Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 42
170 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R rannsóknir sem hrekja þessar niðurstöð- ur,” segir Stefán Hjörleifsson aðspurður um þetta efni. Skýringuna segir Heath felast í flóknu samspili allra þátta heilbrigðis- og læknis- þjónustu sem hneigist æ meir til ofgrein- ingar eftir því sem sérþekkingu, tækni og lyfjaþróun fleygir fram. Um þetta hafa fleiri fjallað frá ýmsum sjónarhornum og í málflutningi sínum vísar Heath til fjöl- margra er lagt hafa lóð á þessar vogarskál- ar. „Það er viðurkennd staðreynd að allt að 60% líkamlegrar vanlíðunar skjólstæðinga heimilislækna eiga sér félagslegar orsakir sem ráða má bót á með öðrum aðferðum en lyfjum eða tilvísun til sérfræðings. Það dregur alls ekki úr alvöru vandans en kallar á aðrar lausnir,” segir Heath. Þurfum að hugsa öðruvísi Í grein sinni í BMJ frá 25. október 2013 segir Heath meðal annars: „Hagsmunaflækjur og fjárhagslegar kröfur mynda flókinn alltumlykjandi vef um nútímalæknisfræði og valda því að of- greining og ofmeðferð hafa orðið æ tíðari og eru nú orðinn óaðskiljanlegur hluti af heilbrigðiskerfum landa um allan heim. Þau hafa mettað og mengað lyfja- og lækn- ingatækjaiðnaðinn, læknisfræðilegar rann- sóknir og regluverk, klínískar aðferðir, greiðslukerfi, samsetningu leiðbeininga, og opinber heilbrigðiskerfi. Þau eru orsök ótrúlega mikillar sóunar og skaða.“ Síðar í sömu grein segir hún: „Aðaldrifkraftur þessarar þróunar er lækningatækjaiðnaðurinn sem gerir fagfólki heilbrigðisstétta kleift að rann- saka æ nákvæmar og mæla og setja tölur á síaukið magn líffræðilegra breyta. Þessar breytur dreifast nær ávallt á beina línu þar sem á ákveðnum punkti í aðra áttina er sett viðmið um sjúkleg einkenni sem samsvara einkennum og þjáningu sem má bæta eða lækna með læknisfræðilegri meðferð. Gott og vel. Vandinn er sá að eitrað samspil hagsmuna og góðra áforma valda stöðugum þrýstingi að færa viðmið um sjúklegt ástand lengra eftir línunni inn á svæðið sem fram að því hefur verið talið heilbrigt.“ Og í niðurlagi sömu greinar: „Með því að víkka skilgreiningu þess sem talið er sjúklegt stækkar að sama skapi markaður fyrir lyf og önnur inn- grip og eykur því möguleika á söluhagn- aði. Þetta hefur einnig áhrif á tölfræði ákveðinna sjúkdómsgreininga og veldur því að æ fleiri sem eru í raun heilbrigðir falla undir skilgreininguna og lækka þar með dánartíðni af völdum viðkomandi sjúkdóms. Fyrir stjórnmálamenn og aðra sem móta heilbrigðisstefnu er erfitt að standast þessa freistingu og hampa síðan jákvæðum tölum um lækkun dánartíðni af til dæmis háþrýstingi, sykursýki og brjóstakrabbameini. Þessi blekkingaleikur hefur að sjálfsögðu engin áhrif á bata- líkur þeirra sem eru raunverulega haldnir þessum sjúkdómum.“ Heath segir einu varnartæki okkar fólgin í ströngum siðareglum og ábyrgum stjórnmálum. „Þráin eftir að lifa sem lengst veldur því að æ fleira fólk er stimplað veikt,“ segir hún og viðurkennir að í þessu felist ákveðin mótsögn en skýrir hana á eftirfarandi hátt: „Læknisfræðin hefur flækst inn í sam- félagsleg áform um að leita tæknilegra lausna á tilvistarvanda mannsins sem felst í þeirri staðreynd að lífið er endanlegt og að öldrun, missir og dauði eru óhjá- kvæmileg endalok allra. Eina lausn þess- ara djúpu, tilvistarlegu áskorana felst í því að hafa hugrekki til að takast á við þær og hafa æðruleysi til að sætta sig við takmörk lífsins. Við þurfum að hugsa öðruvísi.“ Einstaklingurinn má ekki glatast Í fyrirlestrinum vitnaði Heath í bókmennt- ir og heimspeki máli sínu til stuðnings og sannarlega eru nokkrir jöfrar þeirra greina úr hópi lækna. Nægir að nefna Anton Tsékof og William Carlos Williams. Með því að beita skáldskap og heim- speki til að færa rök fyrir sjónarmiðum sínum minnir Heath á mikilvæg söguleg tengsl læknisfræði við siðfræði og heim- speki og að þeim tengslum megi ekki fórna á altari tækninnar. Í hnotskurn fjallar hún um mikilvægi þess að virða hvern einstakling og gera sér grein fyrir sérstöðu hans, sjálfstæði til ákvarðana og ólíkra persónulegra að- stæðna. „Í skáldsögunni 1984 fjallaði Georg Orwell um hættuna sem stafar af því þegar hugurinn hefur losað sig undan persónulegum aðstæðum, hlutum og sögu. Mælingarnar sem nútímalæknis- fræði byggist á: blóðþrýstingur, kólesteról, beinþéttni, líkamþyngdarstuðull, PHQ9 þunglyndiskvarði, svo fátt eitt sé nefnt, eru öll talin hafin yfir persónulegar kringum- Í fyrirlestri sínum vitnaði Iona Heath í bókmenntir og heimspeki og hér hefur hún brugðið upp mynd af írska ljóð- og leikskáldinu J.M. Synge.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.