Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 56

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 56
184 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Frá og með 1. janúar 2014 býðst öllum konum á aldrinum frá 23 ára til 65 ára leg- hálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti. Áður var leitað á aldrinum frá 20 ára til 69 ára á tveggja ára fresti. Þessar breytingar og fleira hefur læknunum Kristjáni Sig- urðssyni og Reyni Tómasi Geirssyni orðið tilefni til greinarskrifa í febrúarhefti Læknablaðsins. Tilgangur þessarar greinar er ekki að standa í ritdeilu um skoðanir greinarhöfunda heldur að varpa ljósi á þær faglegu forsendur sem liggja að baki breytingum á leghálskabbameinsleitinni. 1. Flestir fræðimenn eru sammála um að skimun fyrir krabbameini hjá ein- kennalausum einstaklingum sé flókin og leggja áherslu á að leita verði jafn- vægis milli þess að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða. Fræðimenn eru sammála um að það sé óraunhæft að skimun geti komið í veg fyrir öll krabbamein. 2. Frumubreytingar og leghálskrabba- mein orsakast af HPV-sýkingum sem smitast við kynlíf. Um 80-90% HPV- sýkinga eru meinlausar og ganga til baka á einu til tveimur árum. Ef leit hefst of snemma og/eða er of þétt er konum ekki gefinn kostur á að losna við HPV-sýkinguna af sjálfsdáðum. Það getur valdið ofgreiningum og oflækningum. Um 10% HPV-sýkinga geta orðið viðvarandi og eru konur með viðvarandi há-áhættu HPV- sýkingu í mestri hættu á að fá legháls- krabbamein. 3. Algengi og aldursdreifing HPV (Hum- an Papilloma Virus), sem veldur frumu- breytingum og leghálskrabbameini, er með svipuðum hætti hér á landi eins og í nágrannalöndunum. Þessi staðreynd sýnir að engin fagleg rök eru fyrir því að aldursmörk og millibil leitar eigi að vera með öðrum hætti hér á landi en erlendis. 4. Harald zur Hausen uppgötvaði tengsl HPV og leghálskrabbameins árið 1984 og hlaut Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði árið 2008. Núverandi skipulag leitarinnar hér á landi var nánast óbreytt frá 1988. Síðan hefur mikil þróun átt sér stað varðandi þekkingu á sjúkdómsgangi leghálskrabbameins. Breytingarnar nú eru fyrst og fremst gerðar með hliðsjón af þessu. 5. Leitarleiðbeiningum var nýlega breytt í Bandaríkjunum en þar hófst leit við 20 ára aldur og var árlega en hefst nú við 21 árs aldur og er á þriggja ára fresti. Á Norðurlöndunum hefst leit við 23 ára eða 25 ára aldur. Í Englandi var leitaraldur hækkaður úr 20 ára í 25 ára 2003 og sama var gert í Wales síðast- liðið haust og verður gert í Skotlandi um næstu áramót. Vegna aukinnar þekkingar á leghálskrabbameini hafa nágrannalöndin öll verið að hækka aldurinn þegar leit hefst og öll leita þau á þriggja ára fresti að minnsta kosti til 50 ára aldurs. Hvergi í ná- grannalöndunum hefst leit við 20 ára aldur, hvergi er millibil leitar tvö ár og hvergi er millibil leitar lengra en þrjú ár fyrir 50 ára aldur. Meðalaldur við greiningu leghálskrabbameins er 45 ár hér á landi. 6. Nánast undantekningarlaust er leit hætt við 65 ára aldur á Vesturlöndum. Á 48 ára tímabili, 1964-2012, greindust 40 konur með leghálskrabbamein á aldrinum 66 ára til 69 ára. Ein þeirra hafði mætt reglulega í leghálskrabba- meinsleit. 7. Engar breytingar voru nú gerðar hér á landi á leghálskrabbameinsleit hjá konum sem eru í eftirliti vegna for- stigsbreytinga eða fyrri aðgerða. 8. Breytingar á leghálskrabbameins- leitinni um síðustu áramót voru bornar undir sérfræðinga í illkynja kven- sjúkdómum á Landspítala. Þær voru kynntar á samráðsfundi Leitarstöðvar- innar og Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna 27. nóvember 2013 og að honum loknum ríkti ein- hugur um þær. Hvorugur greinarhöf- unda var viðstaddur fundinn. 9. Breytingarnar voru samþykktar af Velferðarráðuneytinu og Sjúkratrygg- ingum Íslands að fenginni umsögn Embættis landlæknis og studdar af stjórn Krabbameinsfélags Íslands. 10. Í fjöldamörg ár hefur aðeins verið um 50% mæting í aldurshópnum 20-24 ára en það hefur ekki leitt til aukningar á fjölda krabbameina hjá konum undir 23 ára. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinskránni greindust þrjá konur yngri en 23 ára með legháls- krabbamein á tímabilinu frá 1964 til 2012. 11. Tíðni leghálskrabbameins er lág hjá konum yngri en 24 ára eða um 1/24.000. Þetta rennir enn frekari stoð- um undir þau faglegu rök að ekki sé rétt að hefja leit að leghálskrabbameini fyrir 23 ára aldur og þar með sé fylgt því sem gert er á Vesturlöndum, að Bandaríkjunum undanskildum. 12. Samhæfing á leit að brjóstakrabba- meini og leghálskrabbameini, eins og greinarhöfundar leggja mikla áherslu á, virðist ekki styðjast við nein fagleg rök og er hvergi skipulögð þannig. Krabbameinsleit verður að byggjast á faglegum forsendum miðað við bestu þekkingu á hverjum tíma. 13. Það er samdóma álit stjórnar Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdóma- lækna (FíFK) að ekki sé ástæða til að gera grindarþreifingu við skimun fyrir Er meira betra? Um breytt skipulag leghálskrabbameinsleitar kristján Oddsson yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins ko@krabb.is

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.