Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 57
LÆKNAblaðið 2014/100 185 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R leghálskrabbameini vegna þess að aldrei hefur verið sýnt fram á gagn- semi hennar hjá einkennalausum konum. Formenn allra norrænu kvensjúkdómafélaganna eru sömu skoðunnar. Bandaríska kvensjúkdóma- félagið (American College of Obstetricians and Gynecologists) er einnig á sömu skoðun. 14. HPV-mælingar hafa verið aðgengilegar á Landspítala að minnsta kosti frá árinu 2008 og stefnt er að tilraunamæl- ingum í samvinnu Krabbameinsfélags- ins og Landspítala á næstu vikum. 15. Að tillögu Krabbameinsfélags Íslands hefur velferðarráðuneytið óskað eftir því við Embætti landlæknis að til- nefndur verði hópur sérfræðinga til að gera heildarendurskoðun á brjósta- krabbameinsleit og leghálskrabba- meinsleit. Breytingarnar sem gerðar voru á leg- hálskrabbameinsleitinni 1. janúar 2014 eru í samræmi við bestu læknisfræðilega þekkingu og eru studdar af öllum sérfræð- ingum í illkynja kvensjúkdómum á Land- spítala. Röksemdir fyrir breytingunum standast því faglega. Ekki hefur verið sýnt fram á fagleg rök fyrir samhæfingu brjósta- og leg- hálskrabbameinsleitar og leit er hvergi skipulögð þannig. Helsta áskorunin nú er að fræða kon- ur þannig að þær geti tekið upplýsta ákvörðun um að leghálskrabbameinsleit er sjálfsögð heilsuvernd. Einnig ættu ungar konur að íhuga bólusetningu gegn HPV. Regluleg mæting í leghálskrabbameinsleit getur nánast í öllum tilvikum komið í veg fyrir leghálskrabbamein. Um síðustu áramót varð sú breyting á þjónustu Leitarstöðvar Krabbameins- félags Íslands að nú býðst öllum konum á aldrinum frá 23 ára til 65 ára að koma í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti, en áður var leitað á tveggja ára fresti hjá konum á aldursbilinu frá 20 ára til 40 ára og fjögurra ára fresti frá 41-69 ára. Breytingar þessar byggja á miklum rann- sóknum sem gerðar hafa verið á hópleit vegna leghálskrabbameins þar sem áhersla er lögð á að ná jafnvægi milli þess að finna sem flestar forstigsbreytingar og minnka jafnframt óþarfa inngrip. Hér fylgir Ísland í fótspor Norðurlandanna og annarra vestrænna þjóða. Við undirrituð styðjum þessar breyt- ingar á skipulagi leghálskrabbameinsleitar. Við viljum hvetja konur til að mæta í hóp- leitina en flest leghálskrabbamein greinast hjá konum sem hafa mætt stopult í leitina. Einnig viljum við hvetja til bólusetningar gegn HPV, en bólusetningin minnkar verulega líkur á leghálskrabbameini. Katrín Kristjánsdóttir Karl Ólafsson Elísabet A. Helgadóttir Ásgeir Thoroddsen Anna Þ. Salvarsdóttir Höfundar eru sérfræðingar í krabbameinslækningum kvenna. Við styðjum breytt skipulag leghálskrabbameinsleitar Jass Læknabandið Gleðisveit Guðlaugar ætlar að spila norrænan þjóðlagajass á Café Rosenberg laugardaginn 29. mars. Flytjum m.a. lög Moniku Zetterlund og Cornelis Vreeswijk. Byrjum að spila kl.: 22.00. Enginn aðgangseyrir. Leiðrétting Undir mynd af kandídötum frá árinu 1964 sem birt var í febrúarblaðinu leyndist villa í gamalli áletrun. Rétt nafn læknisins er: Örn S. Arnaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.