Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 24
152 LÆKNAblaðið 2014/100 S A G A L Æ K N I S F R Æ Ð I N N A R LÆKNAbLAÐIÐ hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg, söguleg og fræðileg. Læknakennsla á Íslandi fram til ársins 1970 Óttar Guðmundsson ottarg@landspitali.is Upphafið Eiginleg læknakennsla á Íslandi hófst með Bjarna Pálssyni land- lækni á ofanverðri 18. öld. Í erindisbréfi Bjarna var kveðið á um að hann skyldi mennta fjóra fjórðungslækna sem annast skyldu læknisstörf í landinu. En Bjarna gekk illa að fá unga pilta til náms- ins enda voru prestfræðin mun eftirsóknarverðari í augum ungra manna sem vildu tryggja sér gott embætti. Biskupar landsins reyndu að vísu að koma sem flestum prestsefnum til Bjarna til að nema einhverja læknislist. Þeir vildu mennta sálusorgara í lækniskúnst til að styrkja aðstöðu prestanna og vald kirkjunnar. Bjarni afsagði þetta með öllu enda taldi hann að þessir prestar yrðu „frjósamt efni í sí-æxlandi fúskara“ eins og stendur í ævisögu hans eftir Svein Pálsson. Bjarni leit á læknis- fræði sem sjálfstæða vísindagrein sem ekki mætti blanda saman við aðra menntun. Fyrstur til að útskrifast sem læknir frá Bjarna var Magnús nokk- ur Guðmundsson sem hóf nám 1760 og tók lokapróf á Þingvöllum árið 1763. Hann varð læknir í Norðlendingafjórðungi skamman tíma en dó líkþrár. Bjarna var gert að kenna læknaefnum sínum 5 námsgreinar: líffærafræði, handlæknisfræði, grasafræði, lyfjafræði og yfirsetu- fræði. Var gert ráð fyrir tveggja til fjögurra ára námi og prófi að því loknu í viðurvist yfirvalda. Fram eftir 19. öldinni var læknakennsla áfram í höndum land- læknanna en hún var ærið misjöfn og féll niður frá árinu 1834 og allt til 1862. Þá komst innlend læknakennsla á að nýju fyrir tilstilli Jóns Hjaltalíns landlæknis. Jón var hámenntaður læknir sem farið hafði víða til að afla sér menntunar. Hann var áhugamaður um læknisfræði og ofbauð niðurlæging kennslunnar. Hann prófaði fyrsta nemanda sinn, Þorvald Jónsson, að loknu þriggja ára námi árið 1863 í alþingissalnum í Lærða skólanum. Jón Hjaltalín hélt einn uppi læknakennslunni til ársins 1868 en þá fékk hann sér aukakennara. Eiginlegur læknaskóli var stofnaður 1876 með landlækni sem forstöðumann. Nýtt sjúkrahús var stofnað þar sem nú er Farsóttar- húsið við Þingholtsstræti og flutti læknaskólinn þangað árið 1884. Alls luku 64 prófi frá þessum læknaskóla sem var við lýði þar til Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911. Háskóli Íslands Deildir Háskólans voru í upphafi aðeins fjórar: guðfræðideild, læknadeild, lagadeild og heimspekideild. Hin síðasttalda var ný af nálinni en hinar þrjár voru arftakar embættismannaskólanna. Við stofnun háskólans lét landlæknir af störfum sem forstöðu- maður læknakennslunnar en stofnuð voru tvö prófessorsembætti, Guðmundur Magnússon var skipaður prófessor í handlækningum og Guðmundur Hannesson prófessor í líffærafræði. Hvor þessara manna hafði tvær kennslugreinar auk sinnar eigin. Kennarar við deildina voru alls 10 og fyrsta starfsárið voru nemendur 27 talsins og höfðu allir áður verið í læknaskólanum. Skólinn fékk í upphafi inni í Alþingishúsinu, nema læknadeild sem var um sinn áfram í húsnæði því sem Læknaskólinn hafði haft til umráða (Þingholtsstræti 25) en því var sagt upp árið 1913 og flutti læknadeildin þá í Alþingishúsið. Háskólinn hafði neðstu hæðina til umráða þar sem fram fór kennsla í öllum fjórum deild- um skólans. Nefndarherbergi þingsins voru notuð sem kennslu- stofur og fyrir vikið sáust þingmenn og ráðherrar halda fundi í gluggakistum og öðrum afkimum hússins. Eini samkomustaður stúdenta var fordyri hússins. Læknadeildin var í þessu óhentuga húsnæði allt þar til Háskóli Íslands var reistur á Melunum. Krufningar voru reyndar stund- aðar í litlum kofa sem stóð við hlið Alþingishússins og eru margar sögur til af þrengslunum, lyktinni og óhugnaðinum sem blasti við sjónum í þessum kofa. Spítalamál landsmanna voru í ólestri fram eftir 19. öldinni. Sjúkrahús Reykjavíkur var rekið af miklum vanefnum í Þingholt- stræti fram yfir aldamót og danskir Oddfellowar gáfu myndar- legan holdsveikraspítala inni í Lauganesi árið 1898. Kleppur kom til sögunnar 1907 og Vífilsstaðir þremur árum síðar. Landakots- spítali reis af grunni 1902 og tók við læknaskólanum af Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Þingholtsstræti og varð öflugasta alhliða sjúkrahús landsins. Læknakennsla fór að mestu leyti fram á þessum spít- ölum þar til Landspítalinn var byggður og tók til starfa árið 1930. Námsefni og kennsla læknanema var hefðbundin og breyttist í tímanna rás með tilkomu nýrra greina sem urðu til með vaxandi þekkingu. Mesta áherslan var lögð á grunngreinar læknisfræð- innar eins og líffærafræði og lyfjafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.