Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 51
LÆKNAblaðið 2014/100 179 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R krabbameini en hefur þær aukaverkanir að áhrif tíðahvarfa koma samstundis. Þar eð báðar leiðirnar til forvarna sem nú eru í boði hafa verulega annmarka, er mikil áhersla lögð á að leita markvissari leiða, svo sem með lyfjum, til að reyna að fyrir- byggja brjóstakrabbamein hjá konum sem greinast með BRCA-stökkbreytingar. Reynsla af erfðaráðgjöf Erfðaráðgjöf vegna krabbameina við Land- spítala tók formlega til starfa í lok árs 2006. Frá þeim tíma til loka október 2013 hafa verið gerðar um 700 stökkbreytigreiningar vegna mögulegra BRCA-stökkbreytinga. Í kjölfar þeirrar umræðu sem skapaðist vegna ummæla Angelinu Jolie komu rúmlega 300 einstaklingar, mest konur, í erfðaráðgjöf á Landspítala og umtalsvert fleiri hringdu til að fá upplýsingar. Alllöng reynsla er komin á erfðaráðgjöf vegna erfðasjúkdóma í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Sú reynsla hefur sýnt13, 14 að umfram allt verði að fara afar varlega. Þótt flestir vilji fá upplýsingar um arfgerð sína, kemur fyrir að fólk hætti við og kjósi að fá ekki niðurstöðuna, jafnvel þótt það hafi komið í erfðarannsókn að eigin frum- kvæði. Upplýsingar um erfðasjúkdóma vekja hjá fólki flóknar og erfiðar spurn- ingar, svo sem um það „hvort það ætti að gangast undir erfðapróf; hvort það ætti að deila upplýsingunum með foreldrum, systkinum, mökum, afkvæmum, fjar- skyldum ættingjum, vinum, læknum; … hvernig það sér og skilur sjálft sig og erfðir sínar; hvort það ætti að leita meðferðar og þá hvaða; hvort það ætti að eiga börn eða ættleiða, gangast undir fósturgreiningu eða fóstureyðingu … “.14 Löng reynsla erfðaráðgjafa og lækna staðfestir því að fólk vill fá erfðaupp- lýsingar þegar því hentar, þegar það er tilbúið að meðtaka þær og getur tekist á við afleiðingarnar. Vönduð upplýsingagjöf fyrir erfðarannsókn og undirbúningur fyrir mögulega útkomu ásamt eftirfylgni með samtali og upplýsingabréfi eftir erfðarannsókn er það verklag sem skilar bestum árangri.15 Upplýsingar sem ekki var samið um Brýnt er að minna á að munur er á greiningu sem hluta af vísindarannsókn (hversu vönduð sem hún er) og klínískri greiningu. Í síðara tilvikinu er unnið með sýni á einstaklingsgrunni og greining allt- af gerð tvisvar í óháðri greiningu. Það er því vafasamt – og ekki samþykkt af þeim sem helst hafa unnið að erfðagreiningum vegna sjúkdóma – að nota rannsókna- niðurstöður beint við sjúkdómsgreiningu. Frá læknisfræðilegu sjónarmiði væri því óábyrgt að hafa samband við þátttakendur í vísindarannsóknum og segja þeim frá BRCA1- eða BRCA2-stökkbreytingum á grundvelli rannsóknaniðurstaðna. Þegar metið er hvort hafa eigi beint samband við fólk sem tekið hefur þátt í vísindarannsóknum er mikilvægt að virða það hvort fólk kýs að fá svona upplýsingar eða ekki. Þetta getur verið breytilegt eftir sjúkdómum og rannsóknum. Til skamms tíma hefur megináherslan í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar hvílt á því að þar væri leitað almennra upplýsinga til skilnings á arfgengi sjúkdóma. Þátttakend- ur hafa því ekki vænst þess að haft yrði samband við þá um sjúkdómsgreiningar. Sé vikið frá þessu getur það valdið mis- skilningi á eðli vísindarannsókna og jafn- vel grafið undan trúverðugleika þeirra.16 Því þarf að gera skýran greinarmun á erfðaupplýsingum sem fást í gegnum vísindarannsóknir þar sem fólk á ekki von á neinum sérstökum niðurstöðum og erfðaupplýsingum sem koma gegnum beinar greiningar þar sem einstaklingur hefur leitað hjálpar vegna veikinda sjálfs sín eða fjölskyldumeðlims. Þriðji mögu- leikinn væri að þátttakendum í vísinda- rannsóknum væri gerð skýr grein fyrir því að til greina komi að haft verði samband við þá síðar vegna sjúkdómsáhættu. Slíkt ætti þó ekki að gera nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um áreiðanleika og gagnsemi sem metin væru af óháðum aðila.17 Ábyrgð vísinda- og heilbrigðisstarfsmanna Mikil ábyrgð hvílir á vísindamönnum og heilbrigðisstarfsmönnum í umræðu um upplýsingar sem skipt geta sköpum fyrir líf og heilsu fólks. Meginviðmiðunin er í raun frumregla Hippókratesar að valda ekki skaða. Mikilvægt er að sýna varkárni í yfirlýsingum og forðast að vekja falsvonir eða óraunsæjar væntingar meðal almenn- ings. Jafnframt er ábyrgt að stuðla að hófsamri og vandaðri opinberri umræðu um þá þekkingu sem orðið hefur til með erfðarannsóknum. Þar með geta skapast upplýstar forsendur bæði fyrir stjórnvöld til að móta heilbrigðisstefnu og fyrir ein- staklinga til að afla sér þekkingar og erfðaráðgjafar. En þá er líka brýnt að huga að margvíslegum skilyrðum þess að hægt verði að sinna þörfum þessa fólks á sóma- samlegan hátt. Ekki er rétt að hvetja fólk í stórum stíl til þess að leita sér ráðgjafar og meðferðar vegna alvarlegra erfðasjúkdóma nema gæta þess að nægt starfsfólk, við- eigandi tækjabúnaður og önnur aðstaða sé fyrir hendi. Við núverandi þrengingar í ís- lenskri heilbrigðisþjónustu þyrfti að meta það sérstaklega hvort slíkar aðgerðir séu brýnar til að stuðla að sem bestri heilsu landsmanna. 1. Borzekowski DLG, Guan Y, Smith KC, Erby LH, Roter DL. The Angelina effect: immediate reach, grasp, and impact of going public. Genet Med 2013 doi: 10.1038/gim.2013.181 2. Jolie A. Times N. My Medical Choice, New York Times. nytimes. com/2013/05/14/opinion/my-medical-choice.html 3. Margir spyrja um erfðaráðgjöf. Morgunblaðið 23. maí 2013. 4. Hægt að finna alla með genið. Morgunblaðið 15. maí 2013. 5. 1200 íslenskar konur sem eru með yfir 80% líkur á að fá brjóstakrabba- mein, DV 15. maí. 2013 6. Thorlacius S, Olafsdottir G, Tryggvadottir L, Neuhausen S, Jonasson JG, Tavtigian SV, et al. A single BRCA2 mutation in male and female breast cancer families from Iceland with varied cancer phenotypes. Nat Genet 1996; 13: 117-9. doi: 10.1038/ng0596-117 7. Bergthorsson JT, Jonasdottir A, Johannesdottir G, Arason A, Egilsson V, Gayther S, et al. Identification of a novel splice-site mutation of the BRCA1 gene in two breast cancer families: screening reveals low frequency in Icelandic breast cancer patients. Hum Mutat 1998; Suppl 1, S195-197. 8. Thorlacius S, Sigurdsson S, Bjarnadottir H, Olafsdottir G, Jonasson JG, Tryggvadottir L, et al. Study of a single BRCA2 mutation with high carrier frequency in a small population. Am J Hum Genet 1997: 60: 1079-84. 9. Tryggvadottir L, Sigvaldason H, Olafsdottir GH, Jonasson JG, Jonsson T, Tulinius H, et al. Population-based study of changing breast cancer risk in Icelandic BRCA2 mutation carriers, 1920-2000. J Natl Cancer Inst 2006; 98: 116-22. doi: 10.1093/jnci/djj012 10. Johannesdottir G, Gudmundsson J, Bergthorsson JT, Arason A, Agnarsson BA, Eiriksdottir G, et al. High prevalence of the 999del5 mutation in icelandic breast and ovarian cancer patients. Cancer Res 1996; 56: 3663-5. 11. Stefansson OA, Jonasson JG, Olafsdottir K, Bjarnason HTh, Johannsson O, Bodvarsdottir SK, at al. Genomic and phenotypic ana- lysis of BRCA2 mutated breast cancers reveals co-occurring changes linked to progression. Breast Cancer Res 2011; 13: R95. doi: 10.1186/ bcr3020 12. Tryggvadottir L, Olafsdottir EJ, Olafsdottir GH, Sigurdsson H, Johannsson OT, Bjorgvinsson, et al. Tumour diploidy and survival in breast cancer patients with BRCA2 mutations. Breast Cancer Res Treat 2013; 140: 375-84. doi: 10.1007/s10549-013-2637-4 13. Hamilton JG, Lobel M, Moyer A. Emotional distress following genetic testing for hereditary breast and ovarian cancer: a meta- analytic review. Health Psychol 2009; 28: 510-8. doi: 10.1037/a0014778 14. Klitzman RL. Am I my genes? Confronting Fate and Family secrets in the age of genetic testing (1 ed. Vol. 1). Oxford University Press, Oxford 2012. 15. Kausmeyer DT, Lengerich EJ, Kluhsman BC, Morrone D, Harper GR, Baker MJ. A survey of patients‘ experiences with the cancer genetic counseling process: recommendations for cancer genetics programs. J Genet Couns 2006; 15: 409-31. doi: 10.1007/s10897-006-9039-2 16. Cho MK. Understanding incidental findings in the context of genetics and genomics. J Law Med Ethics 2008; 36: 280-5, 212. doi: 10.1111/j.1748-720X.2008.00270.x 17. Cassa CA, Savage SK, Taylor PL, Green RC, McGuire AL, Mandl KD. Disclosing pathogenic genetic variants to research participants: quantifying an emerging ethical responsibility. Genome Res 2012; 22: 421-8. doi: 10.1101/gr.127845.11 Heimildir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.