Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 20
148 LÆKNAblaðið 2014/100 alls 2357 tilvik og þar á meðal voru bæði konur sem fæddu barn og misstu fóstrið eða fóru í meðgöngurof vegna litningafrábrigða eða annarra fósturgalla. Samkeyrsla var við Fæðingaskráninguna á Íslandi til að sannreyna útkomu þungana og fá upplýsingar um fylgikvilla. Einnig var leitað á fæðingarstöðum utan höfuðborgar- svæðisins til að fá vitneskju um afdrif þungananna. Í Þjóðskrá mátti fá upplýsingar um konur sem höfðu flutt úr landi og fætt erlendis. Samtals voru 34 konur frá herstöðinni á Keflavíkurflug- velli. Ekki tókst að fá upplýsingar um útkomu meðgöngu þeirra (1,4%, sleppt í úrvinnslu). Skráð voru aldur konu, ástæða fyrir legástungu, meðgöngu- lengd í dögum, hvort um fylgjusýni eða legvatnsástungu var að ræða, fjöldi fóstra, litningagerð fósturs, meðgöngulengd við fæð- ingu, sjálfkrafa eða framkallað fósturlát (meðgöngurof/fóstureyð- ing að lögum), andvana fæðingar og fósturgallar. Fósturlát miðast á Íslandi við skilmerki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að 22 vikna meðgöngulengd, en eftir það er um fæðingu að ræða. Fósturlátstíðni með tilliti til ástunguaðferðar var miðuð við þau skilmerki, en fósturtap (fetal wastage) var einnig reiknað upp að 24 vikum, tíma sem almennt er talinn gefa til kynna að fóstrið geti lifað (fetal viability). Borin voru saman tvö 5 ára tímabil, 1998-2002 og 2003-2007, til að skoða áhrif breyttra ástunguaðferða með tilliti til ástæðu fyrir aðgerð og útkomu þungana. Gögn voru vistuð í Microsoft Excel® forriti sem var varpaði yfir í SPSS forritið (Statistical Package for the Social Sciences, Chicago, Illinois, USA) vegna tölfræðireikninga. Notuð var lýsandi tölfræði til að skoða tíðni, en munur milli hópa athugaður með t-prófi fyrir óháð úrtak. Marktækni var miðuð við p-gildi <0,05. Leyfi fengust frá Siðanefnd Landspítalans (erindi 35/2008), Persónuvernd (nr. 200804344) og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Legástungur sem hægt var að fylgja eftir voru alls 2323, þar af 78 í tvíburameðgöngum. Yfirlit um afdrif þungananna og megin- ástæður fyrir meðgöngurofi má sjá í töflu I. Í flestum tilvikum þurfti tvær ástungur hjá tvíburum en hjá fjórum konum aðeins eina. Alls misstu 22 konur fóstur, þar af ein tvíburamóðir. Fóstur- látstíðnin hjá einburamæðrum var því í heild 0,9%, en 1,3% hjá tvíburamæðrum. Af þessum konum hafði ein farið í leghálssaum skömmu fyrir ástunguna og kom 10 dögum seinna með sýkingu og dáið fóstur. Hjá annarri konu var fóstrið með mikinn vökva- hjúp (fetal hydrops) þegar ástungan var gerð. Þrjár konur misstu legvatnið en algengast var að fósturlátið uppgötvaðist í ómskoðun þegar ekki greindist hjartsláttur í næstu mæðra- eða ómskoðun við 17-19 vikna meðgöngulengd. Langflestar konurnar gengu með fóstur með eðlilega litningagerð. Algengasta litningafrávikið var þrístæða 21 og síðan kynlitningafrávik. Þrístæður 13 og 18 voru mun sjaldgæfari (tafla I). Heilbrigð börn sem fæddust eftir leg- ástungu voru 2010 en 83 voru með sköpulagsgalla, einkum hjarta- og nýrnagalla. Andvana fædd börn voru 18. Engin af fóstrum kvenna sem fluttu úr landi voru með litningafrávik. Rúm 7% kvennanna völdu að fara í meðgöngurof/fóstureyðingu (n=174) og algengasta ástæðan var litningafrávik hjá fóstri eða meiriháttar sköpulagsgallar. Eftir stóðu 22 konur sem misstu fóstur fyrir 22 vikna meðgöngulengd. Í töflu II er sýnd fósturlátstíðni eftir því hvor greiningaraðferð- in var notuð, það er að segja 0,8% eftir legvatnsástungu og 1,3% við fylgjusýnitöku. Munur milli aðferða við legástungu var ekki marktækur (t=-0,913, df=2321, p=0,361). Ef miðað var við 24 vikna meðgöngulengd bættust við þrjú tilvik kvenna sem misstu milli 22-24 vikna og tíðnin eftir legvatnsástungu (fósturtap/fetal was- tage) fór í 1% og eftir fylgjusýnatöku í 1,5%. Blóðugt legvatn sást í 3,8% tilvika og grænt/brúnleitt í 2,5% tilvika. Fósturlátstíðnin við legvatnsástungu á fyrra tímabilinu var 0,9% og á því seinna 0,7%. Á fyrra tímabilinu var fósturlátstíðnin við fylgjusýnitöku 2,2%, en 0,8% á því síðara. Fósturlátstíðni hjá tvíburamæðrum við leg- Tafla I. Niðurstöður úr legástungum og afdrif meðgöngu 1998-2007. Heilbrigt barn 2010 Andvana fædd 18 Börn fædd með sköpulagsgalla 83 Fæðing erlendis (eðileg litningagerð) 16 Fósturlát eftir ástungu 22 Fóstureyðing 174 Litninga- og genafrávik* 122 Þrístæða 21 59 Þrístæða 18 15 Þrístæða 13 10 Kynlitningafrávik 17 Þrílitun og svipaðir ágalla 10 Aðrir erfðagallar 11 Sköpulagsfrávik* 47 Hjartagallar 9 Þvagfæragallar 2 Þindarhaull 5 Hygroma/hydrops 5 Miðtaugakerfis- og útlímagallar 26 Nýrnabilun móður 1 Cytomegaloveirusýking móður 1 Aðrar ástæður 3 Samtals 2323 *Sköpulagsfrávik gátu fylgt litningagöllum. Mynd 1. Fjöldi kvenna eftir aldri sem komu í legástungu á tveimur 5 ára tímabilum. 0 200 400 600 800 1000 1200 0-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 1998-2002 2003-2007 Mynd 1. Fjöldi kven a eftir aldri sem komu í legástungu á tveimur 5 ára tímabilum. R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.