Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 22
150 LÆKNAblaðið 2014/100 Danmörku. Fósturlátstíðnin þar var 1,4% við legvatnsástungur og 1,9% við fylgjusýnitökur. Í nýlegu kerfisbundnu fræðilegu yfirliti10 var tíðni fósturláta við legvatnsástungur talin vera 0,9% og eftir fylgjusýnitökur 1,3% innan 24 vikna meðgöngulengdar. Íslensku tölurnar eru því sambærilegar við erlendar tölur frá stöðum með mun fleiri tilvik, en sýna um leið að með því að gera ástungurnar á aðeins einum stað á landinu næst ásættanlegur fjöldi aðgerða til að halda góðri færni allra sem koma að aðgerðinni. Miklar breytingar áttu sér stað á þessu 10 ára tímabili sem rannsóknin nær yfir, þar sem legástungum fækkaði umtalsvert en fylgjusýnitökum fjölgaði. Tíðni fósturláta lækkaði bæði eftir fylgjusýnitöku (úr 2,2% í 0,8%) og legvatnsástungu (úr 0,9% í 0,7%). Á fyrra tímabilinu framkvæmdu fjórir læknar legástungurnar en á síðara tímabilinu aðeins tveir. Margar erlendar rannsóknir sýna að betra er að legástungur séu framkvæmdar af fáum sérfræð- ingum sem hafa mikla reynslu og að með því sé hægt að draga úr fósturlátstíðninni.9,18 Í leiðbeiningunum frá Royal College of Obstetricians and Gynaecologists er talið að hver sérfræðilæknir þurfi að lágmarki 30 legástungur á ári til að viðhalda færni.17 Með tilkomu fyrsta þriðjungs skimunar hefur legástungum fækkað umtalsvert. Hér á landi voru legvatnsástungur framan af fram- kvæmdar á Akureyri og á Landspítala en ákveðið var að hætta legvatnsástungum á Akureyri 2007 vegna þess hversu fáar þær voru. Fylgjusýnitökur hafa einungis verið framkvæmdar á Land- spítalanum. Með þessu hefur fækkað þeim stöðum þar sem leg- ástungur eru gerðar í samræmi við rannsóknarniðurstöður.9 Á rannsóknartímanum breyttust ástæður fyrir legástungum eftir að skimun varð í boði fyrir allar konur. Þessi 10 ár, 1998-2007, á meðan nýjar aðferðir voru innleiddar, voru tími breytinga þar sem hratt dró úr legvatnsástungum en fylgjusýnitökum fjölgaði. Fósturgreining færðist framar á meðgönguna vegna samþætta lík- indamatsins. Á seinna 5 ára tímabilinu, 2003-2007, var skimunin farin að festast í sessi sem viðbót utan hefðbundinnar meðgöngu- verndar hjá meginþorra kvenna. Næmi prófsins er allt að 90% og meira hjá eldri konum en þeim yngri.19 Því velja fleiri eldri konur en yngri að fara í legástungu, enda aukast líkur á litningafráviki með aldrinum. Danir innleiddu fyrsta þriðjungs skimun á árun- um 2004-2006 og urðu svipaðar breytingar hjá þeim og á Íslandi og legástungum fækkaði þar um helming.9 Á aldrinum 35-39 ára eru líkur á þrístæðu 21, sem er algengasta litningafrávikið, frá 1:250 til 1:100.7 Með tilkomu fyrsta þriðjungs skimunar greindust fleiri fóstur með litningafrávik en með færri inngripum. Skimunin varð því markvissari og náði um leið til allra sem vildu þiggja hana í stað mun minni hóps ef einungis var miðað við aldur,9 og sama breyting sást hér á landi. Andvana fæðingar voru um 0,8%, sem er nálægt almennri tíðni andvana fæðinga hér á landi á síðastliðnum fimm árum (0,5%).13 Í þeim tilvikum þar sem andvana fæðing varð eftir að kona hafði farið í legástungu, tengdist það afbrigðilegri niðurstöðu úr óm- skoðun við 20 vikna meðgöngulengd eða síðar hjá þriðjungi kvennanna. Hjá tveimur af þessum konum var hugsanlega hægt að rekja ástæðuna til afbrigðilegra líffræðilegra þátta í samþætta prófinu sem hafa tengst aukinni almennri meðgönguáhættu í fjölda rannsókna, jafnvel þegar niðurstöður litningaprófs voru eðlilegar.7 Í tveimur tilvikum að auki var um tvíburameðgöngu að ræða þar sem annar tvíburanna fæddist andvana. Líkur á missi í tvíburameðgöngu eru meiri en þegar um einburaþungun er að ræða og litningafrávik eru algengari.16 Þrístæður voru algengustu litningafrávikin eins og vænta mátti, eða hjá 3,6% af þýðinu, og þá fyrst og fremst Down-heilkenni sem fannst í 2,5% þungananna. Kynlitningafrávik voru rúmt 1%, en önnur litningafrávik sjaldgæfari. Af þeim rúmlega 170 konum sem völdu að enda meðgönguna var ástæðan oftast litningafrávik fóst- urs eða meiriháttar sköpulagsgalli sem fannst fyrr í meðgöngunni en unnt var að gera áður fyrr.20 Alls tóku 7% kvennanna ákvörðun um að rjúfa meðgönguna vegna litningafrávika eða meiri háttar sköpulagsgalla í kjölfar greiningaraðgerðanna. Á hverju ári stendur lítill hópur þungaðra kvenna og verðandi foreldra frammi fyrir þeirri ákvörðun að þiggja eða hafna boði um legástungu til að greina litningagerð fósturs í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu úr fósturskimun á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Mikil- vægt er að upplýsingarnar sem standa þessum konum til boða séu byggðar á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum á aðstæðum og árangri á heimaslóð. Ráðgjöfin má þó ekki vera leiðandi. Klínískar leiðbeiningar um meðgönguvernd þar sem lögð er áhersla á að það sé val kvenna að þiggja eða hafna rannsóknum, eru nauðsynlegar og tiltækar á Íslandi. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að fósturlátstíðni í kjölfar legástungu sé sambærileg við það sem best gerist erlendis. Mikil þróun hefur átt sér stað á undan- förnum árum á sviði fósturskimunar og fósturgreiningar, og verður eflaust áfram á komandi árum. Mikilvægt er að starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar fylgist vel með á þessu sviði og tileinki sér nýjungar sem byggðar eru á gagnreyndri þekkingu til að bjóða bestu þjónustu sem til er hverju sinni. Þakkir Dr. Viðari Halldórssyni hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands er þökkuð aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu. Ljósmæðrafélag Ís- lands veitti Kristínu Rut Haraldsdóttur styrk vegna rannsóknar- innar. Guðrúnu Garðarsdóttur, ritara Fæðingaskráningarinnar, og Lilju Þorsteinsdóttur, hjúkrunarfræðingi á Landspítala, er þökkuð aðstoð við gagnaöflun. R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.03.2014)
https://timarit.is/issue/380262

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.03.2014)

Aðgerðir: