Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2014/100 143 is. Til að kanna annars vegar hversu nákvæmlega meðferðarefni er fylgt í rannsóknum á fjölskyldumeðferð Epsteins og félaga, og hins vegar til að hægt sé að bera saman meðferðaráhrif milli ólíkra aðstæðna og menningarheima, væri æskilegt að mælt yrði hvernig staðið er að meðferðinni við frekari áhrifarannsóknir í framtíðinni. Mikilvægi hreyfingar fyrir líkamlega og andlega heilsu er óum- deilanlegt og er því jákvætt að sjá að ástundun hreyfingar í frítíma jókst hjá börnunum meðan á meðferð stóð. Atferlismótun meðan á meðferð stóð og hvatning til ástundunar hreyfingar hefur líklega haft mikið að segja. Einnig er hugsanlegt að aukin hreyfigeta barna vegna þyngdartaps hafi gert þeim léttara fyrir og almennt aukið löngun þeirra til að hreyfa sig. Annar þáttur sem gæti átt þátt í að skýra aukningu á hreyfingu er þátttaka foreldra í meðferðinni. Foreldrar eru mikilvægar fyrirmyndir barna sinna þegar kemur að hreyfingu39 og í fjölskyldumeðferð eru foreldrar hvattir til að auka Tafla II. Meðaltöl og staðalfrávik fyrir staðlaðan líkamsþyngdarstuðul, fyrir og eftir meðferð og við eins árs og tveggja ára eftirfylgd. Meðaltöl fyrir daglega hreyfingu, neyslu ávaxta og grænmetis, blóðþrýsting, og blóðmælingar, fyrir og eftir meðferð. Meðaltöl fyrir líkamsþyngdarstuðul foreldra fyrir og eftir meðferð og við eins árs eftirfylgd. Fyrir meðferð Meðaltal ± staðalfrávik Eftir meðferð Meðaltal ± staðalfrávik Við eins árs eftirfylgd Meðaltal ± staðalfrávik Við tveggja ára eftirfylgd Meðaltal ± staðalfrávik börn Staðlaður LÞS (n=61) 3,11 ± 0,5 2,72 ± 0,5*** 2,76 ± 0,4 2,65 ± 0,72 Mittismál (cm) (n=61) 96,1 ± 9,7 89,9 ± 9,6*** Dagleg hreyfing (mínútur) 13,8 ± 8,7 34,6 ± 8,7*** Dagleg ávaxta-grænmetisneysla (skammtar) 1,41 ± 0,7 2,87 ± 2,4*** Blóðþrýstingur (n=60) Efri mörk 115,9 ± 8,9 113,6 ± 8,8* Neðri mörk 67,4 ±7,5 63,3 ± 7,3*** Blóðmælingar (n=23) Kólesteról 4,55 ± 0,7 4,2 ± 0,6* Þríglýseríð 1,25 ± 0,5 0,94 ± 0,5* Insúlín 20,14 ± 12,0 14,08 ± 9,0* ASAT 29,04 ± 7,1 27,17 ± 4,2 ALAT 25,35 ± 6,3 24,09 ± 6,5 Foreldrar LÞS (n=61) 30,7 ± 5,4 29,2 ± 5,2*** 30,3 ± 5,2*** *p<0,05, **p<0,01, ***p<0,001, LÞS= Líkamsþyngdarstuðull. Tafla III. Meðaltöl fyrir mælingar á líðan barna fyrir og eftir meðferð og við eins árs og tveggja ára eftirfylgd. Meðaltöl fyrir þunglyndisstig foreldra, fyrir og eftir meðferð og við eins og tveggja ára eftirfylgd.† Fyrir meðferð Meðaltal ± staðalfrávik Eftir meðferð Meðaltal ± staðalfrávik Við eins árs eftirfylgd Meðaltal ± staðalfrávik Við tveggja ára eftirfylgd Meðaltal ± staðalfrávik börn Þunglyndi (CDI) 48,3 ± 12,2 44,9 ± 8,1* 45,3 ± 6,8 45,9 ± 6,5 Kvíði (MASC) 53,1 ± 13,5 49,9 ± 9,9* 47,4 ± 10,2 46,1 ± 12,1 Sjálfsmynd (PH) 57,2 ± 12,4 60,7 ± 10,3*** 63,2 ± 9,4* 65,6 ± 8,7** Félagsfærni (SSRS) 57,1 ± 10,4 59,8 ± 10,0** Félagsfærnimat foreldra (SSRS) 53, 2 ± 8,8 55,4 ± 9,3* Félagsfærnimat kennara (SSRS) 41,2 ± 9,5 42,7 ± 8,9* Foreldrar Þunglyndi (BDI-II) 9,95 ± 9,7 6,93 ± 10,2** 5,95 ± 10,1 6,33 ± 8,3 † Notast var við t-skor fyrir CDI (þunglyndis) og MASC (kvíða) kvarða *p<0,05, **p<0,01, ***p<0,001 R A N N S Ó K N eigin hreyfingu og hafa fyrir börnum sínum góðar venjur í þessum efnum, sem og öðrum heilsutengdum þáttum. Þó mikil aukning hafi orðið á ávaxta- og grænmetisneyslu barnanna, eiga þau flest töluvert í land með að uppfylla lýð- heilsuviðmið um fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag.40 Skammtímarannsóknir sýna að fæða með lága orkuþéttni eins og ávextir og grænmeti auka seddu og minnka svengdartilfinningu og þar af leiðandi orkuinntöku.41 Öll aukning ávaxta- og grænmet- isneyslu verður því að teljast jákvæð og er ásamt aukinni hreyfingu líkleg til að bæta heilsu barnanna. Blóðþrýstingur barnanna lækkaði frá upphafi meðferðar til loka hennar. Rannsóknir sýna að regluleg hreyfing (30 mínútur á dag) getur lækkað blóðþrýsting, jafnvel allt að 10 mmHg.42 Einnig hefur mataræði áhrif á blóðþrýsting og hafa rannsóknir sýnt að aukin neysla á kalíum og magnesíum sem finnast í ávöxtum og grænmeti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.