Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 26
154 LÆKNAblaðið 2014/100 S A G A L Æ K N I S F R Æ Ð I N N A R en nú orðið sér maður að margir þeirra hefðu ekkert erindi átt í stéttina.“ Jón var umdeildur maður. Nemendur hans voru sammála um það að hann hafi verið lélegur kennari en eftir því sem árin liðu óx álit manna á Jóni og flestir fyrrum nemendur hans minnast hans með miklum hlýhug og virðingu. Páll Gíslason segir: „Jón var góður kennari en harður. Margir gáfust upp áður en kom að fyrrihlutaprófunum því að hann hafði litla þolinmæði með þeim sem voru illa eða ekkert lesnir.“ Ólafur Ólafsson segir: „Jón Steffensen var greindur maður og vel að sér en hvatti menn ekki beinlínis til dáða, blessaður. Hann var þungur og gat virst kaldlyndur og kaldhæðinn.“ Miklum sögum fór af Steffensen og er margar þeirra að finna í Íslenskri fyndni sem út kom á síðustu öld. Allar þessar sögur ein- kennast af þurrum og kaldranalegum húmor Jóns enda gat hann verið ansi háðskur í garð þeirra nemenda sem lítið kunnu. Takmarkanir Saga læknadeildarinnar mótaðist af endalausri umræðu um tak- markanir og mögulega offjölgun lækna í landinu. Níels Dungal hélt fyrirlestur um þetta fyrst árið 1939 og sagði að takmörkun að deildinni hefði verið íhuguð strax árið 1928 og bæri stöðugt á góma. Torfi Bjarnason (f. 1899) héraðslæknir: „Við vorum 8 nýstúdent- ar sem innrituðumst í læknadeild 1921. Þetta þótti allmikill fjöldi og Guðmundur Hannesson talaði alvarlega yfir okkur og sagði að það væri ekkert vit fyrir okkur að leggja útí þetta, læknar yrðu svo margir að við fengjum ekkert að gera.“ Sigurður Samúelsson prófessor segir mörgum árum síðar: „Mér bárust þau ógnvekjandi tíðindi að vonlaust væri að hefja nám í læknadeild vegna offjölgunar í stéttinni.“ Kannski má segja að enginn íslenskur læknanemi hafi komist hjá því að heyra þennan söng um offjölgun lækna og yfirvofandi atvinnuleysi og barning. Skemmst er frá því að segja að þessi dómsdagsspá um framtíð lækna hefur reynst hin mesta firra af ýmsum ástæðum. Þegar tölur um útskrifaða kandídata eru skoðaðar er hægt að sjá aukningu en enga sprengingu í þessum fjölda sem útskrifaður er á hverju ári. Embættispróf í læknisfræði: 1912 4 1913 1 1914 5 1932 14 1952 21 1961 24 Lengst af á sjöunda og áttunda áratugnum voru útskrifaðir um 25-30 kandídatar á ári. Árið 1969 náðu liðlega 20 stúdentar báðum forprófunum sem gaf þeim rétt á að halda áfram námi. Páll Gíslason læknir segir: „Fyrrihluti læknanámsins var 3 ár og Jón Steffensen var eini kennarinn okkar og kenndi okkur líf- færafræði, lífefnafræði og lífeðlisfræði. Fyrsta prófið var ekki tekið fyrr en að þessum þremur árum loknum og það var mikið áfall fyrir þá sem féllu eftir þriggja ára nám. Þá var annað hvort að hætta eða byrja alveg frá byrjun að nýju. Þeir sem komust í gegn voru þeir sem gátu kúrt yfir líffærafræðinni í þrjú ár og lært hana utanbókar og komið þeirri vitneskju frá sér á þessum eina degi sem prófið stóð yfir. Aðeins helmingur náði prófinu.“ Í þessum orðum kemur fram að prófessor Steffensen hafi haft með takmarkanir inn í deildina að gera. Greinarhöfundur inn- ritaðist í læknadeild 1968 og þá fór miklum sögum af prófum hjá Jóni og hárri fallprósentu. Stagl og aftur stagl Margir læknar verða til að gagnrýna þá ofuráherslu sem lögð sé á bóklegt staglnám en verklegu klínisku námi sé mjög áfátt. Þetta hefur reyndar fylgt allri umræðu um læknanám á Íslandi. Í ævisögu Sigurðar Magnússonar (f. 1869) læknis er frásögn af aðbúnaði læknanema áður en Háskóli Íslands var stofnaður. Hann hóf nám í læknaskólanum árið 1887. „Námið var aðallega á bókina enda voru verklegar æfingar sama sem engar. Það var viðburður ef læknar tóku nemendur með sér í vitjanir út í bæ. Lítið var um spítalavist sjúklinga og stúdentum var sjaldan eða alls ekki borðið upp á að líta til þeirra, skoða þá eða rannsaka.“ Magnús Ólafsson tók myndina 1930. Jón Steffensen pró- fessor í líffærafræði heldur uppi teppinu fyrir framan stúlku með hryggskekkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.