Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 13

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 13
LÆKNAblaðið 2014/100 141 meðferð og við eins og tveggja ára eftirfylgd. Próffræðilegir eigin- leikar upprunalegrar útgáfu listans eru ásættanlegir32 og sýna rannsóknir að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar listans eru góðir og sambærilegir við frumgerðina.33 Framkvæmd Skólahjúkrunarfræðingar voru fengnir til að hafa samband við foreldra barna 8 ára og eldri sem náðu viðmiði um LÞS-SFS hærra en 2,0 yfir meðaltali í reglubundinni skimun (hæðar og þyngd- armælingar í skólum) og bjóða þeim að kynna sér meðferðina. Útilokandi þættir fyrir þátttöku voru alvarleg greindarskerðing barns, offita af læknisfræðilegum orsökum og alvarlegar tak- markanir fyrir einhverskonar fæðu eða hreyfingu. Auk þess mátti hvorki barn né foreldri vera þátttakandi í annarri meðferð við of- fitu. Haft var samband við 115 fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík og nágrenni). Alls kom 91 fjölskylda í inntökuviðtal á Barnaspítala Hringsins og gáfu bæði foreldrar og börn upplýst samþykki sitt fyrir að taka þátt í meðferðinni. Ein fjölskylda var útilokuð frá þátttöku og sex aðrar hættu við áður en meðferð hófst. Alls hófu 84 fjölskyldur meðferð en 23 börn hættu þátttöku áður en meðferð lauk (27,4%). 61 barn lauk meðferð og eftirfylgd við eitt og tvö ár. Um einkennandi þætti þeirra sem hættu þátttöku áður en meðferð lauk má lesa í greinum Þrúðar Gunnarsdóttur og félaga frá 2011 og 2012.34,35 Meðferðin var fjölskyldumiðuð atferlismeðferð Epsteins og félaga11 sem búið var að þýða og aðlaga að íslenskum aðstæðum. Nákvæma lýsingu á upphaflegri meðferð má sjá í grein Epsteins og félaga36 og þýðingu og aðlögun meðferðarinnar að íslenskum aðstæðum í grein Þrúðar Gunnarsdóttur og félaga.19 Meðferðin er hönnuð fyrir börn á aldrinum 8-12 ára og er skilyrði fyrir þátt- töku barns að minnsta kosti eitt foreldri sé tilbúið til að taka þátt. Meðferðin (12 vikur) var veitt yfir 18 vikna tímabil á Barnaspítala Hringsins á árunum 2007-2008. Fyrstu 8 vikurnar mættu barn og foreldri saman í hverri viku á Barnaspítala Hringsins. Eftir 8 vikur mættu barn og foreldri saman aðra hverja viku í þrjú skipti og síðustu tímarnir voru svo að mánuði liðnum. Allar meðferðarvik- urnar mættu barn og foreldri saman tvisvar sinnum í viku; annan tímann í einstaklingsráðgjöf en hinn í hóptíma. Í einstaklingstím- um (15-30 mínútur) fór fram vigtun og farið var yfir skráningu á hreyfingu og mataræði, auk þess sem sett voru markmið og mark- miðum fylgt eftir. Ef markmiðunum var ekki náð var þeim leið- beint um hvað mætti betur fara en jafnframt hrósað fyrir það sem vel var gert og fengu börnin punkta í hvatningarkerfi ef þau náðu settum markmiðum. Hóptímarnir (60-90 mínútur) voru aðskildir fyrir foreldra og börn en fóru fram á sama tíma. Í hóptímunum fór fram fræðsla og fengu þátttakendur lesefni heim sem tengdist því efni sem tekið var fyrir hverju sinni. Meðferðarefnið samanstóð af 10 köflum í fræðsluhandbók fyrir foreldra og sambærilegum 10 köflum af fræðsluefni fyrir börnin og skiptist í fimm megin- þætti. Í fyrsta hluta var fjallað um hvernig má ná fram þyngdar- stjórnun og viðhalda þyngdartapi. Í öðrum hluta var farið yfir ráðleggingar um heilsusamlegt mataræði. Í þriðja hluta var farið yfir leiðir til að skapa heilsusamlegra umhverfi fyrir börnin til að stuðla að bættu mataræði og aukinni hreyfingu. Í fjórða hluta voru kenndar aðferðir til að breyta hegðun og í fimmta hluta aðferðir til að viðhalda breyttri hegðun. Mikilvægur hluti af meðferðinni er atferlismótun barns með hvatningarkerfum og annarri skilmála- R A N N S Ó K N stjórn, en stórt hlutfall af hóptímum með foreldrum fer í kennslu á þeim þáttum. Beinist atferlismótun að því draga úr kyrrsetu, auka daglega hreyfingu, bæta mataræði og breyta hegðunarskilmálum í umhverfinu svo að þeir verði hliðhollari breyttum lífsvenjum. Úrvinnsla Notast var við tölfræðiforritið PASW S Statistics 18, útgáfu 18.00 (SPSS, Inc., 2009, Chicago IL) við úrvinnslu gagna. Lýsandi tölfræði er gefin fyrir meðaltöl, staðalfrávik og fjölda athugana. Pöruð t- próf og endurtekin einbreytudreifigreining var gerð til að meta áhrif af meðferð. Meginniðurstöður rannsóknarinnar (þyngdartap meðan á meðferð stóð og við eins og tveggja ára eftirfylgd) voru settar fram sem breyting á staðalfráviksstigum líkamsþyngdar- stuðuls (∆LÞS-SFS). Niðurstöður á sálfræðilegum mælingum voru gefnar upp sem breytingar á stigum á þeim matslistum sem lagðir voru fyrir. Niðurstöður fyrir daglega hreyfingu voru settar fram sem fjöldi mínútna á dag sem varið var í hreyfingu og dagleg neysla ávaxta- og grænmetis sem skammtar á dag af bæði ávöxtum og grænmeti. Fyrir blóðgildi var reiknað hversu hátt hlutfall var yfir fyrirfram ákveðnum viðmiðunargildum bæði fyrir og eftir meðferð. (Viðmiðunargildi: Kólesteról ≥5,0 mmól/L; Þríglýseríð ≥1,6 mmól/L; Insúlín ≥23 mU/L; ASAT og ALAT ≥40 U/L). Í öllum marktektarprófum var miðað við öryggisbil 95% og alfastuðul (α)=0,05. Niðurstöður Lýsandi tölfræði fyrir börn og foreldra í rannsókninni sést í töflu I. Þátttakendur voru við upphaf meðferðar 84 of feit börn (spönn fyrir LÞS-SFS=2,14–4,59) á aldrinum 6 til 13 ára. Af þessum fjölda voru 30 stúlkur og 31 drengur sem luku meðferð auk þess að mæta í eins og tveggja ára eftirfylgd. Blóðhagur var mældur við upphaf meðferðar (fjöldi barna fyrir hverja mælingu var á bilinu 53-74) (sjá í töflu I). Af þessum börnum voru 24,6% yfir viðmiðunargildi á kólesteróli, 18,9% voru yfir viðmiðunargildi á þríglýseríðum og 20,6% á insúlíni. Lægra hlutfall var yfir viðmiðunargildum á ASAT, eða 8,2%, og ALAT 12,2%. Yfir helmingur þeirra foreldra sem tóku þátt (53,6%) náði viðmiði fyrir alvarlega offitu (viðmið fullorðina LÞS≥40). Í töflu II sjást breytingar á LÞS-SFS barna fyrir og eftir með- ferð og við eftirfylgd einu og tveimur árum eftir að meðferð lauk. LÞS-SFS barnanna lækkaði marktækt frá upphafi meðferðar til loka hennar (meðaltalsmunur=0,39 staðalfráviksstig (SFS), sf=0,29, F(2,60)=110,31, p<0,001) og enn fremur var árangri viðhaldið við eins (F(2,60)=1,33, p=0,253) og tveggja ára eftirfylgd (F(2,60)=3,19, p=0,079). LÞS foreldra lækkaði marktækt frá upphafi til loka með- ferðar (F(1,59)=71,54, p<0,001) en hækkaði svo marktækt aftur við eins árs eftirfylgd (F(1,59)=41,87, p<0,001). Mittismál barna lækkaði marktækt úr 96,05 cm að meðaltali fyr- ir meðferð í 89,9 cm að meðaltali eftir að meðferð lauk (t(60)=10,47, p<0,001). Hjá þeim börnum (tafla II) þar sem blóðmælingar voru fram- kvæmdar bæði fyrir og eftir meðferð (n=23) má sjá að marktæk lækkun varð á kólesteróli (t(22)=0,35, p<0,05) og á þríglýseríðum (t(22)= 0,31, p<0,05). Sömuleiðis lækkaði insúlíngildi marktækt (t(22)=6,10, p<0,05). Ekki var marktækur munur á ALAT- og ASAT- gildum fyrir og eftir meðferð. Hreyfing barna jókst að meðaltali

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.