Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2014/100 149 vatnsástungu var 1,4%. Fylgjusýnitökur hjá tvíburum á þessum 10 árum voru eingöngu 7 hjá fjórum konum og engin þeirra missti fóstur. Breyting varð á tíðni legvatnsástungna og fylgjusýnitöku milli fimm ára tímabila. Legvatnsástungum fækkaði en fylgjusýn- um fjölgaði (tafla III). Á fyrra tímabilinu var aldur meginástæða legvatnsástungu en á því seinna hafði samþætt líkindamat fest sig í sessi, og fóstur- greining því færst framar í meðgönguna, þegar skimprófið reynd- ist jákvætt. Meðalaldur kvenna við legástungu var 36,9 ár (miðgildi 37 ár, staðalfrávik 4,1). Yfir allt tímabilið var meirihluti kvenna sem kom í legástungu á aldrinum 35-39 ára (n=1329; 56,4%). Kon- ur 40-44 ára voru 510 (21,6%). Konur á aldrinum 45-49 ára voru 25 (1,1%). Á aldursbilinu 30-34 ára voru 227 konur eða 9,6%. Konur á aldrinum 25-29 ára voru 161 (6,8%) og einungis rúm 4% voru yngri en 25 ára. Á fyrra 5 ára tímabilinu var meirihluti kvennanna á aldrinum 35-39 ára (63,5%), en á því seinna var þessi aldurshópur 37,8%. Dreifingin varð meiri milli aldurshópa eftir upptöku fyrsta þriðjungs skimunar (mynd 1). Ástæður fyrir komu í legástungu breyttust á þessu tíu ára tímabili (mynd 2). Aldursástæðum fækk- aði úr 81,2% í 30,8% milli fimm ára tímabila. Óhagstætt líkinda- mat var aðalástæðan fyrir legástungu á seinna tímabilinu eða hjá 46,8%. Aðrar ástæður voru svipaðar milli tímabila. Umræða Tíðni fósturláta sem rekja mátti til legástungu var á þessu 10 ára tímabili tæplega 1% ef um einburaþungun var að ræða en heldur hærri hjá tvíburum. Þessi niðurstaða er sambærileg við það sem sést í öðrum löndum og sýnir að fylgikvillar eru óalgengir. Með breyttri aldurssamsetningu kvennanna, skimun sem býðst öllum konum og nýjum aðferðum hefur þessum inngripum fækkað verulega. Af þeim tæplega 2300 legástungum sem framkvæmdar voru hjá konum með einbura, missti 21 kona fóstur og af þeim reyndist eitt vera með afbrigði við legástunguna og hefði sennilega dáið hvort eð var. Ein kona kom með sýkingareinkenni 10 dögum eftir ástunguna og var fóstrið þá dáið. Telja verður líklegt að sýking við ástunguna hafi orðið þess valdandi að fósturlát varð. Aðrar ástæður geta því legið að baki fósturláti en ástungan sjálf. Goudry og félagar8 fylgdu eftir helmingi fleiri konum en hér var gert og töldu að í 6 tilvikum hefði legvatnsástungan ekki verið ástæða fósturlátsins. Álitamál getur verið hvaða tilfelli eigi að flokka sem fósturlát í kjölfar legástungu. Ekki þótti rétt hér að taka burt tvö fósturlát, þó þau hefðu líklega verið ótengd ástungunni. Heldur fleiri konur misstu fóstur eftir fylgjusýnitöku en leg- vatnsástungu en tilvikin voru fá og munurinn var ekki tölfræði- lega marktækur og gæti því verið tilviljunum háður. Í erlendum rannsóknum hefur tíðnin verið heldur hærri eftir fylgjusýnitöku, en það tengist einnig meðgöngulengd og því að náttúrulegum fósturlátum fækkar eftir því sem líður á meðgönguna.9,10 Legvatns- ástunga er að jafnaði gerð um einum mánuði seinna en fylgju- sýnitaka. Með aukinni þjálfun í fylgjusýnitöku má ætla að tíðnin lækki.9 Varhugavert er að draga ályktanir um fósturlátstíðni hjá tvíburum af þessum gögnum, þar sem fjöldi legástunga var lítill og aðeins varð eitt fósturlát í tvíburaþungun. Hlutfall legástungna hjá tvíburum miðað við einbura var 1:55 eða svipað heildarhlut- falli einbura og tvíbura í landinu að meðtöldum tæknifrjóvgun- um. Tvíburamæður virðast því fara eins oft í legástungu og konur með einbura. Viðmið um meðgöngulengd varðandi fósturlát í kjölfar leg- ástungu hafa verið breytileg og ekki samstaða um hvað eigi að nota. Sumir hafa notað eina eða tvær vikur eftir ástunguna en aðrir vilja miða við 24 eða jafnvel 28 vikna meðgöngulengd. Þetta torveldar samanburð milli rannsókna og landa.11 Við teljum rétt hér á landi eins og víða annars staðar að nota 22 vikur til að halda samræmi við skilmerki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um skil á mili fósturs og barns.12-14 Í nýlegum rannsóknum virðast þó flestir miða við 24 vikna meðgöngulengd og því var tekið tillit til þess hér að auki.9,15,16 Í klínískum leiðbeiningum frá Royal College of Obstetricians and Gynaecologists í Bretlandi17 er viðmiðum skipt í þrennt, það er allt fósturtap og andvana fæðingar á meðgöngunni, missir innan 24 vikna og missir innan við 14 daga frá legástungu. Miðað við 24 vikna meðgöngulengd mundi fósturlátstíðnin hafa orðið sambærileg við flestar aðrar athuganir, einkum rannsókn Tabor og félaga9 sem spannaði 11 ára tímabil fyrir allar ástungur í Tafla II. Fjöldi legástungna og fósturlátstíðni (%) á Íslandi 1998-2007. Legvatnsástunga Fylgjusýni Fjöldi legástungna 1775 549 Misstu fóstur miðað við 22 vikna meðgöngu 15 (0,8) 7 (1,3) Misstu fóstur miðað við 24 vikna meðgöngu 17 (1,0) 8 (1,5) Tafla III. Fjöldi legástungna og fósturlátstíðni (%) á tveim fimm ára tímabilum. 1998-2002 2003-2007 Fjöldi legvatnsástungna 1499 276 Misstu fóstur (22 vikur) 13 (0,9) 2 (0,7) Fjöldi fylgjusýna 182 367 Misstu fóstur (22 vikur) 4 (2,2) 3 (0,8) Fjöldi fæðinga 20483 2134 Mynd 2. Fjöldi kvenna sem fór í legástungu á tveimur 5 ára tímabilum ásamt ástæðu fyrir legástungum. R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.