Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 54
182 LÆKNAblaðið 2014/100 í þessum bransa tónlistarinnar?“ spyr Elín Edda blaðamann og svari nú hver fyrir sig. Tók próf í sendiráðinu í parís Hún segir að þó hún hafi alltaf vitað að Björk væri fræg, hafi hún ekki gert sér grein fyrir hversu stórt nafn hún raun- verulega er í hinum alþjóðlega tónlistar- heimi. „Björk er frábær tónlistarmaður og hún er í rauninni miklu stærra nafn í tónlistar- heiminum en ég held að fólk hér heima geri sér grein fyrir. Það er alveg sama hvar í veröldinni maður er, allir þekkja Björk, tónleikarnir seljast upp og hún er dáð af þeim sem koma að sjá hana.“ Kostirnir við skipulag tónleikaferða Bjarkar segir Elín Edda vera að hún haldi yfirleitt nokkra tónleika á sama stað. Námið í læknisfræðinni hafði í rauninni alltaf forgang en með góðu skipulagi, aga og sveigjanleika tókst læknanemunum tveimur að klára sig af hvorutveggja. „Biophiliu-verkefnið er þannig upp- byggt að Björk þróar það stöðugt, hún skipuleggur tónleikaferðir sínar þannig að hún heldur nokkra svokallaða „residency“ tónleika á sama stað, svo við fengum oft tækifæri til að skoða okkur um, því stundum voru nokkrir dagar á milli tón- leikanna. Við gátum því farið í alls konar útsýnisferðir og maður kynntist borgun- um ágætlega. Annar kostur við þetta var að ég gat stundað námið mitt samhliða, með því að lesa á daginn. Í febrúar 2013 var tónleikaröð í París en á sama tíma vorum við í mjög stórum kúrsum á þriðja árinu í meinafræði og lyfjafræði. Ég gat samt ekki hugsað mér að sleppa þessari ferð og þetta endaði þannig að við Begga fórum báðar út og fengum leyfi til að taka meinafræðiprófið í íslenska sendiráðinu í París. Þetta var mjög undar- legur tími, þar sem maður las á daginn og söng á tónleikum á kvöldin. Kvöldið fyrir prófið vorum við að syngja á tónleikum í sirkustjaldi á eyju í París. Þetta var mjög sérstök upplifun og frábært að Háskólinn veiti þetta svigrúm. Daginn eftir prófið byrjaði svo annar kúrs og við komum ekki heim fyrr en daginn fyrir prófið í honum, en þetta gekk allt saman upp með því að nýta tímann vel.“ En við erum ekki alveg komin á leiðar- enda ennþá því í maí - júní 2013 efndi Björk til tónleikaferðar í Bandaríkjunum og þá var auðvitað kallað í kórinn. „Við vorum nokkrar vikur í San Fransisco og Los Angeles en fórum líka á tónlistarhátíðir í Chicago og Nashville. Ég kláraði BS-ritgerðina mína á meðan og náði að skila henni á réttum tíma, frá Los Angeles. Seinna um sumarið fórum við svo til Kanada og aftur til Banda- ríkjanna og þaðan til Japan í þrjár vikur og Taiwan. Biophiliu-verkefninu lauk svo í fyrrahaust með tónleikum í Dublin, London og Berlín. Formlegu lokatónleik– arnir voru í London. Þar vorum við allar 24 stelpurnar samankomnar í fyrsta sinn í mörg ár og tónleikarnir teknir upp til útgáfu á DVD-diski. Þarna upplifðum við vissulega blendnar tilfinningar, enda var ljóst að þetta verkefni væri á enda og viss kaflaskipti í lífi okkar allra. Í London tók ég annað próf í sendiráðinu og þá fannst mér það bara sjálfsagt, búin að gera þetta áður,“ segir hún létt í bragði. Hún segir þetta vera reynslu sem hafi bætt hana á ýmsan hátt en líka áminning um að þrátt fyrir strangt nám sé mikil- vægt að sinna öðrum hugðarefnum líka. „Þetta er tækifæri sem gefst ekki nema einu sinni á ævinni og mér finnst þetta hafa veitt mér innsýn í menningu heims- ins á þann hátt að ég er þroskaðri og sjóuð í samskiptum við fjölbreyttan hóp af fólki. Gerir mig vonandi að betri lækni í fram- tíðinni,“ segir Elín Edda Sigurðardóttir og er þar með rokin af stað, því skyldan kallar þegar komið er í starfsnám á deild á Landspítalanum. U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Elín Edda og Bergljót Rafnar í Sintra, Portúgal sumarið 2012. Ljósmynd/Elín Edda. „Þessi mynd var tekin í London í september 2013 af okkur öllum 24 stelpunum, þegar Biophiliu-verkefninu var að ljúka,“ segir Elín Edda. Ljósmynd/Saga Sig. Benidette – Getnaðarvörn til inntöku Barneignir ekki á dagskrá Hver tafla inniheldur 150 µg af desógestreli og 20 µg af etinýlestradíóli. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 3 1 6 0 8 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.