Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 40
168 LÆKNAblaðið 2014/100
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Breski heimilislæknirinn og fyrir-
lesarinn Iona Heath var gestur á
Læknadögum og fjallaði þar um hlutverk
læknisins og þróun læknisfræðinnar frá
ýmsum sjónarhornum. Í hádegisfyrir-
lestri sínum, Sundruðum mistekst okkur,
lagði hún áherslu á mikilvægi þess að
heimilislæknar og sérfræðingar í öðrum
greinum læknisfræðinnar héldu við
góðum tengslum svo ekki myndaðist gjá
þeirra á milli, sem erfitt gæti reynst að
brúa.
Iona Heath hefur gagnrýnt tæpitungulaust
þá víxlþróun sem hún segir hafa átt sér
stað milli heilbrigðisþjónustu, lækninga-
tækjaframleiðenda og lyfjaiðnaðarins.
Heath skrifar reglulega greinar um sið-
fræði læknisfræði í British Medical Journal
og þann 25. október síðastliðinn birti hún
beinskeytta grein undir fyrirsögninni:
Ofgreining: Þegar góð áform og hagsmunir
mætast. Efni þeirrar greinar og inntak
fyrirlestrar hennar á Læknadögum er
nefndist Sundruðum mistekst okkur (Divided
we fail) var um margt samhljóma og er
eftirfarandi texti samantekt úr þrennu:
greinum hennar, fyrirlestri á Lækna-
dögum og samtali sem blaðamaður átti við
Heath að loknum fyrirlestrinum. Þá ræddi
blaðamaður við Stefán Hjörleifsson heim-
ilislækni og dósent í heimilislækningum
við háskólann í Björgvin, sem skipulagði
málþing og tvennar vinnubúðir með Ionu
Heath á Læknadögunum.
Iona Heath var heimilislæknir í Kentish
Town í London frá 1975-2010. Hún sat í
stjórn Royal College of General Practitio-
ners 1989-2009 og var formaður siðanefnd-
ar sömu stofnunar frá 1998 til 2004 og
formaður alþjóðlegrar siðanefndar lækna
2006-2009. Hún hefur setið í framkvæmda-
stjórn Wonca-samtakanna frá 1997. Hún
var forseti Royal College of General Practi-
tioners frá 2009 til 2012. Hún hefur verið
mikilvirkur höfundur greina um siðfræði
læknisfræði og bók hennar Matters of Life
and Death kom út 2007.
Vinnubúðir um heimilislækningar og
skaðsemi læknisverka
Stefán Hjörleifsson þekkir vel til starfa
Ionu Heath og segir hana eftirsóttan
fyrirlesara á ráðstefnum norrænna heim-
ilislækna. „Hún hefur ítrekað greint
frá því að styrk staða heimilislækninga
á Norðurlöndum kallist á við þá hug-
myndafræði sem lögð var til grundvallar
er hin opinbera heilbrigðisþjónusta Breta
(NHS) var mótuð á eftirstríðsárunum. Þar
var frá upphafi lögð megináhersla á þá
verkaskiptingu að heimilislæknar sinni
þörfum almennings fyrir heilbrigðis-
þjónustu að sem mestu leyti, en að aðrir
sérfræðingar tækju aðeins við sjúklingum
vegna sjaldgæfra sjúkdóma eða þegar þörf
væri fyrir rannsóknir og aðgerðir sem
heimilislæknar væru ófærir um að sinna.
Þessi verkaskipting er enn í hávegum
höfð á Norðurlöndum að Íslandi frátöldu,
og Iona Heath er meðal þeirra sem hvetja
til þess að svo megi enn verða þrátt fyrir
áhrif tæknivæðingar, sérhæfingar og
einkavæðingar.“
Í vinnubúðum um heimilislækningar
var markmiðið svohljóðandi: „Heim-
ilislæknir sem þekkir sjúklinga sína vel
getur brúað bilið milli tækni og tilvistar.
Hann hefur einstakt færi á að veita þeim
leiðsögn sem haldnir eru veikindum eða
óttast að verða fyrir sjúkdómum. Hann
getur tryggt markvissa notkun tæknilegra
úrræða, hlúð að heilbrigði einstaklingsins
án þess að hræðsla við dauðann nái yfir-
höndinni, og komið í veg fyrir óeðlilega
sjúkdómsvæðingu. Markmið vinnubúð-
anna er að efla trú íslenskra heimilis-
lækna á mikilvægi þessarar leiðsagnar.
Rædd verða dæmi úr reynslu þátttakenda
sjálfra og þau greind í ljósi bókmennta og
mismunandi kenninga um markmið og
aðferðir í lækningum. Að endingu verður
hugað að því hvaða ályktanir má draga af
þeirri reynslu sem heimilislæknir öðlast af
nánum kynnum við sjúklinga sína varð-
andi stefnumótun í heilbrigðismálum.“
„Vinnubúðir okkar Ionu um heim-
ilislækningar voru satt best að segja illa
sóttar. Þar voru alls sjö eða átta þátttak-
endur, og þar af ekki nema tveir eða þrír
unglæknar starfandi í heimilislækningum
og á leið í sérnám,“ segir Stefán.
Þórarinn Ingólfsson formaður Félags
íslenskra heimilislækna segir að eftir á
að hyggja hafi vinnubúðirnar sennilega
ekki verið nægjanlega vel kynntar af hálfu
félagsins. „Ég bjóst við fullri skráningu
á báðar vinnubúðirnar og verður það að
teljast vanmat hjá okkur sem að þessu
stóðum. Það var þörf á meiri kynningu.“
Stefán bætir því við að hann óttist að
dræm þátttaka heimilislækna sé afleiðing
af því að heimilislæknar hafi takmarkaða
trú á því að unnt sé að hefja sérgreinina til
meiri virðingar.
Viðfangsefni vinnubúðanna um skað-
semi læknisverka var svohljóðandi:
„Aukaverkanir læknisverka geta valdið
tjóni, leynt og ljóst. Þótt fæstir leiði ef til
vill að því hugann í amstri hversdagsins,
hefur saga læknisfræðinnar í gær og fyrra-
dag að geyma fjöldamörg dæmi um að
viðteknum aðferðum við lækningar hafi
verið varpað fyrir róða þegar skaðlegar
afleiðingar þeirra urðu mönnum ljósar.
En hvaða tjóni skyldi sú læknisfræði sem
réttast þykir að stunda í dag geta valdið?
Í vinnubúðunum verður fjallað um al-
„Ofgreining og ofmeðferð æ tíðari“
– segir Iona Heath og telur ástæðuna fólgna í flóknu
samspili allra þátta heilbrigðis- og læknisþjónustu
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R