á andlegri líðan barna. Við meðferð lækkaði skor á þunglyndiskvarða marktækt (F(1,59)=6,67, p<0,05) og sömuleiðis skor á kvíðakvarða (F(1,57)=4,54, p<0,05) þeirra barna sem tóku þátt. Þessum breytingum var viðhaldið við eins og tveggja ára eftirfylgd. Sjálfsmynd barnanna styrktist frá upphafi meðferðar til loka hennar (F(1,59)=19,2, p<0,001) og hélt áfram að styrkjast við eins- (F(1,59)=6,43, p<0,05) og tveggja ára (F(1,59)=7,6, p<0,01) eftirfylgd. Félagsfærni varð betri frá upp- hafi meðferðar til loka hennar samkvæmt mati barnanna sjálfra (t(60)=2,68, p<0,01), foreldra þeirra (t(60)=2,32, p<0,05) og kennara (t(52)=2,4, p<0,05). Við meðferð dró úr þunglyndiseinkennum for- eldra (F(1,60)=12,93, p<0,01) og þeim breytingum var viðhaldið við eins- og tveggja ára eftirfylgd (p>0,05). Umræða Markmið þessarar rannsóknar var að kanna langtímaárangur af fjölskyldumeðferð Epsteins og félaga í klínískum aðstæðum á Ís- landi. Niðurstöður sýndu marktækan mun á stöðluðum líkams- þyngdarstuðli barna fyrir og eftir meðferð og var þeim árangri viðhaldið við eins og tveggja ára eftirfylgd. Í forrannsókn Þrúðar og félaga19 á þessari sömu meðferð fengust sambærilegar niður- stöður með tilliti til lækkunar á stöðluðum líkamsþyngdarstuðli barna á meðan á meðferð stóð. Þar sýndu niðurstöður lækkun á stöðluðum líkamsþyngdarstuðli barna frá upphafi til loka með- ferðar upp á 0,32 staðalfráviksstig þar sem þeirri lækkun var við- haldið til þriggja mánaða. Í þessari rannsókn var lækkunin 0,39 staðalfráviksstig og var henni viðhaldið til tveggja ára sem gefur til kynna góð langtíma meðferðaráhrif í átt að því sem fram hefur komið í rannsóknum Epsteins og félaga.12,13 Í fyrri rannsókninni var samanburðarhópur sem fékk hefðbundna meðferð á Barna- spítalanum eða viðtöl við næringarfræðing og sérfræðing í efna- skiptasjúkdómum barna. Engin lækkun varð á stöðluðum líkams- þyngdarstuðli barna í samanburðarhópi í þeirri rannsókn, sem er í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt að staðlaður líkamsþyngdarstuðull barna lækkar sjaldnast og hækkar heldur án virkrar meðferðar.37,38 Niðurstöður þessarar rannsóknar, og þá sérlega sú niðurstaða að lækkun á líkamsþyngdarstuðli barna við- hélst tveimur árum eftir að meðferð lauk, renna því enn frekari stoðum undir gagnsemi meðferðar Epsteins í klínískum aðstæð- um á Íslandi. Í meðferðinni lækkaði líkamsþyngdarstuðull foreldra frá upp- hafi til loka meðferðar. Meðferð bar því ekki einungis árangur fyrir börnin heldur einnig fyrir foreldra. Niðurstöður úr eftirfylgd benda þó til þess að foreldrum hafi ekki gengið nægilega vel að viðhalda þeim árangri, þar sem þeir þyngdust aftur að meðferð lokinni. Algengt er að fullorðnum einstaklingum gangi erfiðlega að viðhalda þyngdartapi14 og því koma þessar niðurstöður ekki á óvart. Þessar niðurstöður færa þó sterk rök fyrir því að boðið sé upp á offitumeðferð fyrir börn, sérstaklega í ljósi þess hversu góður árangur kom fram við eftirfylgd í þessari rannsókn. Börn eru að tileinka sér venjur sem tengjast mataræði og hreyfingu á meðan fullorðið fólk hefur oft á tíðum fastmótaðri venjur sem erfiðara getur verið að breyta.16 Breytingar á LÞS-SFS sem áttu sér stað í þessari rannsókn (∆LÞS- SFS=0,39) voru meiri en í þeim rannsóknum sem framkvæmdar voru í Bretlandi.17,18 Niðurstöður bresku rannsóknanna sýndu að LÞS-SFS barna lækkaði að meðaltali um 0,15-0,16 staðalfráviksstig. Sömuleiðis var árangur meiri en í forrannsókn hér á Íslandi19 en þar varð lækkun sem nam 0,32 staðalfráviksstigum. Árangur var þó minni en í upprunalegum rannsóknum Epsteins og félaga11 í Bandaríkjunum, en í þeim rannsóknum hefur hátt hlutfall barna náð að lækka LÞS-SFS um 0,50 staðalfráviksstig. Nokkrar ástæður gætu verið fyrir þessum mismun á árangri meðferðar. Ein af ástæðunum gæti verið menningarmunur og að útilokunarskilyrði fyrir þátttöku eru stífari í upprunalegu rannsóknunum. Í öðru lagi höfðu meðferðaraðilar og starfsfólk í upprunalegu rannsókn- unum hlotið mikla þjálfun í veita þessa meðferð og höfðu sömu- leiðis mikla reynslu af því og því geta meðferðarheilindi (treatment integrity) við notkun meðferðarefnis Epsteins og félaga haft áhrif á alhæfingargildi frá tilraunastofunni til klínískra aðstæðna þar sem þjálfun starfsfólks var minni í notkun þessa meðferðarúrræð- Tafla I. Lýsandi tölfræði við upphaf meðferðar fyrir foreldra og börn sem tóku þátt í rannsókninni. Heildarfjöldi (n=84), hlutfall (%) Meðaltal ± staðalfrávik börn Stúlkur (n=38) 45,2 Drengir (n=46) 54,8 Aldur (ár) 10,6 ± 1,4 Þyngd (kg) 66,1 ± 12,8 Hæð (cm) 151,1 ± 10,0 Staðlaður LÞS 3,1 ± 0,5 Kólesteról (n=53)* 24,5 Þríglýseríð (n=53)* 18,9 Insúlín (n=68)* 20,6 ASAT (n=73)* 8,2 ALAT (n=74)* 12,2 Foreldrar Konur (n=74) 88,1 Karlar (n=10) 11,9 Aldur 40,3 ± 5,4 LÞS flokkun Kjörþyngd (n=14) 16,7 Yfirþyngd (n=25) 29,8 Offita (n=45) 53,6 Menntun Grunnskólamenntun (n=18) 21,4 Iðnmenntun (n=40) 47,6 Háskólamenntun (n=26) 31 Einstæðir foreldrar (n=22) 26,2 *Hlutfall barna yfir viðmiðunargildum (viðmiðunargildi: s-Kólesteról ≥5,0; s-Þríglýseríðar ≥1,6; s-Insúlín ≥23; s-ASAT og s-ALAT ≥40). LÞS= Líkamsþyngdarstuðull. R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.